Hvetjum sjúkraliða til að mæta og láta sig heilbrigðismál varða - 18. nóv. 2010

 

Heilbrigðisþjónusta í hættu

Opinn fundur fimmtudaginn 18. nóvember kl. 20.00 Vesturgötu 7, Reykjavík.

Vinstrihreyfingin - grænt framboð í Reykjavík boðar til opins fundar um horfurnar í heilbrigðisþjónustu landsmanna miðað við fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp og boðaðan niðurskurð.

Stuttar framsögur flytja þau Sigrún Kristjánsdóttir yfirljósmóðir á Selfossi, Ásgeir Böðvarsson forstöðulæknir á Húsavík, Vigdís Hallgrímsdóttir hjúkrunarfræðingur á Landspítala, Þorbjörn Jónsson formaður Læknaráðs Landspítala og Dóra Hlín Gísladóttir verkfræðingur á Ísafirði.

Að loknum framsöguerindum verður opnað fyrir umræður og setið fyrir svörum.

Öll velkomin!