Fréttatilkynning frá Reykjavíkurdeild, Ungliðadeild og Lífeyrisdeild: - 26. nóv. 2010

Í tilefni af Evrópudegi sjúkraliða sem er í dag stendur Reykjavíkurdeild í samvinnu við Ungliðadeild og Lífeyrisdeild félagsins fyrir blóðþrýstingsmælingum í Laugum, Laugardal frá klukkan 12:00-14:00.  Viljum við með þessu vekja athygli á störfum sjúkraliða en yfirskrift dagsins er Sjúkraliðar í nútíð og framtíð.

 

Vilja deildirnar koma á framfæri þakklæti til Eirbergs og Worldclass fyrir að starfa með okkur að þessu verkefni.

Þá óskum við öllum sjúkraliðum til hamingju með daginn.

F.h.  Stjórna deildanna

Birkir Högnason

Formaður Ungliðadeildar