Viðræður báru engan árangur - 11. júní 2010

Fundað var hjá ríkissáttasemjara í gær 10. júní með fulltrúum fjármálaráðherra. Farið var yfir stöðuna eins og hún liggur fyrir. Sjúkraliðar bentu enn og aftur á þann mismun sem skapast hefur á milli stétta. Einnig lögðu sjúkraliðar til grundvallar nýgenginn gerðadóm í máli lögreglumanna þar sem þeim voru dæmdar álagsgreiðslur.

 

Ríkissáttasemjari sér ekki ástæðu til að kallað verði til fundar fyrr en í fyrstu viku ágúst nk. Ljóst er orðið að haustið verður tími mikils óróa á vinnumarkaði opinberra starfsmanna, þar sem enn eiga ólokið kjarasamningum auk sjúkraliða BHM félögin, KÍ, hjúkrunarfræðingar, tollverðir, slökkviliðsmenn ofl.