Níu trúnaðarmenn luku í gær sjötta og síðasta þrepi á trúnaðarmannanámskeiði BSRB og Fræðsluskóla alþýðu. Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, og Helga Jónsdóttir framkvæmdarstjóri færðu útskriftarnemunum blóm í tilefni dagins. Trúnaðarmannanámið er í fimm þriggja daga námskeiðum og einu tveggja daga og er metið til 10 eininga á framhaldsskólastigi. Ekki eru fyrirhuguð frekari trúnaðarmannanámskeið á þessu ári. Sjá nánar

 

Kosningavefurinn fyrir atkvæðagreiðslu um kjarasamning félagsins við fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs hefur verið virkjaðurá vefnum .

 

Klikkaðu á myndina hér til hægri þar sem stendur ATKVÆÐAGREIÐSLA. Til þess að taka þátt í atkvæðagreiðslunni þarft þú að hafa við hendina FÉLAGSSKÍRTEINIÐ þitt. á baksíðu þess er númer sem er þitt aðgangsnúmer. Séu einhverjir sem komast að því að númerið þeirra virki ekki lítur út fyrir að sá hinn sami sé ekki starfandi hjá ríkisstofnunum. Sé það rangt ert þú beðinn um að hafa samband við skrifstofuna og kæra þig inn á kjörskrána.

 

Sjá leiðbeiningar

 

Opið er fyrir kosninguna til kl. 10:00 föstudaginn 22. október nk.

 

 

 

Stjórn Sjúkraliðafélags Íslands mótmælir harðlega þeim gríðarlega niðurskurði sem fyrirhugaður er í velferðarkerfinu. SLFÍ hefur lagt áherslu á að velferðarkerfið sé hornsteinn samfélagsins og sé skorið þar niður komi það alvarlega niður á lífskjörum þjóðarinnar.

 

Þetta segir í upphafi ályktunar sem félagsstjórn Sjúkraliðafléags Íslands sendi frá sér.

Sjá ályktunina  

 Vinnuverndarvikan 2010 verður haldin dagana 25. - 29. október, en hún er árlegur viðburður í öllum löndum Evrópu. Að þessu sinni verður sjónum atvinnurekenda og starfsmanna beint að mikilvægi þess að huga vel að öllu skipulagi og framkvæmd verka við viðhaldsvinnu. Til að vekja athygli og umræðu um öryggi við slíka vinnu hefur Vinnueftirlitið gefið út sérstakan bækling þar sem fjallað er um öryggi við viðhaldsvinnu. Sjá nánar

 

Af óviðráðanlegum orsökum frestast atkvæðagreiðsla um nýgerðann kjarasamning við fjármálaráðuneyti til morguns þriðjudag 19. október.  

 

Aðalfundur Austurlandsdeildar verður haldinn fimmtudaginn 28. október 2010 kl.16:00 í Kaupvangi Vopnafirði

 

Sjá auglýsingu

 

Kjarasamningur milli Sjúkraliðafélags Íslands og fjármálaráðuneytisins var undirritaður nú á fimmta tímanum í dag.

 

Samningurinn gildir til 1. desember nk.

Kynningarfundur verður haldinn að Grettisgötu 89 nk. mánudag kl. 16:00

Fundurinn verður sendur út í fjarfundi á alla landsfjórðunga.

Ísafjörð, Sauðárkrók, Akureyri, Egilsstaði, Neskaupsstað og Vestmannaeyjar.

Yfirlýsing frá sjúkraliðum á norðurlandi vestra vegna niðurskurðar í heilbrigðisþjónustunni

 

Sjá yfirlýsinguna

 

Stjórn Vestfjarðardeildar innan Sjúkraliðafélags Íslands ályktar um fyrirhugaðann niðurskurð

 

Sjá ályktunina