Fundað var hjá ríkissáttasemjara í gær 14. apríl.

 

Fullrtúar úr Kjaramálanefnd félagsins mættu á fundinn ásamt fulltrúum fjármálaráðuneytisins.

Engin niðurstaða varð á fundinum.

Ríkissáttasemjari Magnús Pétursson fór yfir stöðuna í lok fundar og tjáði fundarmönnum að hann hyggðist fara yfir málið og kalla fulltrúa beggja aðila til fundar hverja fyrir sig síðar.  

 

Suðurlandsdeild Sjúkraliðafélags Íslands heldur fræðsludag 29. apríl nk.

 

Sjá auglýsingu á vef deildarinnar

Sjúkraliðar eru minntir á könnunina um líðan í starfi.

 

Þóra Ákadóttir sem vinnur könnunina í samvinnu við félagið hefur lagt gríðarlega vinnu í undirbúninginn.

Okkur sem stétt er einnig mjög nauðsynlegt að vel takist til.

Áætlað er að könnunin verði opin fram til 14. apríl.

Farið er inn á könnunina með því að smella á linkinn hægramegin á síðunni.

 

 

Nefnd, sem Landssamtök lífeyrissjóða skipuðu í maí 2009 til að fjalla um hvað lífeyrissjóðir gætu lært af þeim fjárhagslegu áföllum sem dunið hafa yfir íslenskt þjóðfélag, allt frá hruni viðskiptabankanna þriggja í byrjun október 2008', leggur til breytingar á viðskiptaháttum á verðbréfamarkaði, regluverki og starfsumhverfi lífeyrissjóða. Nefndin kynnti skýrslu sína, Lærdóm lífeyrissjóða af hruninu 2008-2009, fyrir 80-90 fulltrúum lífeyrissjóða á fundi á Grand hóteli í Reykjavík í dag.

Boðaður hefur verið fundur hjá ríkissáttasemjara 14. apríl nk. kl. 14:00. En félagið vísaði viðræðunum við fjármálaráðuneytið til hans um síðustu áramót.

 

Þetta er fjórði fundurinn sem haldinn er undir forustu sáttasemjara.

Fundur eftirlaunadeildar SLFÍ, haldin 24. mars 2010 að Grettisgötu 89 1 hæð Rvk.

 

 

Samþykkir einróma  stuðningsyfirlýsingu við SLFÍ um kröfu félagsins þess efnis að minnka vinnuálag á sjúkraliða, sem sífellt eykst á deildum.

 

 

Fyrir hönd stjórnar eftirlaunadeildar SLFÍ

Erla Bára Andrésdóttir.

 

 

 er þá ættir þú að sækja um MA nám í fötlunarfræðum, umsóknafrestur er til og með 15. apríl 2010. Einnig er hægt að sækja um diplómanám í fötlunarfræðum, umsóknafrestur er til 5. júní 2010.

Nám í fötlunarfræðum er þverfaglegt og opið öllum sem hafa lokið BA námi eða sambærilegri menntun. Ekki er gerð krafa um að fólk hafi lokið grunnnámi á sviði fötlunar. Diplómanámið er 30 ECTS sem hægt er að taka með starfi á þremur misserum. Námið samanstendur af þremur námskeiðum og er eitt námskeið tekið á hverju misseri. Námið er staðbundið nám og öll námskeið í diplómanáminu eru kennd einn dag í viku eftir hádegið kl. 13.20 17:00.
 
Hægt er að fá diplómanámið metið sem hluta af MA-námi í fötlunarfræðum að uppfylltum inntökuskilyrðum.

Rafræn umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu félags- og mannvísindadeildar

Viltu koma í framsækið, spennandi og ögrandi nám?
Viltu taka þátt í að þróa nýjan félagslegan skilning og nýjar áherslur í málefnum fatlaðs fólks?
Viltu tileinka þér það nýjasta í fötlunarfræðum? Auglýsing

Ef svo

http://www.hi.is/is/felagsvisindasvid_deildir/felags_og_mannvisindadeild/nam/umsokn

Nánari upplýsingar um námið fæst á námsvef fötlunarfræða http://www.hi.is/is/felagsvisindasvid_deildir/felags_og_mannvisindadeild/nam/fotlunarfraediog umsjónakennara námsins Hönnu Björg Sigurjónsdóttur This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.dósent, sími 525-4344 og hjá Höllu Maríu Halldórsdóttur This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. verkefnisstjóra á skrifstofu félags- og mannvísindadeildar, sími 525-4537.

 

Umsóknarfrestur um orlofshúsin fyrir  sumarið 2010 hefur verið framlengdur til miðnættis í kvöld, 29. mars

 

Nú á næstu dögum verður sendur út rafrænn spurningalisti vegna rannsóknar á starfsumhverfi sjúkraliða og líðan þeirra í starfi. Rannsóknin er í samstarfi Sjúkraliðafélags Íslands, Sigrúnar Gunnarsdóttir lektors HÍ og Þóru Ákadóttur meistaranema. Þátttaka

sjúkraliða er afar mikilvæg til að ná fram markmiðum rannsóknarinnar sem er að skoða líðan sjúkraliða í starfi og hvort og hvernig stjórnendur hafa áhrif. Lesa meira.....

 

Heiti ritgerðarinnar er: Líðan sjúkraliða í starfi. Hafa stjórnendur áhrif?

 

Rannsóknin gefur starfsfólki og stjórnendum innsýn í starfsumhverfi sjúkraliða og hvaða þættir hafa áhrif á líðan þeirra í starfi. Rannsóknarniðurstöður opna tækifæri fyrir nýjar leiðir til úrbóta fyrir starfsfólk og gæði þjónustunnar. Sendir verða út rafrænir spurningalistar. Öllum starfandi sjúkraliðum í SLFÍ er boðið að taka þátt í könnuninni. Sendir verða út rafrænir spurningalistar á heimasíðu Sjúkraliðafélags Íslands, http://www.slfi.is/.  Á félagsskírteini því sem nú hefur verið sent út frá félaginu er númer sem hver og einn einstaklingur  kemur til með að nota sem aðgangsorð til þess að komastinn á rannsóknarvefinn.Svör eru ekki persónugreinanleg og eru ekki rekjanleg. Fyllsta trúnaðar er gætt við meðferð upplýsinga og aðeins rannsakendur hafa aðgang að upplýsingunum.

Sjúkraliðar og stjórnendur verða upplýstir um niðurstöður rannsóknarinnar en rannsakendur einir munu hafa aðgang  að frumgögnum.

Rannsóknin er verkefni Þóru Ákadóttur til meistaraprófs í Lýðheilsufræðum við Norræna Lýðheilsuháskólann í Gautaborg, Svíþjóð.

Rannsakandi nýtur leiðsagnar ábyrgðarmanns rannsóknarinnar Dr. Sigrúnar Gunnarsdóttir, Háskóla Íslands, Eiríksgötu 34 Reykjavík sími: 5254919 og er í samvinnu við Sjúkraliðafélag Íslands.

Spurningalistanum er skipt niður í hluta og bið ég þig að merkja við allar spurningarnar eftir því sem best á við um núverandi starf þitt, aðstæður þínar og líðan. Það tekur um það bil 20 30 mínútur að svara listanum og þar sem listinn er rafrænn þá er best að þú svarir honum heima eða í rólegu umhverfi.

 Vinsamlega svaraðu listanum sem fyrst eftir að þú færð hann í hendur.

 

Ég geri mér grein fyrir því að í annríki dagsins er í mörg horn að líta en svör þín skipta miklu máli fyrir gæði rannsóknarinnar og þá möguleika að bæta starfsumhverfi þitt og líðan annarra á vinnustað þínum.  

 

Ef þú hefur spurningar varðandi rannsóknina er mér ljúft að svara þeim.

 

Með þakklæti fyrir þátttökuna

góðar kveðjur og gleðilega páskahátíð.

 

Sigrún Gunnarsdóttir, sigrungu hja hi.is  og Þóra Ákadóttir taka hja fsa.is

 

 

 

 

 

 

Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image 'images/Mynd_0757430.jpg'
There was a problem loading image 'images/Mynd_0757430.jpg'

 

 

 Fjölmennur fundur sjúkraliða á Heilbrigðisstofnun Suðurlands,  haldinn fimmtudaginn 25. mars 2010 vill koma á framfæri við heilbrigðisyfirvöld og stjórnendur sjúkrahússins hörðum mótmælum við  því að lög og reglugerð um sjúkraliða séu ekki virt.

Fundur sjúkraliða á HSu skorar á heilbrigðisráðherra að ganga fram fyrir skjöldu og krefja heilbrigðisstofnunina um að lögbundið starfssvið og starfsréttindi sjúkraliða verði virt.

Sjúkraliðar á HSu   
Lesa meira: Ályktun sjúkraliða á Heilbrigðisstofnun Suðurlands HSu
Sjúkraliðar á HSu

 

 

 

Ný frétt á síðu Eftirlaunadeildar