Næsti hádegisfyrirlestur á vegum Rannsóknastofu í vinnuvernd verður haldinn föstudaginn 6. nóv. nk. í Háskóla Íslands Odda,
stofu 201 frá  kl. 12:00 13:00 og hefur hann yfirskriftina: Úr veikindum í vinnu, samvinna um snemmbært inngrip.


Fyrirlesari er Ingibjörg Þórhallsdóttir sérfræðingur hjá Starfsendurhæfingarsjóði. Hún mun fjalla um mikilvægi tengingar starfsendurhæfingar  við atvinnulífið og rökin fyrir þeirri nálgun.

Sem fyrr er aðgangur ókeypis og allir velkomnir

 

 

Það er algengt að leitað sé til trúnaðarmanna um hin ýmsu mál sem upp koma á vinnustöðum. Sum hver eru léttvæg og fylgja amstri hversdagsleikans en önnur mál eru þung og viðkvæm.  Í þessari vinnustofu verður trúnaðarmönnum gefinn kostur á því að taka þátt í umræðum um hvernig gagnlegt er að koma að sumum þeim málum sem upp kunna að koma. Þátttakendur geta komið með mál sem þeir eru að glíma við og rætt við aðra trúnaðarmenn og sérfræðinga um þau.  Ekki er þörf á að vera með sérstök mál til að taka þátt í vinnustofunni.  Dæmi um atriði sem eru rædd eru eineltismál, samskiptaerfiðleikar, vantraust, kynferðisleg áreitni, hlutverk trúnaðarmanns á krísutímum og ágreiningur samstarfsmanna.

Vinnustofan er fyrir trúnaðarmenn sem vilja dýpka eigin þekkingu og færni í að takast á við trúnaðarmannahlutverkið af enn meiri festu og öryggi en áður.

 

Meðal þess sem tekið er fyrir á námskeiðinu:

·         Hlutverk trúnaðarmannsins

·         Ráðgjafarhlutverkið

·         Að vera faglegur og þekkja sín eigin mörk

·         Siðferði og traust í trúnaðarmannahlutverkinu

 

Leiðbeinandi:                         Eyþór Eðvarðsson

Dags:                                      12. nóvember 09:00 12:00

Staður:                                    Skeifunni 8, Mímir símenntun

Fyrir hverja:                           Trúnaðarmenn, talsmenn og aðra sem félögin vilja senda

 

 

Félagsmálaskólinn niðurgreiðir námskeiðið um 50%.  Kostnaður þátttakanda er kr. 4.500.

 

Skráning fer fram hjá Mími símenntun í síma 580 1800 og í tölvupósti This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..  Einnig er hægt að skrá sig á vefsíðu skólans, www.felagsmalaskoli.is.

 

 

 

 


 

 

Kvenfélagasamband Íslands afhenti Elínu Björgu Jónsdóttur nýkjörnum formanni BSRB blóm í dag í tilefni af því að hún er fyrsta konan sem gegnir því embætti.

Sjá nánar
 

 Talsvert er um að félagar í samtökum opinberra starfsmanna á Norðurlöndunum komi í heimsókn til BSRB til að kynna sér efnahagsástandið á Íslandi eftir hrunið. Í síðustu viku tók BSRB á móti tveimur hópum, annars vegar frá Fagforbundet í Stavangri í Noregi og hins vegar frá SKFT í Lundi í Svíþjóð. Sjá nánar

http://www.bsrb.is/um-bsrb/frettir/nr/1579/

 

 

Því miður varð að fella niður námskeiðið     Staða, hlutverk og framtíð verkalýðshreyfingarinnar

 

sem halda átti þriðjudaginn 3. nóvember

 

Með kveðju

 

María S. Haraldsdóttir

 

Starfsmaður Félagsmálaskóla alþýðu

 

 

Minnt er á almennan félagsfund sem haldinn verður á vegum Sjúkraliðafélags Íslands í dag. 

 

Fundurinn verður á Grettisgötu 89.

Sent er út í fjarfundi

Fjarfundurinn í Stykkishólmi verður í Egilshúsi.

Sjá dagskránna

 

Fleiri náms- og starfsráðgjafar virkjaðir í þágu atvinnuleitenda.

náms- og starfsráðgjöf fyrir atvinnuleitendur.  Á vegum fræðslu- og símenntunarmiðstöðva starfa náms- og starfsráðgjafar, sem munu með þessum samningi  taka þátt í að ná til atvinnuleitenda  sem tryggðir eru innan atvinnuleysistryggingakerfisins og hvetja þá til virkni.

Á  miðvikudag var undirritaður samningur milli Vinnumálastofnunar, KVASIS, samtaka fræðslu- og símenntunarmiðstöðva  og Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins  um

Atvinnuleysi er nú yfir 7% á landsmælikvarða, en mismunandi eftir svæðum. Mest er atvinnuleysið á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Þörfin fyrir náms- og starfsráðgjöf hefur aukist mjög mikið án þess að fjárveitingar  hafi aukist í sama mæli  til að mæta ráðgjafaþörfinni á vegum Vinnumálastofnunar.

 

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur á grundvelli samnings ASÍ og SA við menntamálaráðuneytið greitt fyrir náms- og starfsráðgjöf hjá símenntunarmiðstöðvum. Umfang þess starfs eru um 7 föst stöðugildi náms- og starfsráðgjafa á 10 fræðslu- og símenntunarmiðstöðvum um allt land . Auk þess hefur verið svigrúm til að greiða fyrir meiri vinnu námsráðgjafa eftir þörfum á hverju svæði fyrir sig.  Það má því reikna með að sú aukning sem verður í náms- og starfsráðgjöf með þessum samningi sé  á bilinu 7-9 þúsund einstaklingsviðtöl á ársgrundvelli. Það er góð viðbót við þá ráðgjafaþjónustu sem Vinnumálastofnun veitir en á þjónustuskrifstofum hennar starfa um 20 ráðgjafar sem geta áorkað um 20 25 þúsund einstaklingsviðtölum á ári.  

Markmiðið með samningnum er fyrst og fremst að ná til þess stóra hóps sem er án framhaldsskólamenntunar og hefur verið lengst á atvinnuleysisskrá. Þeir sem hafa eingöngu grunnskólapróf, sem síðustu prófgráðu eru um 30% fólks á vinnumarkaði, en yfir 50% þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá. Sami hópur er einnig stærstur af þeim sem eru langtímaatvinnulausir .

Það er þekkt staðreynd að langtímaatvinnuleysi getur haft varanleg áhrif á andlegt ástand og atvinnuhæfni fólks . Það er því sérstaklega  mikilvægt að hægt sé að grípa inn í þá þróun fyrr en síðar.

Atvinnuleitendur geta á grundvelli þessa samnings átt von á að vera kallaðir til skylduviðtals   á vegum fræðslu- og símenntunarmiðstöðvanna, en ekki eingöngu hjá Vinnumálastofnun  eins og áður hefur verið.

Nánari upplýsingar veita:

Inga Dóra Halldórsdóttir, sími 863-0862

Gissur Pétursson, sími 898-4507

Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir, sími 898-1778

 

Mynd:  Inga Dóra Halldórsdóttir, formaður KVASIS, samtaka fræðslu- og símenntunarmiðstöðva, Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar og Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins skrifa undir samninginn.

  

 Síðasti skráningardagur

 

                  
Umhverfi og starfsemi verkalýðshreyfingarinnar hefur breyst mikið á undanförnum áratugum. Fjallað verður um stéttarfélögin sem hagsmunasamtök. Þá verður gerð grein fyrir skipulagi á íslenskum vinnumarkaði, samtökum launafólks og atvinnurekenda. Einnig verður samskiptum á vinnumarkaði gerð skil og hvernig þau hafa þróast.  Fjallað um hnattvæðinguna, breytingarnar á íslenskum vinnumarkaði og stöðu verkalýðshreyfingarinnar. Leitað verður svara við spurningunni um verkefni  verkalýðshreyfingarinnar við breyttar aðstæður og hvernig hún getur best sinnt hlutverki sínu.  Markmið námskeiðsins er að þátttakendur þekki helstu einkenni íslensks vinnumarkaðar og hlutverk stéttarfélaga í samfélaginu

Leiðbeinendur:                       Halldór Grönvold og Lögfræðideild ASÍ

Dags:                                      3. nóvember 09:00 12:00

Staður:                                    Skeifunni 8, Mímir símenntun

Fyrir hverja:                           Trúnaðarmenn, talsmenn og aðra sem félögin vilja senda

 

 

Félagsmálaskólinn niðurgreiðir námskeiðið um 50%.  Kostnaður þátttakanda er kr. 3.300.

 

Skráning fer fram hjá Mími símenntun í síma 580 1800 og í tölvupósti This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..  Einnig er hægt að skrá sig á vefsíðu skólans, www.felagsmalaskoli.is.

 

 

 

 

Málstofa umFötlunarfræði

Kl. 13.00-15.00 í sal 102 Háskólatorgi

 

Áhugamál stúlkna með Asperger-heilkenni og svipaðar raskanir á einhverfurófi

Laufey Gunnarsdóttir og Snæfríður Þóra Egilson

 

Velgengni fólks með þroskahömlun á almennum vinnumarkaði

María Guðsteinsdóttir og Hanna Björg Sigurjónsdóttir

 

The operationalization of disability in policy and practice

James G. Rice

 

Upphaf notendastýrðrar þjónustu á Íslandi

Vilborg Jóhannsdóttir, Freyja Haraldsdóttir og Rannveig Traustadóttir