BSRB, BHM og KÍ sendu í dag frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar mótmælt er aðför að lífeyrissjóðakerfi opinberra starfsmanna. Í Yfirlýsingunni er undirstrikað að lögbundin og samningsbundin réttindi launafólks verða ekki af því tekin, enda er um réttindin samið á milli samningsaðila og sá samningur síðan festur í lög. Sjá nánar


 


'Eldar loga á Íslandi, jafnt í náttúrunni sem hjá almenningi. Niðurstöður skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna kynda nýja elda hjá þjóðinni. Þar er skjalfest hvernig þröngur hópur siðblindra einstaklinga fór ránshendi um þjóðarbúið án þess að stjórnvöld og eftirlitsaðilar gerðu neitt til að koma í veg fyrir það, þrátt fyrir viðvaranir. Þjóðin stendur frammi fyrir afleiðingum þeirrar hömlulausu trúar á einkaframtakið sem byrjað var að predika á tíunda áratug síðustu aldar og náði hámarki með einkavinavæðingu bankanna í byrjun þessarar aldar.' Þannig hefst 1. maí ávarp Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík, BSRB, BHM, KÍ og Sambands íslenskra framhaldsskóanema. Sjá nánar

http://www.bsrb.is/um-bsrb/frettir/nr/1697/

 

 

 

Dagskrá

 

Kl. 13:30 Safnast saman fyrir framan Ráðhús Hafnarfjarðar

Strandgötu 6

 

kl. 14.00 Kröfuganga leggur af stað

Gengið verður upp Reykjavíkurveg, Hverfisgötu, Smyrlahraun, Arnarhraun, Sléttahraun og að Hraunseli við Flatahraun.

 

Kl. 14:30 Hátíðarfundur hefst í Hraunseli, Flatahrauni 3.

Athugið húsið opnar ekki fyrr en kröfugangan kemur í hús.

 

Fundastjóri:

Jóhanna M. Fleckenstein

 

Ávarp dagsins:

Kolbeinn Gunnarsson

Formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði

 

Ræða:

Kristín Á. Guðmundsdóttir

Formaður Sjúkraliðafélag Íslands

 

 

Skemmtiatriði:

South River Band

 

 

 

 

 

Dagskrá  

 

Safnast saman á Snorrabraut fyrir neðan Hlemm kl. 13.00.

Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika nokkur lög.

Gangan leggur af stað kl. 13.30.

Gengið niður Laugaveg Bankastræti, Austurstræti og inn á Austurvöll.

Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika fyrir göngu.

Ræðumenn flytja örræður meðan gangan stendur yfir.

 

Útifundur á Austurvelli hefst kl. 14.10.

Ávarp fundarstjóra:

Rannveig Sigurðardóttir, verslunarmaður í VR

Ræða:

Sigurrós Kristinsdóttir, varaformaður Eflingar

Tónlist:

Hjaltalín

Ræða:

Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB

Tónlist:

Hjaltalín

Ávarp:

Þorkell Einarsson, formaður Samband íslenskra framhaldsskólanema

 

Kakó í boði og leiktæki fyrir börn.

 

Útifundi líkur kl. 15.00.

Fundarstjóri slítur fundi ,,Internationalen'  sunginn.  Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika undir.

 

Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík

BSRB

Bandalag háskólamanna

Kennarasamband Íslands

Samband íslenskra framhaldskólanema

 

 

Ársþing Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sem haldið var 16. og 17. apríl lýsti yfir fullum stuðningi við að kjararáð félagsins afli sér verkfallsheimildar.  Sjá nánar


 

 

 Fulltrúaþing Sjúkraliðafélags Íslands (aðalfundur) verður haldið þriðjudaginn 11. maí nk. að Grettisgötu 89 og hefst kl. 09:00.

 

Allir sjúkraliðar eru velkomnir.

Ákveðið hefur verið að framlengja skilum á könnun um líðan sjúkraliða í starfi til 30. apríl nk.

 

 

Klikkið hér og þá eruð þið komin inn á könnunina

 

Sjúkraliðafélagið hvetur sjúkraliða til þess að svara könnuninni. Stéttinni er það mikið í mun að könnunin verði marktæk, en það verður hún ekki nema að þorri sjúkraliða taki þátt.  

 

 

'BSRB krefst þess að í allri umræðu og ákvarðanatöku um sameiningu og fækkun opinberra stofnana sé þess vandlega gætt að sú góða almannaþjónusta sem veitt er verði tryggð,' segir í ályktun um fyrirhugaða sameiningu ríkisstofnana sem stjórn BSRB sendi frá sér í gær.

'BSRB krefst þess að í allri umræðu og ákvarðanatöku um sameiningu og fækkun opinberra stofnana sé þess vandlega gætt að sú góða almannaþjónusta sem veitt er verði tryggð,' segir í ályktun um fyrirhugaða sameiningu ríkisstofnana sem stjórn BSRB sendi frá sér í gær.
Ályktunin fer hér á eftir:

 
Ákveðið hefur verið að vísa kjaradeilu Landssambands lögreglumanna við ríkið til sérstaks gerðardóms. Niðurstaða dómsins á að liggja fyrir eigi síðar en í maílok. Það var samninganefnd LL sem óskaði eftir því að þessi leið yrði farin. Sjá nánar

 

Fundað var hjá ríkissáttasemjara í gær 14. apríl.

 

Fullrtúar úr Kjaramálanefnd félagsins mættu á fundinn ásamt fulltrúum fjármálaráðuneytisins.

Engin niðurstaða varð á fundinum.

Ríkissáttasemjari Magnús Pétursson fór yfir stöðuna í lok fundar og tjáði fundarmönnum að hann hyggðist fara yfir málið og kalla fulltrúa beggja aðila til fundar hverja fyrir sig síðar.  

 

Suðurlandsdeild Sjúkraliðafélags Íslands heldur fræðsludag 29. apríl nk.

 

Sjá auglýsingu á vef deildarinnar