Fundur með heilbrigðisráðherra - 25. júní 2010

Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image 'images/Mynd_0816595.jpg'
There was a problem loading image 'images/Mynd_0816595.jpg'

 

Frá hægri: Gunnar Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri SLFÍ,    Kristín Á, Guðmundsdóttir, formaður SLFÍ, Sveinn Magnússon, yfirlæknir, Bryndís Þorvaldsdóttir, sérfræðingur, Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra og Dagný Brynjólfsdóttir, deildarstjóri                                               Heilbrigðisráðherra frú Álfheiður Ingadóttir tók á móti fulltrúum félagsins 24. júní, en Sjúkraliðafélag Íslands hafði óskað eftir fundi  með henni um stöðu mála á barnasviði Landsspítala. Fram kom í máli ráðherra að hún hefði áhyggjur af stöðu sjúkraliða innan heilbrigðiskerfisins í heild. Samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins hefur stöðum sjúkraliða innan heilbrigðiskerfisins fækkað um 7,5% og meðallaun lækkað um 10,3%. Á sama tíma hefur stöðum hjúkrunarfræðinga ekki fækkað nema um 2,5% og meðallaun lækkað um 9,7%. Hækkanir hafa aftur á móti orðið vegna fjölgunar álagsvakta hjá hjúkrunarfræðingum. Stöðum lækna hefur fækkað um 6,2% og meðallaun lækkað um 8,4%. Þetta segir hún að sé ekki í samræmi við þá tilskipun sem gefin var út til stjórnenda heilbrigðisstofnana um að jafna ætti kjör heilbrigðisstarfsmanna til þess að ná fram sparnaði innan heilbrigðisþjónustunnar. Ekki að þeir sem lægstu launin hefðu væru láttnir lækka mest.
Mynd_0816595.jpg
   
Frá hægri: Gunnar Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri SLFÍ,  
Kristín Á, Guðmundsdóttir, formaður SLFÍ, Sveinn Magnússon, yfirlæknir, Bryndís Þorvaldsdóttir, sérfræðingur, Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra og Dagný Brynjólfsdóttir, deildarstjóri

                                              

Heilbrigðisráðherra frú Álfheiður Ingadóttir tók á móti fulltrúum félagsins 24. júní, en Sjúkraliðafélag Íslands hafði óskað eftir fundi  með henni um stöðu mála á barnasviði Landsspítala. Fram kom í máli ráðherra að hún hefði áhyggjur af stöðu sjúkraliða innan heilbrigðiskerfisins í heild. Samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins hefur stöðum sjúkraliða innan heilbrigðiskerfisins fækkað um 7,5% og meðallaun lækkað um 10,3%. Á sama tíma hefur stöðum hjúkrunarfræðinga ekki fækkað nema um 2,5% og meðallaun lækkað um 9,7%. Hækkanir hafa aftur á móti orðið vegna fjölgunar álagsvakta hjá hjúkrunarfræðingum. Stöðum lækna hefur fækkað um 6,2% og meðallaun lækkað um 8,4%.

Þetta segir hún að sé ekki í samræmi við þá tilskipun sem gefin var út til stjórnenda heilbrigðisstofnana um að jafna ætti kjör heilbrigðisstarfsmanna til þess að ná fram sparnaði innan heilbrigðisþjónustunnar. Ekki að þeir sem lægstu launin hefðu væru láttnir lækka mest.