Niðurskurðurinn veldur stórauknu álagi á starfsfólk, með tilheyrandi eftirmálum; óbætanlegu heilsutjóni, kvíða og óöryggi. Er ekki mál að linni?

 

 

Stjórn Sjúkraliðafélags Íslands lýsir yfir miklum áhyggjum vegna fyrirhugaðs niðurskurðar á heilbrigðisþjónustu landsmanna. Niðurskurður á fjárveitingum til sjúkrahúsa og annarrar heilbrigðisþjónustu  skerðir þjónustu við  alla sem þurfa á henni að halda.

2007 kom aldrei til starfsmanna heilbrigðisþjónustunnar. Til þeirra hefur árum saman verið gerð krafa um aðhald, sparnað og niðurskurð sem  orðið hefur verið við af fremsta megni. Afleiðing niðurskurðar undangenginna ára kemur fram í skertri þjónustu við sjúklinga og stórauknu álagi á heimilin. Heilbrigðisþjónusta á vegum sveitarfélaganna stendur ekki lengur undir þeim kröfum sem til hennar eru gerðar vegna sparnaðar og  óviðunandi starfsaðstöðu sem kemur fyrst og síðast niður á þeim sem hennar eiga að njóta.

 Gott heilbrigðiskerfi byggir á störfum velmenntaðs starfsfólks, góðum starfsanda og sameiginlegum metnaði til að gera góða þjónustu betri.  Gott heilbrigðiskerfi er annað og meira en umbúðir.  Gott heilbrigðiskerfi byggist upp á löngum tíma,  það er því mjög alvarlegt þegar slíkri uppbyggingu er stefnt í voða til langs tíma vegna tímabundinna erfiðleika þjóðarinnar

Sjúkraliðar skora á heilbrigðisráðherra að gera allt sem í hans valdi stendur til að koma í veg fyrir frekari niðurskurð heilbrigðisþjónustunnar. Sjúkraliðar benda á,  að til þess að ná fram frekari sparnaði án skerðingar á þjónustu verði að gæta þess að rétt fólk sé á réttum stað,, menntun heilbrigðisstarfsmanna og hæfni sé nýtt.  Félagið leggur áherslu á að breytingar verði aðeins framkvæmdar á grundvelli hlutlægs mats valdra einstaklinga sem hafnir eru yfir allan grun um hagsmunagæslu fyrir einstaka hópa eða stéttir.

Félagið varar ráðherra við að  handahófskenndur niðurskurður getur snúist upp í andhverfu sína með stórauknum kostnaði fyrir samfélagið.

 

 

 

Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image 'images/Mynd_0640501.jpg'
There was a problem loading image 'images/Mynd_0640501.jpg'

 

Sjúkraliðafélagið aðstoðaði félagsmann við málshöfðun fyrir héraðsdómi Reykjavíkur.

 

Sjúkraliðafélagið aðstoðaði félagsmann við málshöfðun fyrir héraðsdómi Reykjavíkur gegn einkafyrirtækinu Alhjúkrun ehf. árið 2008 (mál nr. E-3958/2008).

Lesa meira: Sjúkraliðafélag Íslands vinnur mál gegn Alhjúkrun

Málavextir voru þeir að sjúkraliði sem er félagi í Sjúkraliðafélagi Íslands (SLFÍ) réð sig til starfa hjá Alhjúkrun. Í ráðningarsamningi milli aðila var ekki vísað til neins kjarasamnings. Sjúkraliðinn taldi að laun hennar væru lægri en kjarasamningar SLFÍ kváðu á um en Alhjúkrun mótmælti því og taldi að ráðningarsamningur aðila gilti. Í 1. gr. laga nr. 55/1980 segir að þau kjör sem kjarasamningar kveði á um skuli vera lágmarkskjör fyrir alla launamenn í viðkomandi starfsgrein. Dómurinn taldi ekki skipta máli hvort Alhjúkrun ehf væri aðili að kjarasamningum við SLFÍ eða ekki. Fyrirtækið gæti ekki borið fyrir sig að framangreint lagaákvæði ætti ekki við um það þar sem það hefði ekki veitt neinum umboð til að gera kjarasamning fyrir sína hönd. Héraðsdómur taldi að Alhjúkrun hefði verið í lófa lagt að gera kjarasamning eða veita öðrum umboð til þess. Fyrir lá í málinu að Samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu (SFH) hefðu gert kjarasamning við SLFÍ. Dómurinn taldi að Alhjúkrun gæti ekki borið fyrir sig að fyrirtækið stæði utan við atvinnurekendasamtök er gera kjarasamninga og halda því síðan fram að ákvæði 1. gr. l. nr. 55/1980 ætti ekki við um starfsmenn þess og gæti því greitt starfsfólki sínu lægri laun en kjarasamningar segja til um. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ráðningarsamningur sjúkraliðans hefði fært honum lægri laun en gildandi kjarasamningur SLFÍ hefði gert og voru því kröfur sjúkraliðans teknar til greina.

 

Þann 24. september s.l. staðfesti Hæstiréttur niðurstöðu héraðsdóms en dóminn í heild má sjá hér: http://www.haestirettur.is/domar?nr=6092

Hæstiréttur hefur staðfest niðurstöðu héraðsdóms í máli félagsmanns Sjúkraliðafélags Íslands gegn Alhjúkrun ehf. um að fyrirtækinu beri að greiða starfsmanninum laun samkvæmt kjarasamningum Sjúkraliðafélagsins.

 

 

 

Nýjar fréttir á síðu Reykjavíkurdeildar

 

Vakin er athygli á að á heimasíðu SLFÍ er komin linkur inn á upplýsingasíðu BSRB, þar sem hægt er að fá svar við ýmsum spurningum sem vakna um réttindi félagsmanna.

 

Síðan er aðgengileg í glugga vinstra megin á forsíðunni undir fyrirsögninni Spurt og svarað

 

 

Vegna vinnufundar starfsmanna verður skrifstofa Sjúkraliðafélags Íslands lokuð, þriðjudaginn 22. september frá kl. 09.00 - 13.30.

 

 

Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image 'images/Mynd_0634730.jpg'
There was a problem loading image 'images/Mynd_0634730.jpg'

skráning fer fram á skrifstofu félagsins

 

 

Lesa meira: Námskeið í sparnaði 

 

 

 Í dag, fimmtudaginn 10. september 2009, mættu fulltrúar Sjúkraliðafélags Íslands á fund með heilbrigðisráðuneytinu og fulltrúa Landlæknisembættisins.

Tilefni fundarins var að koma því á framfæri að undanfarnar vikur og mánuði hafa æ fleiri kvartanir borist frá starfandi sjúkraliðum inn á borð Sjúkraliðafélags Íslands. Þar lýsa þeir áhyggjum sínum af því ástandi sem nú er víða orðið viðvarandi í heilbrigðiskerfinu. Áhyggjurnar beinast m.a. að því að þegar auknar byrðar leggjast á sífellt færri og færri starfsmenn komi það fram í lélegri þjónustu við skjólstæðingana. Sérstaklega hafa kvartanir borist af slæmu ástandi varðandi hjúkrun aldraðra. Í mörgum tilvikum telja sjúkraliðarnir svo langt gengið að komið sé niður fyrir öryggismörk.

 

 

 

Sjúkraliðafélag Íslands taldi nauðsynlegt að koma þessum áhyggjum sjúkraliða  á framfæri við heilbrigðisyfirvöld, svo ekki sé síðar meir hægt að áfellast sjúkraliða ef til alvarlegra slysa kemur í störfum þeirra.

 

Mikið hefur verið rætt og ritað um þá skömm sem hvílt hefur yfir því hvernig farið var með ungt fólk sem vistað var á meðferðarheimilum um miðja síðustu öld. Á þessum heimilum voru vistaðir einstaklingar, sem vegna aldurs síns gátu ekki borið hönd fyrir höfuð sér fyrr en mörgum árum seinna, þegar þeir höfðu tök á að segja frá.

 

Þeir skjólstæðingar kerfisins sem hér um ræðir eru á öðrum aldri og koma því ekki til með að fá nokkurn tímann tækifæri til að láta líðan sína í ljós. Sjúkraliðafélag Íslands telur það skyldu allra sem að þessum málaflokki koma að standa vörð um skjólstæðinga sína og sjá um að mannleg reisn þeirra verði virt í hvívetna.

 

10. september 2009

 

Fyrir hönd Sjúkraliðafélags Íslands,

Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður

 

Boðað hefur verið til fundar með fulltrúum Sjúkraliðafélags Íslands í Heilbrigðisráðuneytinu nú kl. 10:00 ásamt fulltrúa Landlæknisembættisins. 

 

Fundurinn er boðaður vega ábendinga félagsins um það ástand sem hefur skapast í heilbrigðiskerfinu.

Áhyggjurnar beinast að því að um leið og auknar byrðar leggjast á færri og færri starfsmenn ásamt því að sífellt færra fagfólk er til staðar, kemur það fram í lélegri þjónustu við skjólstæðinga þeirra.

Í mörgum tilvikum telja þeir að svo langt sé gengið að komið sé niður fyrir öryggismörk.

Félagið telur að koma þurfi áhyggjum sjúkraliða á framfæri við heilbrigðisyfirvöld svo ekki sé hægt að áfellast sjúkraliðana ef til alvarlegra slysa komi í störfum þeirra.

 

Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image 'images/Mynd_0293589.jpg'
There was a problem loading image 'images/Mynd_0293589.jpg'

Lesa meira: Nuddnámskeið 

 

 

Ný nuddnámskeið

á haustönn að hefjast

Sjá nánar  

Sjúkraliðafélag Íslands hefur óskaði eftir álitii lögfræðings BSRB á reglum sem settar hafa verið á Hrafnistunum, Vífilsstöðum og Víðinesi hvernig staðið verði að vottun veikinda. Félagið telur að um gróft brot á kjarasamningi sé um að ræða.

 

Álit lögfræðingsins hefur verið sent til forstjóra Hrafnistuheimilanna Pétur Magnússon.

Sjá álit