Kæri  viðtakandi,

málstofur Þjóðarspegilsins er að finna á heimsíðu Félagsvísindastofnunar.  

Ég vil vekja athygli þína á ráðstefnunni Þjóðarspegillinn 2010 - Ráðstefnu um rannsóknir í félagsvísindum við Háskóla Íslands, sem verður haldin föstudaginn 29. október nk. frá kl. 9 - 17. Ég býð ykkur velkomin á ráðstefnuna og vek sérstaka athygli á tveimur málstofum um fötlunarfræði í Háskólatorgi 103. Dagskrá yfir aðrar...

 

 13.00-14.50: Fötlunarfræði I

Jarþrúður Þórhallsdóttir og Hanna Björg Sigurjónsdóttir 
    Óvenjuleg skynjun - grunnþáttur einhverfu

James G. Rice 
     Questions of disempowerment in disability specific entitlements in Iceland

Kristín Björnsdóttir og Eiríksína Kr. Ásgrímsdóttir 
     'Þau eru bara óheppin': Um skilning og notkun ófatlaðra ungmenna á fötlunarhugtökum

Laufey Elísabet Löve, Rannveig Traustadóttir og Hanna Björg Sigurjónsdóttir 
     Fatlaðir háskólanemendur óskast! Þróun rannsókna á aðgengi fatlaðra nemenda að námi á háskólastigi

15.00-17.00: Fötlunarfræði II

Jóna G. Ingólfsdóttir og Rannveig Traustadóttir 
     Þjónusta og þarfir: Hvernig mætir velferðarkerfið þörfum ungra fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra?

Sara Stefánsdóttir og Snæfríður Þóra Egilson 
     Fjölskyldumiðuð þjónusta í endurhæfingu barna: Mat foreldra

Vilborg Jóhannsdóttir og Freyja Haraldsdóttir 
     Notendastýrð persónuleg aðstoð fyrir fatlað fólk á Íslandi: Innleiðing og stjórnsýsla

-----------------------------------------------------------------
Rannveig Traustadóttir, prófessor og forstöðumaður
Rannsóknasetur í fötlunarfræðum
Félags- og mannvísindadeild
Félagsvísindasvið, Háskóli Íslands
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
http://www.fotlunarfraedi.hi.is
525-4523/ 847-0728 
  
 

 

 

Af tilefni Kvennafrídagsins verður öll afgreiðsla á skrifstofu Sjúkraliðafélags Íslansd lögð niður og skrifstofunni lokað kl. 14:25.  

 

Sjúkraliðar eru hvattir til að taka þátt í deginum.

Sjá dagskrá dagsins

Atkvæðagreiðsla félagsmanna SLFÍ vegna kjarasamnings Sjúkraliðafélags Íslands og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs, dags. 14. október 2010 er lokið.

 

Á kjörskrá voru 1142. Atkvæði greiddu 515 eða  45,1%

Samningurinn var samþykktur með meirihluta greiddra atkvæða.

;

Kvennafrídagurinn 24. október 1975 er og verður baráttudagur íslenskra kvenna, hann er einn mikilvægasti atburður íslenskrar kvennasögu og Íslandssögunnar.

Sameiginleg yfirlýsing BSRB, ASÍ, BHM, KÍ og SSF:

Sameiginleg yfirlýsing BSRB, ASÍ, BHM, KÍ og SSF:

;

Samtök launafólks hafa frá upphafi barist fyrir bættum lífskjörum allra landsmanna, jöfnum rétti og jöfnum tækifærum á vinnumarkaði og þannig lagt sitt af mörkum í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna. Margt hefur áunnist í jafnréttismálum undanfarna áratugi og er það ekki síst að þakka samtöðu samtaka launafólks.

 

\

Samtök launafólks minna á að gæta þarf að þeim jafnréttisáföngum sem unnist hafa svo þeir tapist ekki  á þeim erfiðleikatímum sem hófust í kjölfar efnahagshrunsins og ekki sér enn fyrir endann á.  Réttur foreldra í fæðingarorlofi hefur ítrekað verið skertur og fyrir liggja tillögur um enn frekari niðurskurð. Jafn og raunverulegur réttur kynjanna til fæðingar- og foreldraorlofs er eitt mesta framfaraskref sem stigið hefur verið í átt að jafnrétti.

Samtök launafólks óska konum á Íslandi til hamingju með afmæli Kvennafrídagsins 24. október. Þrjátíu og fimm ár eru nú liðin síðan þúsundir íslenskra kvenna lögðu niður störf og söfnuðust saman á fundum um land allt, hrópuðu: Áfram stelpur og sýndu þannig á táknrænan hátt hversu mikilvægt vinnuframlag þeirra er fyrir atvinnulífið og samfélagið. Samstaðan var algjör....  Kvennafrídagurinn 24. október 1975 er og verður baráttudagur íslenskra kvenna, hann er einn mikilvægasti atburður íslenskrar kvennasögu og Íslandssögunnar.

Samtök launafólks óska konum á Íslandi til hamingju með afmæli Kvennafrídagsins 24. október. Þrjátíu og fimm ár eru nú liðin síðan þúsundir íslenskra kvenna lögðu niður störf og söfnuðust saman á fundum um land allt, hrópuðu: Áfram stelpur og sýndu þannig á táknrænan hátt hversu mikilvægt vinnuframlag þeirra er fyrir atvinnulífið og samfélagið. Samstaðan var algjör....

Eitt meginbaráttumál kvenna á Íslandi er afnám launamunar kynjanna. Það er ólíðandi að kynin skuli ekki njóta sömu launa fyrir jafn verðmæt störf. Rannsóknir sýna að alltof lítið hefur áunnist í þeim efnum undanfarin ár. Þá benda rannsóknir til að kynbundinn launamunur sé mun meiri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Atvinnuþátttaka kvenna hér á landi er ein sú mesta í heiminum þannig  að ljóst er að þær láta ekki sitt eftir liggja við öflun verðmæta fyrir þjóðarbúið.

Mikill niðurskurður í heilbrigðis- og velferðarkerfinu hefur gríðarleg áhrif á starfsstéttir þar sem konur eru í meirihluta og kannað leiða til aukins og langvarandi atvinnuleysis kvenna. Samtök launafólks vara við öllum hugmyndum og aðgerðum sem veikja munu stöðu kvenna og leiða til aukins ójöfnuðar kynjanna á íslenskum vinnumarkaði.

Yfirskrift kvennafrídagsins 2010 er: Konur gegn kynferðisofbeldi. Samtök launafólks fordæma kynbundið ofbeldi og áreiti á vinnustöðum og í samfélaginu öllu og hvetja aðila vinnumarkaðarins, stjórnvöld og almenning allan til markvissra aðgerða gegn því.

Samtök launafólks hvetja félagsmenn aðildarfélaga sinna um land allt til virkrar þátttöku í viðburðum í tilefni Kvennafrídagsins mánudaginn 25. október. Stelpur, höfum hátt við þorum, getum og viljum!  

 

 

Sjúkraliðafélag Íslands vann fullnaðarsigur í deilu félagsins við stjórnendur Garðvangs vegna aksturs sjúkraliða til og frá vinnu.

 

Málið dæmdu  Eggert Óskarsson, Arnfríður Einarsdóttir, Kristjana Jónsdóttir, Gísli Gíslason og Guðni Á. Haraldsson.

Málið flutti fyrir hönd félagsins Gísli Guðni Hall, hrl.

 

Í dómsorði kemur fram:

'Viðurkennt er að ákvarðanir Garðvangs, sem tilkynntar voru sjúkraliðum með bréfi dags 27. janúar 2009 um að fella niður greiðslur vegna aksturs frá og með 1. febrúar 2010, eru andstæðar grein 5.4.1. í kjarasamningi Sjúkraliðafélags Íslands og Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu. Einnig er viðurkennt að sjúkraliðar sem starfa á Garðvangi í Garði, en eru búsettir í Reykjanesbæ, Sandgerði eða Vogum, eiga samkvæmt grein 5.4.1. í kjarasamningi Sjúkraliðafélags Íslands og Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu, rétt á því að stefndi sjái þeim fyrir ferðum til og frá vinnustað eða greiði þeim ferðakosnað og að slíkar ferðir teljist til vinnutíma að því er nemur flutningstíma frá mörkum næsta aðalíbúasvæðis til vinnustaðar. Stefndi Garðvangur, greiði stefnanda Sjúkraliðafélgi Íslands, 300.000 kr í málskosnað.

 

Hér er hægt að nálgast dóminn í heild sinni. 

Á heimasíðu Framvegis er auglýst námskeið fyrir leiðbeinendur sjúkraliðanema

 

 

Smelltu hér til að komast inn á fréttina

 

 

Vegna margýtrekaðra fyrirspurna til félagsins um fyrirkomulag atkvæðagreiðslunnar um kjarasamning félagsins við Fjármálaráðuneytið skal það áréttað að það eru einungis sjúkraliðar sem starfa á ríkisstofnunum sem eru með atkvæðisrétt um samninginn. Það er ástæðan fyrir því sjúkraliðar sem reyna að greiða atkvæði og eru ekki ríkisstarfsmenn komast ekki inn á atkvæðasíðuna. Lokað var fyrir félagsnúmer allra annara en ríkisstarfsmanna

 

Níu trúnaðarmenn luku í gær sjötta og síðasta þrepi á trúnaðarmannanámskeiði BSRB og Fræðsluskóla alþýðu. Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, og Helga Jónsdóttir framkvæmdarstjóri færðu útskriftarnemunum blóm í tilefni dagins. Trúnaðarmannanámið er í fimm þriggja daga námskeiðum og einu tveggja daga og er metið til 10 eininga á framhaldsskólastigi. Ekki eru fyrirhuguð frekari trúnaðarmannanámskeið á þessu ári. Sjá nánar

 

Kosningavefurinn fyrir atkvæðagreiðslu um kjarasamning félagsins við fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs hefur verið virkjaðurá vefnum .

 

Klikkaðu á myndina hér til hægri þar sem stendur ATKVÆÐAGREIÐSLA. Til þess að taka þátt í atkvæðagreiðslunni þarft þú að hafa við hendina FÉLAGSSKÍRTEINIÐ þitt. á baksíðu þess er númer sem er þitt aðgangsnúmer. Séu einhverjir sem komast að því að númerið þeirra virki ekki lítur út fyrir að sá hinn sami sé ekki starfandi hjá ríkisstofnunum. Sé það rangt ert þú beðinn um að hafa samband við skrifstofuna og kæra þig inn á kjörskrána.

 

Sjá leiðbeiningar

 

Opið er fyrir kosninguna til kl. 10:00 föstudaginn 22. október nk.

 

 

 

Stjórn Sjúkraliðafélags Íslands mótmælir harðlega þeim gríðarlega niðurskurði sem fyrirhugaður er í velferðarkerfinu. SLFÍ hefur lagt áherslu á að velferðarkerfið sé hornsteinn samfélagsins og sé skorið þar niður komi það alvarlega niður á lífskjörum þjóðarinnar.

 

Þetta segir í upphafi ályktunar sem félagsstjórn Sjúkraliðafléags Íslands sendi frá sér.

Sjá ályktunina