Stjórnir Starfsmannafélags Hafnafjarðar, Félags Opinberra Starfsmanna á Suðurlandi og Starfmannafélag Dala- og Snæfellssýslu ákváðu á sameiginlegum fundi fimmtudaginn 20. maí að fara í formlegar viðræður með það að markmiði að sameina félögin. Sjá nánar 

 

Undrun og vonbrigði með sölu HS Orku
'Stjórn BSRB lýsir furðu sinni og vonbrigðum  á  þeim þáttaskilum í íslensku samfélagi sem orðið hafa með sölu á þriðja stærsta orkufyrirtæki landsins að fullu til erlends aðila,' segir í ályktun stjórnarfundar BSRB sem samþykkt var í dag. Sjá nánar
 

 

Boðuðum niðurskurði í velferðarkerfinu mótmælt
BSRB telur að yfirlýsingar félagsmálaráðherra í síðustu viku um frekari niðurskurð á velferðarkerfinu gangi gegn anda stöðugleikasáttmálans brjóti þvert gegn fyrri yfirlýsingum ríkis­stjórnarinnar um að hún starfi í anda hins norræna velferðarkerfis. Þetta kemur fram í ályktun stjórnarfundar BSRB sem samþykkt var í morgun.  Sjá nánar

 

 

Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image http://www.bsrb.is/files/mennningarhatid2010_1408027826.gif
There was a problem loading image http://www.bsrb.is/files/mennningarhatid2010_1408027826.gif

 

 

mennningarhatid2010
Árleg menningarhátíð BSRB verður haldin í þjónustumiðstöðinni í Munaðarnesi laugardaginn 22. maí kl.14. Á hátíðinni verður opnuð sýning á málverkum Elfars Guðna Þórðarsonar. Óskar Guðmundsson rithöfundur segir frá Snorra Sturlusyni og les úr bók sinni um Snorra og South River Band flytur tónlist. Aðgangur er ókeypis og að lokinni dagskrá eru veitingar í boði BSRB.
Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image 'images/Mynd_0783616.jpg'
There was a problem loading image 'images/Mynd_0783616.jpg'

Fjölmenni var á Fulltrúaþingi Sjúkraliðafélags Íslands sem haldið var í dag. 11. maí.

Samningaviðræður hafa síðastliðna mánuði verið undir stjórn ríkissáttasemjara.

Á þinginu var Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður endurkjörin til ársins 2013. Ályktað var um kjaramál, menntamál, lífeyrismál og innri mál félagsins.

Kaupmáttur launa hefur minkað um og yfir 30% á síðastliðnu ári.  Á þeim tíma hafa heildarlaun sjúkraliða einnig lækkað á bilinu 9-13%  vegna lækkunar á starfsprósentu, fækkunar álagsvakta og minni yfirvinnu. 

 

19. Fulltrúaþing Sjúkraliðafélags Íslands gerir þá kröfu til viðsemjenda sjúkraliða að  þeir sýni dug, þor og kjark og setjist  að samningaborðinu til alvöru samningaviðræðna um að kjör sjúkraliða verði leiðrétt.

 

;

19. Fulltrúaþing Sjúkraliðafélags Íslands  krefst þess að menntun og starfsréttindi sjúkraliða séu metin að verðleikum og þeir eigi kröfu á stöðugleika í störfum sínum

Hulda Ragnarsdóttir Kjörnefndar, lýsti yfir kjöri formanns en  Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður var endurkjörin til þriggja ára ;

 

;

19. Fulltrúaþing Sjúkraliðafélags Íslands krefst þess að vinnutími vaktavinnufólks verði endurskoðaður og lagaður að norrænu velferðarsamfélagi.

;

 

Ályktanir 19. fulltrúaþings Sjúkraliðafélags Íslands, \

Kjarakannanir sýna að kynbundin launamunur sé 17% í félögum innan BSRB. Kynbundin launamunur er mein í íslensku samfélagi sem við eigum ekki  að hafa með okkur inn í framtíðina. Því verður að linna að litið sé á þau störf er konur inna af hendi séu óæðri hefðbundnum karlastörfum. 

haldið þriðjudaginn 11. maí. 2010 ;

19. Fulltrúaþing Sjúkraliðafélags Íslands  krefst þess að kynbundin launamunur verði leiðréttur í eitt skipti fyrir öll.

Lesa meira: Fulltrúaþing SLFÍ
Hulda Ragnarsdóttir Kjörnefndar, lýsti yfir kjöri formanns en  Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður var endurkjörin til þriggja ára

 

 

 Hlutverk trúnaðarmanna er aldrei mikilvægara en á tímum sem þessum, bæði í formi stuðnings við starfsmenn og þegar kemur að réttindum eða öryggi á vinnustað.

Ályktanir 19. fulltrúaþings Sjúkraliðafélags Íslands,

19. Fulltrúaþing Sjúkraliðafélags Íslands  krefst þess að nú þegar verði gengið betur frá réttindum trúnaðarmanna í kjarasamningum og þeim gert  kleyft að starfa sem slíkir.

haldið þriðjudaginn 11. maí. 2010

 

 

Menntamál 

Kjaramál

Menntun íslenskra sjúkraliða er ein sú besta á Norðurlöndum. Námið er til fyrirmyndar og hefur nýst heilbrigðiskerfinu mjög vel í þeim fjölbreyttu störfum sem sjúkraliðar inna af hendi.  Námið er reglulega endurskoðað og aðlagað að kröfum samtímans hverju sinni.

 

Sjúkraliðafélag Íslands í samvinnu við menntayfirvöld hafa markvist aðlagað viðbótarnám/framhaldsnám sjúkraliða að þeim kröfum sem gerðar eru til þekkingar og færni sjúkraliða í þeim störfum sem þeir gegna.

Sjúkraliðafélag Íslands hefur  verið með lausa kjarasamninga vel á annað ár, án þess að nokkuð hafi þokast í samningsátt.

 

Með menntun felast tækifæri til framþróunar, aukinnar fagmennsku og ábyrgðar, því er það nauðsynlegt að standa vörð um menntun stéttarinnar þrátt fyrir þá erfiðu tíma sem geisa í samfélaginu. 

 

Sjúkraliðar vara við því að ein heilbrigðisstétt hafi það vægi að geta staðið í vegi fyrir framþróun og aukinni menntun annarrar stéttar.  Með því er verið að etja stéttum gegn hvor annarri sem að öllu jöfnu hafa sameiginlegra hagsmuna að gæta.

 

SLFÍ hefur í langan tíma unnið að skipulagningu framhaldsnáms í Geðhjúkrun fyrir sjúkraliða í samstarfi við menntamálaráðuneytið og fagfólk innan heilbrigðiskerfisins.  Námið hefur enn ekki farið af stað m.a.  vegna ótrúlegs seinagangs og máttleysis menntamálayfirvalda, neikvæðrar umsagnar Félags Íslenskra hjúkrunarfræðinga og andstöðu háskólasamfélagsins. 

 

19. Fulltrúaþing Sjúkraliðafélags Íslands  krefst þess að menntamálaráðherra setji menntun sjúkraliða á oddinn og veiti  framhaldsnáminu í geðhjúkrun brautargengi á næstu haustönn. 

Mennt er máttur. Með henni felast tækifæri til að vinna sig út úr þeim hremmingum sem hér hafa gengið yfir. Með aukinni menntun er hægt að byggja upp réttlátt, kröftugt og skapandi samfélag.

 

 

Lífeyrismál

Hrun íslenska bankakerfisins gekk verulega á stóran hlut uppsafnaðra eigna íslensku þjóðarinnar í lífeyrissjóðakerfinu. Það mun verða þjóðinni þungt í skauti um langa framtíð. Í ljósi þess er hafin mikil áróðursherferð gegn lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna og krafa gerð á að atvinnurekendur þeirra brjóti gerða kjarasamninga.

Það er öllum ljóst sem það vilja vita að fyrirkomulag á greiðslum í lífeyrissjóði opinberra starfsmanna eru samningar sem gengið var frá í kjarasamningum.

Á þenslutímanum hækkuðu margir almennir lífeyrissjóðir ávinnsluréttindi  sinna félaga, en ávinnsluréttindi  úr lífeyrissjóði opinberra starfsmanna héldust óbreytt.  Það er einnig ljóst að  á opinbera markaðnum eru meðallaun mun lægri en á almenna markaðnum.

 

Í niðurstöðu úr launakönnun SFR-stéttarfélags í almannaþágu, sem birt var í október 2007 kemur fram að launamunur milli ríkisstarfsmanna og starfsmanna á hinum almenna markaði var að meðaltali 20%, ríkisstarfsmönnum í óhag. Umrædd launakönnun sem hér er vitnað í var samstarfsverkefni SFR stéttarfélags og VR. 

19. Fulltrúaþing Sjúkraliðafélags Íslands krefst þess að látið verði af málflutningi sem er bæði rangur og villandi og að við kjarabundin réttindi starfsmanna í opinberri þjónustu verði staðið.

 

 

Minnt er á að 19. Fulltrúaþing Sjúkraliðafélags Íslands (Aðalfundur)hefst kl 09:00 þriðjudaginn 11. maí.

 

Sjúkraliðar eru hvattir til að mæta

Stjórnin 

Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image http://www.bsrb.is/files/faundirskr_1256697693.gif
There was a problem loading image http://www.bsrb.is/files/faundirskr_1256697693.gif

Samningur um það var undirritaður á aðalfundi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins í dag. Samninginn undirrituðu Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB, Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ, Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, Inga Rún Ólafsdóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Guðrún Eyjólfsdóttir frá Samtökum atvinnulífsins.

;

Hér á eftir er fréttatilkynning frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins:

faundirskr
Guðrún Eyjólfsdóttir, Inga Rún Ólafsdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Elín Björg Jónsdóttir og Gylfi Arnbjörnsson undirrita samninginn.

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins ætlað veigamikið hlutverk í framhaldsfræðslu

Guðrún Eyjólfsdóttir, Inga Rún Ólafsdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Elín Björg Jónsdóttir og Gylfi Arnbjörnsson undirrita samninginn.

BSRB varð í dag aðili að Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.

- Þjónar vinnumarkaðinum öllum

Á aðalfundi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA) þann 6. maí var samþykkt að BSBR, Samband íslenskra sveitarfélaga og fjármálaráðuneytið verði aðilar að félaginu, auk Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins.

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins var stofnuð 2002 af Alþýðusambandi Íslands og Samtökum atvinnulífsins og hefur starfað síðan 2003 á grundvelli þjónustusamnings við menntamálaráðuneytið. Markhópur starfseminnar er einkum fólk á vinnumarkaði, sem hefur ekki lokið námi frá framhaldsskóla. FA hefur þróað sérstakar námsleiðir fyrir markhópinn og eru margar þeirra hannaðar að þörfum atvinnulífsins. Þessar námsleiðir hafa verið vottaðar til eininga á framhaldsskólastigi.  Einnig hafa verið þróaðar aðferðir og tæki til raunfærnimats og náms- og starfsráðgjafar fyrir fólk á vinnumarkaði, auk ýmissa fleiri þróunarverkefni sem m.a. er ætlað að auka veg framhaldsfræðslunnar og gæði.Fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar sem starfandi eru í öllum landshlutum eru helstu samstarfsaðilar Fræðslumiðstöðvarinnar. Þær hafa boðið upp á námsleiðir FA um land allt.  Náms- og starfsráðgjafar hafa verið ráðnir að fræðslu- og símenntunarmiðstöðvum til að sinna markhópnum sérstaklega. Raunfærnimat hefur verið þróað í samstarfi við fræðslumiðstöðvar í löggiltum iðngreinum og fleiri aðila. Þar að auki hefur Fræðslumiðstöð atvinnulífsins annast úthlutun styrkja til fræðslu - og símenntunarmiðstöðva vegna þessarar starfsemi. Þátttaka í þessum úrræðum vex frá ári til árs. Árið 2006 luku nemendur rúmlega 5 þúsund einingum á framhaldsskólastigi en í fyrra voru þær orðnar rúmlega 20 þúsund og nemendafjöldinn hafði þrefaldast. Fleiri vilja komast í raunfærnimat en hægt er að sinna og náms og starfsráðgjöf liðsinnir fjölda fólks sem vill styrkja stöðu sína á vinnumarkaði.

Í mars samþykkti Alþingi lög um framhaldsfræðslu.  Samkvæmt þeim er framhaldsfræðsla  hvers konar nám, úrræði og ráðgjöf sem ætlað er að mæta þörfum einstaklinga á vinnumarkaði sem eru með stutta formlega skólagöngu að baki og er ekki skipulagt á grundvelli laga um framhaldsskóla eða háskóla. Með lögunum er settur rammi um það starf sem unnið hefur verið á undanförnum árum og eru yfirlýst markmið þeirra m.a. að stuðla að því  einstaklingar geti eflt starfshæfni sína og að mæta þörfum atvinnulífsins fyrir aukna þekkingu og hæfni starfsmanna og menntunarstig í landinu og íslensk menntakerfi eflt. Í greinargerð með lögunum, kemur m.a. fram að:

'Við samningu frumvarpsins hefur m.a. verið leitast við að styðja við náið og árangursríkt samstarf Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og Samtaka atvinnulífsins (SA) í fræðslumálum sem hafa, í samstarfi við stjórnvöld, staðið fyrir rekstri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins sem hefur að mati aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda reynst vel'.

Í greinargerðinni er lögð áhersla á að starfsemi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins nái einnig til opinbera vinnumarkaðarins. Sú áhersla er í fullu samræmi við vilja aðila vinnumarkaðarins. Það er á þessum grunni sem opinberir starfsmenn og viðsemjendur þeirra hjá sveitarfélögum og ríkinu koma nú inn í Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Starfsemi hennar  nær héðan í frá  til alls vinnumarkaðarins og styrkist með gildistöku laga um fullorðinsfræðslu þann 1. október næstkomandi.

Í nýjum samþykktum félagsins kemur fram að Fræðslumiðstöð atvinnulífsins er samstarfsvettvangur Alþýðusambands Íslands, Samtaka atvinnulífsins, BSRB, fjármálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um fullorðinsfræðslu og starfsmenntun á íslenskum vinnumarkaði í samstarfi við aðrar sameiginlegar fræðslustofnanir á vegum aðildarsamtakanna.

 

 

Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image http://www.bsrb.is/files/slokkvarar_112682790.gif
There was a problem loading image http://www.bsrb.is/files/slokkvarar_112682790.gif

 

 

slokkvarar
Um 70 slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn söfnuðust saman fyrir utan skrifstofur Sambands íslenskra sveitarfélaga að Borgartúni 30 í morgun til að mótmæla þeim seinagangi sem er í viðræðum við Launanefnd sveitarfélaga, en samninganefnd LSS átti fund með LN kl. 10 í morgun.

Um 70 slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn söfnuðust saman fyrir utan skrifstofur Sambands íslenskra sveitarfélaga að Borgartúni 30 í morgun til að mótmæla þeim seinagangi sem er í viðræðum við Launanefnd sveitarfélaga, en samninganefnd LSS átti fund með LN kl. 10 í morgun.

Valdimar Leó Friðriksson framkvæmdastjóri LSS sagði að á fundinum með LN hefði samninganefndin kynnt ályktun ársþings LSS frá því í apríl þar sem fram kom að þingið taldi óásættanlegt að félagsmenn væru enn samningslausir en samningar runnu út 31. ágúst 2009. Á þinginu var lýst fullum stuðningi við öflun verkfallsheimildar til handa kjararáði . Niðurstaðan á fundinum með LN í dag var að visa málinu til Ríkissáttasemjara og mun samninganefndin eiga formlegan fund með honum á morgun.

Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image http://bsrb.is/files/LSR_27svunta_1946847944.gif
There was a problem loading image http://bsrb.is/files/LSR_27svunta_1946847944.gif

 

LSR_27svuntaLSR heldur kynningarfundi fyrir sjóðfélaga sem vilja fræðast um lífeyrismál á Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn 27. maí. Hægt er að velja um tvær tímasetningar kl. 8:30 -10:00 eða kl. 16:30 -18:00. Á fundunum verður fjallað um uppbyggingu réttindakerfisins, iðgjaldaskil, lífeyristökualdur og áætlaðar lífeyrisgreiðslur.

 

Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image 'images/Mynd_0776777.jpg'
There was a problem loading image 'images/Mynd_0776777.jpg'
There was a problem loading image 'images/Mynd_0776778.jpg'
There was a problem loading image 'images/Mynd_0776778.jpg'

Að gefnu tilefni er aldrei og of vel brýnt fyrir félagsmönnum að fara varlega með eld á viðkvæmum gróðurstöðum.

 

Um helgina vildi það óhapp til að kviknaði í sinu í Munaðarnesi. Litlu munaði að eldurinn næði að læsa sig í húsin og kveikja í þeim.

Ekki er vitað hvort um óhapp var að ræða vegna grills við bústað eða hvort óvitar voru á ferð.  

Slökkvilið var kallað til Hér sést að litlu munaði   
Lesa meira: Að gefnu tilefni

Slökkvilið var kallað til

 

 

Lesa meira: Að gefnu tilefni
Hér sést að litlu munaði
Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image http://www.bsrb.is/files/1maihafnkristin_791358088.gif
There was a problem loading image http://www.bsrb.is/files/1maihafnkristin_791358088.gif

 

1maihafnkristin
Ójafnrétti kynjana er mein í íslensku samfélagi sem við viljum ekki hafa með okkur inn í framtíðina. Því verður að linna að litið sé á að þau störf er konur inna af hendi séu óæðri hefðbundnum karlastörfum. Við viljum ekki taka þetta mein með okkur inn í framtíðina. Við viljum nýja hugsun, við viljum nýtt þjóðfélag,' sagði Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélags Íslands í ræðu sem hún hélt á baráttufundi í Hafnarfirði 1. maí.
Sjá ræðu Kristínar Á. Guðmundsdóttur