Síðustu forvöð, Landmannalaugar og Fjallabaksleið syðri - 8. júlí 2010

Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig í ferð sem sjúkraliðum stendur til boða um Landmannalaugar og Fjallabaksleið syðri dagana 6.-9. ágúst nk. Ferðin er við allra hæfi og kostar 35 þúsund krónur á manninn. Innifalið er gisting, ferðir og leiðsögn. Skráning í síma 863-9471 eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  Síðasti skráningardagur ....

er 10. júlí og ganga þarf frá greiðslu fyrir 16. júlí.6. ágúst: Ekið í Landmannalaugar þar sem farið verður í stuttar göngur og í laugina. Gisting í nýlegum skála í Landmannahelli.

 

7. ágúst: Fjallabaksleið syðri farin og ekið í Hrafntinnusker, austan Heklu. Gist verður í Strútsskála, sem var byggður haustið 2002. Þar er olíukynding, eldunaraðstaða og vatnssalerni.

8. ágúst: Gengið um Strútsstíg og að Strútslaug, sem stendur á afar fallegu og vel grónu svæði undir hlíðum Torfajökuls. Þaðan verður ekið í Skælinga á Skaftártunguafrétti. Gist verður í skála við Sveinstind.

9. ágúst: Ekið að Eldgjá, en það er 50 kílómetra löng gossprunga sem liggur norður frá Mýrdalsjökli og að Gjátindi, sem er einstakt náttúrufyrirbrigði. Þaðan verður ekið til Reykjavíkur, sunnan Búlands, um Skaftártungur og yfir Eldvatn hjá Ásum á hringvegi  eitt.

Skipuleggjandi ferðarinnar er Úlfheiður Kaðlín Ingvarsdóttir sjúkraliði og leiðsögumaður. Hún mun funda með þátttakendum um það bil viku fyrir brottför og fara nánar yfir ferðaáætlunina og nauðsynlegan útbúnað.

Hámarksfjöldi þátttakenda er 26 - með bílstjóra og leiðsö