Vakin er athygli á að á heimasíðu SLFÍ er komin linkur inn á upplýsingasíðu BSRB, þar sem hægt er að fá svar við ýmsum spurningum sem vakna um réttindi félagsmanna.

 

Síðan er aðgengileg í glugga vinstra megin á forsíðunni undir fyrirsögninni Spurt og svarað

 

 

Vegna vinnufundar starfsmanna verður skrifstofa Sjúkraliðafélags Íslands lokuð, þriðjudaginn 22. september frá kl. 09.00 - 13.30.

 

 

Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image 'images/Mynd_0634730.jpg'
There was a problem loading image 'images/Mynd_0634730.jpg'

skráning fer fram á skrifstofu félagsins

 

 

Lesa meira: Námskeið í sparnaði 

 

 

 Í dag, fimmtudaginn 10. september 2009, mættu fulltrúar Sjúkraliðafélags Íslands á fund með heilbrigðisráðuneytinu og fulltrúa Landlæknisembættisins.

Tilefni fundarins var að koma því á framfæri að undanfarnar vikur og mánuði hafa æ fleiri kvartanir borist frá starfandi sjúkraliðum inn á borð Sjúkraliðafélags Íslands. Þar lýsa þeir áhyggjum sínum af því ástandi sem nú er víða orðið viðvarandi í heilbrigðiskerfinu. Áhyggjurnar beinast m.a. að því að þegar auknar byrðar leggjast á sífellt færri og færri starfsmenn komi það fram í lélegri þjónustu við skjólstæðingana. Sérstaklega hafa kvartanir borist af slæmu ástandi varðandi hjúkrun aldraðra. Í mörgum tilvikum telja sjúkraliðarnir svo langt gengið að komið sé niður fyrir öryggismörk.

 

 

 

Sjúkraliðafélag Íslands taldi nauðsynlegt að koma þessum áhyggjum sjúkraliða  á framfæri við heilbrigðisyfirvöld, svo ekki sé síðar meir hægt að áfellast sjúkraliða ef til alvarlegra slysa kemur í störfum þeirra.

 

Mikið hefur verið rætt og ritað um þá skömm sem hvílt hefur yfir því hvernig farið var með ungt fólk sem vistað var á meðferðarheimilum um miðja síðustu öld. Á þessum heimilum voru vistaðir einstaklingar, sem vegna aldurs síns gátu ekki borið hönd fyrir höfuð sér fyrr en mörgum árum seinna, þegar þeir höfðu tök á að segja frá.

 

Þeir skjólstæðingar kerfisins sem hér um ræðir eru á öðrum aldri og koma því ekki til með að fá nokkurn tímann tækifæri til að láta líðan sína í ljós. Sjúkraliðafélag Íslands telur það skyldu allra sem að þessum málaflokki koma að standa vörð um skjólstæðinga sína og sjá um að mannleg reisn þeirra verði virt í hvívetna.

 

10. september 2009

 

Fyrir hönd Sjúkraliðafélags Íslands,

Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður

 

Boðað hefur verið til fundar með fulltrúum Sjúkraliðafélags Íslands í Heilbrigðisráðuneytinu nú kl. 10:00 ásamt fulltrúa Landlæknisembættisins. 

 

Fundurinn er boðaður vega ábendinga félagsins um það ástand sem hefur skapast í heilbrigðiskerfinu.

Áhyggjurnar beinast að því að um leið og auknar byrðar leggjast á færri og færri starfsmenn ásamt því að sífellt færra fagfólk er til staðar, kemur það fram í lélegri þjónustu við skjólstæðinga þeirra.

Í mörgum tilvikum telja þeir að svo langt sé gengið að komið sé niður fyrir öryggismörk.

Félagið telur að koma þurfi áhyggjum sjúkraliða á framfæri við heilbrigðisyfirvöld svo ekki sé hægt að áfellast sjúkraliðana ef til alvarlegra slysa komi í störfum þeirra.

 

Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image 'images/Mynd_0293589.jpg'
There was a problem loading image 'images/Mynd_0293589.jpg'

Lesa meira: Nuddnámskeið 

 

 

Ný nuddnámskeið

á haustönn að hefjast

Sjá nánar  

Sjúkraliðafélag Íslands hefur óskaði eftir álitii lögfræðings BSRB á reglum sem settar hafa verið á Hrafnistunum, Vífilsstöðum og Víðinesi hvernig staðið verði að vottun veikinda. Félagið telur að um gróft brot á kjarasamningi sé um að ræða.

 

Álit lögfræðingsins hefur verið sent til forstjóra Hrafnistuheimilanna Pétur Magnússon.

Sjá álit 

 

ESB hvað er það?

fyrir íslenskt atvinnulíf og tenging Íslands við Evrópusamruna.

 

 

Uppbygging og rætur ESB verða kynntar ásamt stofnunum ESB og þróun þeirra.  Farið verður í þróun atvinnulífs og stjórnmála í Evrópu, breytt valdahlutföll innan ESB, ríkjasamstarf og yfirþjóðlegt vald.  Þá verður fjallað um sameiginlega innri markaði, evruna, stækkun ESB og deilurnar um framtíðarskipan ESB.  Kostir og gallar aðildar að ESB

Leiðbeinandi:                         Högni Kristjánsson

Dags:                                      16. september 09:00 12:00

Staður:                                    Skeifunni 8, Mímir símenntun

Fyrir hverja:                           Trúnaðarmenn, talsmenn og aðra sem félögin vilja senda

 

Félagsmálaskólinn niðurgreiðir námskeiðið um 50%. Kostnaður þátttakanda er kr. 3.500.

 

Skráning fer fram hjá Mími símenntun í síma 580 1800 og í tölvupósti This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Einnig er hægt að skrá sig á vefsíðu skólans, www.felagsmalaskoli.is

 

Ég hvet ykkur til að kynna ykkur þau námskeið sem eru í boði og upplýsa aðra talsmenn sem gætu haft áhuga og þörf á að sækja þau. Nánari upplýsingar um námskeiðin er hægt að fá hjá Félagsmálaskóla alþýðu í síma 53 55 600 og á heimasíðu skólans www.felagsmalaskoli.is

 

 

 

Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands

 

Námskeið á félags og heilbrigðissviði  

Sjá nánar

Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image 'images/Mynd_0293589.jpg'
There was a problem loading image 'images/Mynd_0293589.jpg'

Lesa meira: Nuddnámskeið Á haustmánuðum verða      

Svæðanudd

 námskeiðin eingöngu kennd

 

 um helgar. Haldin verða tvö

Í svæðanuddi er farið inná öll kerfi líkamans gegnum iljar, rist og ökkla. Kennsla er 18 kennslustundir. Haldið verður eitt námskeið þar sem kynnt verður hugmyndafræði og saga svæðanudds. Eftir námskeiðið á fólk að geta nuddað heilnudd sjálfstætt.  Kennt verður helgina 31. okt. 1. nóv.    Kennsla fer fram frá kl. 9.30 16.15

 vöðvanuddsnámskeið I og

 Verð 22.000

 eitt framhaldsnámskeið fyrir

 

 þá sem vilja dýpka

Vöðvanudd

 þekkingu sína í nuddi. Síðan

Í líkamsnuddi er kennt að nudda bak, háls og höfuð og andlit. Kennsla er 18 kennslustundir. Haldin verða tvö námskeið. Fyrra, helgina   19. 20. sept.

 verður haldið eitt

Seinna, helgina  17. 18. okt. 

 svæðanuddsnámskeið

Kennsla fer fram frá kl. 9.30 16.15

 

                                    

Verð 22.000

 

Framhaldsnámskeið í vöðvanuddi

Þar verður kennt að nudda fætur, hendur, kvið, og brjóstkassa.

Kennt verður helgina 21. 22. nóv.

Kennsla fer fram frá kl. 9.30 16.15

 

Verð 22.000.

 

Hámarksfjöldi nemenda á hvert námskeið er takmarkaður við 8 manns til að hægt sé að leiðbeina hverjum og einum sem best.  

Ath. Víða taka verkalýðsfélög þátt í kostnaði við námskeið. Hafið samband og fáið nánari upplýsingar í síma 8220727.

 

                                  Gunnar L. Friðriksson

Nuddari F.Í.H.N.

www.gufubad.net