Kæru sjúkraliðar, um leið og við óskum ykkur góðrar ferðar um verslunarmannahelgina, minnum við ykkur á að aka varlega, ganga hægt um gleðinnar dyr og síðast en ekki síst að njóta samvista við hvort annað.  Spakmæli helgarinnar eru Hamingjan er ekki fólgin í því að gera það sem þú hefur ánægju af, heldur að hafa ánægju af því sem þú gerir!

 

 

Kær kveðja starfsfólk Sjúkraliðafélags Íslands

 

Sjúkraliðafélag Íslands lýsir yfir fullum stuðningi við baráttu Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna fyrir leiðréttingu á launakjörum sínum. Kjarabarátta þeirra snýst um að störf vaktavinnufólk verði metin í samræmi við álag og ábyrgð. Kjarabarátta slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna er barátta fyrir sanngjörnu mati á störfum fólks sem vinnur  afbrigðilegan vinnutíma undir miklu álagi að aukinni velferð landsmanna. Sjúkraliðafélag Íslands skorar á forystumenn Samtaka sveitarfélaga að sýna kjark, drengskap og fyrirhyggju og ganga nú þegar að kröfum slökkviliðsmanna.

 

 

Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig í ferð sem sjúkraliðum stendur til boða um Landmannalaugar og Fjallabaksleið syðri dagana 6.-9. ágúst nk. Ferðin er við allra hæfi og kostar 35 þúsund krónur á manninn. Innifalið er gisting, ferðir og leiðsögn. Skráning í síma 863-9471 eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  Síðasti skráningardagur ....

er 10. júlí og ganga þarf frá greiðslu fyrir 16. júlí.6. ágúst: Ekið í Landmannalaugar þar sem farið verður í stuttar göngur og í laugina. Gisting í nýlegum skála í Landmannahelli.

 

7. ágúst: Fjallabaksleið syðri farin og ekið í Hrafntinnusker, austan Heklu. Gist verður í Strútsskála, sem var byggður haustið 2002. Þar er olíukynding, eldunaraðstaða og vatnssalerni.

8. ágúst: Gengið um Strútsstíg og að Strútslaug, sem stendur á afar fallegu og vel grónu svæði undir hlíðum Torfajökuls. Þaðan verður ekið í Skælinga á Skaftártunguafrétti. Gist verður í skála við Sveinstind.

9. ágúst: Ekið að Eldgjá, en það er 50 kílómetra löng gossprunga sem liggur norður frá Mýrdalsjökli og að Gjátindi, sem er einstakt náttúrufyrirbrigði. Þaðan verður ekið til Reykjavíkur, sunnan Búlands, um Skaftártungur og yfir Eldvatn hjá Ásum á hringvegi  eitt.

Skipuleggjandi ferðarinnar er Úlfheiður Kaðlín Ingvarsdóttir sjúkraliði og leiðsögumaður. Hún mun funda með þátttakendum um það bil viku fyrir brottför og fara nánar yfir ferðaáætlunina og nauðsynlegan útbúnað.

Hámarksfjöldi þátttakenda er 26 - með bílstjóra og leiðsö 

 

 

Skráningarfrestur er til 17. september.

Þrjú námskeið í samstarfi við námsbraut í fötlunarfræðum við HÍ

Skráningarfrestur er til 4. október.

Sjálfstætt líf og notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA)

Hugmyndafræðin um sjálfstætt líf nýtur vaxandi fylgis sem leiðarljós í stefnumótun og þjónustu við fatlað fólk bæði hér á landi og á alþjóðavettvangi. Hugmyndafræðin byggir á sjónarhorni mannréttinda og félagslegum skilningi á fötlun. Kjarni hennar felst í því að fatlað fólk sé við stjórnvölinn í eigin lífi og ákveði sjálft hvaða þjónustu það fær og hvar, hvenær og hvernig hún er veitt og af hverjum. Námskeiðið er ætlað öllum sem hafa áhuga á að kynna sér hugmyndafræðina um NPA.

Skráningarfrestur er til 12. nóvember.

Skráningarfrestur er til 17. september.

Nánari upplýsingar í síma 525 4444

Nánari upplýsingar og skráning hér eða í síma 525 4444

Fötlunarfræði: Helstu hugtök og sjónarhorn

Undanfarna áratugi hefur þróast nýr félagslegur skilningur á fötlun þar sem áhersla er á að skilja þátt umhverfis og menningar í að skapa og viðhalda fötlun. Fötlunarfræði hefur verið einn helsti vettvangur þessarar þróunar ásamt hreyfingu fatlaðs fólks víða um heim. Markmið námskeiðsins er að kynna þátttakendum þessar nýju hugmyndir sem ögra hinum hefðbundna skilningi á fötlun sem einstaklingsbundnum galla.

Skráningarfrestur er til 4. október.

Nánari upplýsingar og skráning hér eða í síma 525 4444

 

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Fatlað fólk um allan heim hefur búið við skert mannréttindi, mismunun og fordóma. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er ætlað að breyta þessu og tryggja mannréttindi alls fatlaðs fólks; barna, ungmenna og fullorðinna. Námskeiðið er ætlað öllum sem hafa áhuga á að kynna sér Samninginn og þýðingu hans fyrir fatlað fólk á Íslandi.

Skráningarfrestur er til 12. nóvember.

Nánari upplýsingar og skráning hér eða í síma 525 4444

 

 

Skráning á trúnaðarmannanámskeið BSRB og Félagsmálaskóla alþýðu í haust er hafin. Námskeiðið er í 6 þrepum eins og verið hefur og stendur hvert þrep í þrjá daga. Hægt er að taka eitt þrep eða fleiri, allt eftir því hvað hentar hverjum og einum. 1. þrep er dagana 14. til 16. september. 2. þrepið er dagana 20. til 22. september og síðan koll af kolli vikulega þar til 6. þrepið sem stendur einungis í tvo daga er 18. og 19. október. Skráning fer fram í gegnum heimasíðu BSRB hér . Trúnaðarmenn skrái sig í samráði við sitt stéttarfélag.

 

Hjallatún dvalar og hjúkrunarheimili í Vík

 

 

Okkur vantar sjúkraliða til starfa frá 1. september nk.  Á Hjallatúni búa 18 einstaklingar í afar heimilislegu umhverfi. Starfið er vaktavinna og starfshlutfall samkomulagsatriði.

Áhugasamir hafi samband við Guðlaugu hjúkrunarforstjóra í s. 868-1181.

 

Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image 'images/Mynd_0816595.jpg'
There was a problem loading image 'images/Mynd_0816595.jpg'

 

Frá hægri: Gunnar Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri SLFÍ,    Kristín Á, Guðmundsdóttir, formaður SLFÍ, Sveinn Magnússon, yfirlæknir, Bryndís Þorvaldsdóttir, sérfræðingur, Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra og Dagný Brynjólfsdóttir, deildarstjóri                                               Heilbrigðisráðherra frú Álfheiður Ingadóttir tók á móti fulltrúum félagsins 24. júní, en Sjúkraliðafélag Íslands hafði óskað eftir fundi  með henni um stöðu mála á barnasviði Landsspítala. Fram kom í máli ráðherra að hún hefði áhyggjur af stöðu sjúkraliða innan heilbrigðiskerfisins í heild. Samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins hefur stöðum sjúkraliða innan heilbrigðiskerfisins fækkað um 7,5% og meðallaun lækkað um 10,3%. Á sama tíma hefur stöðum hjúkrunarfræðinga ekki fækkað nema um 2,5% og meðallaun lækkað um 9,7%. Hækkanir hafa aftur á móti orðið vegna fjölgunar álagsvakta hjá hjúkrunarfræðingum. Stöðum lækna hefur fækkað um 6,2% og meðallaun lækkað um 8,4%. Þetta segir hún að sé ekki í samræmi við þá tilskipun sem gefin var út til stjórnenda heilbrigðisstofnana um að jafna ætti kjör heilbrigðisstarfsmanna til þess að ná fram sparnaði innan heilbrigðisþjónustunnar. Ekki að þeir sem lægstu launin hefðu væru láttnir lækka mest.
Lesa meira: Fundur með heilbrigðisráðherra
   
Frá hægri: Gunnar Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri SLFÍ,  
Kristín Á, Guðmundsdóttir, formaður SLFÍ, Sveinn Magnússon, yfirlæknir, Bryndís Þorvaldsdóttir, sérfræðingur, Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra og Dagný Brynjólfsdóttir, deildarstjóri

                                              

Heilbrigðisráðherra frú Álfheiður Ingadóttir tók á móti fulltrúum félagsins 24. júní, en Sjúkraliðafélag Íslands hafði óskað eftir fundi  með henni um stöðu mála á barnasviði Landsspítala. Fram kom í máli ráðherra að hún hefði áhyggjur af stöðu sjúkraliða innan heilbrigðiskerfisins í heild. Samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins hefur stöðum sjúkraliða innan heilbrigðiskerfisins fækkað um 7,5% og meðallaun lækkað um 10,3%. Á sama tíma hefur stöðum hjúkrunarfræðinga ekki fækkað nema um 2,5% og meðallaun lækkað um 9,7%. Hækkanir hafa aftur á móti orðið vegna fjölgunar álagsvakta hjá hjúkrunarfræðingum. Stöðum lækna hefur fækkað um 6,2% og meðallaun lækkað um 8,4%.

Þetta segir hún að sé ekki í samræmi við þá tilskipun sem gefin var út til stjórnenda heilbrigðisstofnana um að jafna ætti kjör heilbrigðisstarfsmanna til þess að ná fram sparnaði innan heilbrigðisþjónustunnar. Ekki að þeir sem lægstu launin hefðu væru láttnir lækka mest.

 

  

Fundað var hjá ríkissáttasemjara í gær 10. júní með fulltrúum fjármálaráðherra. Farið var yfir stöðuna eins og hún liggur fyrir. Sjúkraliðar bentu enn og aftur á þann mismun sem skapast hefur á milli stétta. Einnig lögðu sjúkraliðar til grundvallar nýgenginn gerðadóm í máli lögreglumanna þar sem þeim voru dæmdar álagsgreiðslur.

 

Ríkissáttasemjari sér ekki ástæðu til að kallað verði til fundar fyrr en í fyrstu viku ágúst nk. Ljóst er orðið að haustið verður tími mikils óróa á vinnumarkaði opinberra starfsmanna, þar sem enn eiga ólokið kjarasamningum auk sjúkraliða BHM félögin, KÍ, hjúkrunarfræðingar, tollverðir, slökkviliðsmenn ofl.

 

 

Innan BSRB eru 20.000 félagsmenn og þar af eru um 14.000 konur.

Að stærstum hluta eru konur innan BSRB láglaunahópur sem starfa við þjónustu við sjúka, fatlaða, öryrkja og aldraða. Félagsmenn Sjúkraliðafélags Íslands eru þar ekkert undanskildir.

Byrjunarlaun sjúkraliða hjá ríkinu eru 201.200 krónur eftir rúmlega þriggja ára nám á framhaldsskólastigi. Laun almenns sjúkraliða ná ekki að hækka meir en 50.000 k. eftir margra ára starfsaldur.

 

Á meðan hægri hönd félagsmálaráðherra skrifar upp á að   farið sé í byggingu stórhýsa, m.a.  byggingu nýs sjúkrahúss og hjúkrunarheimila og skapa með því hefðbundin karlastörf , skrifar sú vinstri undir yfirlýsingu um að  konur í opinberum störfum, þar á meðal sjúkraliðar, greiði það með frystingu launa og gríðarlegri kjaraskerðingu. Ekki leggst nú mikið fyrir kappann .

Opinberir starfsmenn hafa nú þegar tekið á sig verulega kjaraskerðingu og sýnt í verki skilning sinn á þeirri erfiðu stöðu sem samfélagið er í.

 

Með yfirlýsingu sinni lýsir félagsmálaráðherra opinberum kvennastéttum stríð á hendur og gengur gegn þeim mikla samstarfsvilja sem sýndur hefur verið.

Sjúkraliðafélag Íslands hefur verið með lausa samninga í 14 mánuði án þess að nokkuð hafi þokast í samningsátt. Kjaramálanefnd Sjúkraliðafélagsins krefst þess að sú launafrysting sem verið hefur verði aflétt og nú þegar verði samið við félagið.

 

Fyrir hönd Kjaramálanefndar Sjúkraliðafélags Íslands

 

_____________________________________________

Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður

 

 

 


Helga Jónsdóttir framkvæmdastjóri BSRB sagði hugmyndir félagsmálaráðherra um frystingu launa opinberra starfsmanna til ársins 2013 vera fráleitar í fréttum Ríkissjónvarpsins í gærkvöld. Þá sagði Árni Stefán Jónsson varaformaður BSRB að tillaga félagsmálaráðherra um frystingu launa opinberra starfsmanna til 2013 væri stríðsyfirlýsing. Sjá nánar


 

 


Mjög fróðlegur og upplýsandi kynningarfundur um Fræðslumiðstöð atvinnulífsins var í gær, en 6. maí sl. varð BSRB aðili að Fræðslumiðstöðinni. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins var stofnuð árið 2002 af ASÍ og SA og hefur starfað síðan 2003 á grunvelli þjónustusamnings við menntamálaráðuneytið. Aðild BSRB að Fræðslumiðstöðinni er í framhaldi af samþykkt laga um framhaldsfræðslu en í greinargerð með lögunum er lögð áhersla á að starfsemi Fræðslumiðstöðvarinnar nái einnig yfir opinbera vinnumarkaðinn. Sjá nánar