BSRB vill réttlátt skattkerfi - 19. nóv. 2009

'Á næstu vikum verður tekist á um skattastefnuna á Alþingi og einnig utan þings því í þjóðfélaginu eru skiptar skoðanir og mismunandi hagsmunir þegar skattkerfið er annars vegar. Vegna þess hve tekjur ríkis og sveitarfélaga hafa fallið af völdum bankahrunsins og keðjuverkandi afleiðinga þess er ekki um annað að ræða en grípa til róttækra aðgerða. Að öðrum kosti verður ekki hægt að stoppa upp í fjárlagagatið,' segir í grein eftir Elínu Björgu Jónsdóttur formann BSRB í Morgunblaðinu í gær. Sjá nánar