Samstarfshópurinn Náum áttum heldur morgunverðarfund miðvikudaginn 17. nóvember á Grand Hóteli í Reykjavík, kl. 8:1510:00. Yfirskrift fundarins er Áhrif niðurskurðar á framhaldsskólann og brottfall.

Dagskráin er á þessa leið:

Dagskrá fundarins (PDF)

 

 

1. Staða ungs fólks utan framhaldsskóla Jón Sigfússon, framkvæmdastjóri Rannsókna og greiningar
2. Áhrif niðurskurðar á framhaldsskóla
Gísli Ragnarsson, skólameistari Fjölbrautarskólans í Ármúla
3. Stuðningur til náms við ungmenni sem búa við félagslega erfiðleika
Hervör Alma Árnadóttir, lektor í félagsráðgjafardeild HÍ


 


Fundarstjóri verður Margrét María Sigurðardóttir

Morgunverðarfundurinn er öllum opinn meðan húsrúm leyfir. Í lok fundar verða opnar umræður.

Skráning fer fram á www.lydheilsustod.is, í síðasta lagi þriðjudaginn 16. nóvember. Þátttökugjald er kr. 1500 sem þarf að staðgreiða. Morgunmatur er innifalinn í gjaldinu.

Dagskrá fundarins (PDF)

 

 

 

Í dag fimmtudag 11. nóvember kl. 16.0,0 munu hollvinir heilbrigðisþjónustunnar á landinu öllu sameinast um friðsamlegan meðmælafund á Austurvelli. Hollvinir Heilbrigðisstofnanna á Suðurlandi fóru af stað með undirskriftasöfnun til stuðnings heilbrigðisþjónustunni á Suðurlandi og munu stýra fundinu. Hollvinir annarra heilbrigðisstofnana og heilbrigðisþjónustunnar í heild sinni ákváðu að slást í för með sunnlendingum. Á fundinum munu fulltrúar hollvina heilbrigðisstofnana um allt land afhenda heilbrigðisráðherra undirskriftarlista til stuðnings heilbrigðisþjónustunni. Ákveðið hefur verið að boða sem flesta stuðningsmenn heilbrigðisþjónustunnar á Austurvöll af þessu tilefni til að sýna samstöðu.  Þó skal tekið fram að ekki er verið að boða til mótmæla, heldur miklu frekar til meðmæla þar sem við sýnum að okkur er annt um þá heilbrigðisþjónustu sem byggð hefur verið upp um allt land á undanförnum áratugum. Meðmælafundurinn er haldinn til þess að vekja máls á mikilvægi heilbrigðisþjónustunnar í heild sinni, þar með talið heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, heilbrigðisstofnana landsbyggðarinnar og hátæknisjúkrahúsa. Markmiðið er að sýna styrk í samstöðu landsmanna með meðmælum með heilbrigðisþjónustunni. Víða um landið er verið að veita góða, hagkvæma og örugga þjónustu. Þannig viljum við hafa það áfram. Stöndum vörð um heilbrigðisþjónustuna og hvetjum ráðamenn til að tryggja viðeigandi fjárframlög til heilbrigðismála sem tekur mið af raunverulegri þörf skjólstæðingana. Hvetjum alla sem láta sér annt um heilbrigðisþjónstu landsmanna að mæta og stöndum þétt saman um jafnan rétt til heilbrigðisþjónustu í nærumhverfi sínu, jafnt höfuðborgarbúar sem landsbyggðarfólk.

 

Fyrir hönd aðgerðarhópsins: Guðrún Árný Guðmundsdóttir á Húsavík (8607735) og Helga Sigurbjörnsdóttir á Sauðárkróki (8685381)

 

 Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra tók við yfirlýsingu Alþjóða verkalýðshreyfingarinnar (Global Unions) á skrifstofu BSRB í morgun. Ályktunin verður send fundi G20 ríkjanna, sem hefst í Seoul á morgun. Þar er kallað eftir því að komið sé á fót sanngjarnara skattkerfi, fjárfest sé í menntun og starfsnámi og öflugri almannaþjónustu sé haldið úti. Sjá nánar

http://www.bsrb.is/um-bsrb/frettir/nr/1802/

 

 Atkvæðagreiðsla um kjarasamning við MS-setrið hefur farið fram. Samningurinn var samþykktur með meirikluta atkvæða

 

Í gær 27. október var undirritaður kjarasamningur við MS-Setrið.

 

Atkvæðagreiðsla er í gangi

Undirritaður var nýr kjarasamningur við hjúkrunarheimilin Eir og Skjól í gær 27. október.

 

Samningurinn er á svipuðum nótum og samningur félagsins við fjármálaráðuneytið sem undirritaður var 14. október sl. 

Atkvæðagreiðsla um samninginn hefur farið fram. 72 voru á kjörskrá, 45 kusu eða 62,5%. Samningurinn var samþykktur með meirihluta atkvæða.

Samningurinn hefur verið settur inn á heimasíðuna.

Sjá samninginn. 

Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image 'images/Mynd_0869092.jpg'
There was a problem loading image 'images/Mynd_0869092.jpg'

 Lesa meira: Starfsmenntaverðlaunin 2010