Veiðikortið fyrir árið 2011 er til sölu á skrifstofu Sjúkraliðafélagsins. Kortið kostar 3.500 kr. Upplagt til jólagjafa!

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti Starfsmenntaverðlaunin við hátíðlega athöfn í BSRB húsinu í gær. Starfsmenntaverðlaunin eru veitt þeim aðilum sem vinna að framúrskarandi verkefnum í fræðslumálum og starfsmenntun.

Helgina 11. -12. desember býður Guðrún Ingibjartsdóttir, sjúkraliði og myndlistakona gestum og gangandi á opið hús frá kl: 12-18. að Blöndubakka 15, 2. hæð.

Hæstaréttur felldi í dag dóm í máli Sjúkraliðafélags Íslands vegna ólögmætrar uppsagnar forstöðumanns hjúkrunarheimilisins í Stykkishólmi.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Ögmundur Jónasson, hefur samþykkt tillögur ráðgjafanefndar um heildarúthlutun útgjaldajöfnunarframlaga. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga mun greiða allt að 4.200 milljónir króna. Til úthlutunar nú koma 4.025 milljónir.

Þriðja útgáfa fjárlaga gerir ráð fyrir milljarði króna hærra framlagi til velferðarmála en upphaflega stóð til. Meirihluti fjárlaganefndar skilaði tillögum af sér í gær og gert er ráð fyrir að frumvarpið verði afgreitt í dag. BSRB hefur undanfarið staðið fyrir umfangsmikilli herferð og brýnt þingmenn til að verja velferðina.

Heilbrigðisskólinn við Ármúla hefur auglýst sérnám í hjúkrun geðsjúkra sem hefst 11. janúar nk.

Opið hús hjá Maríu Lofts, sjúkraliða

Draumur minn að eignast eigin vinnustofu er loksins að rætast!