Öflug almannaþjónusta - aldrei eins mikilvæg og nú - 20. nóv. 2009

Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image http://bsrb.is/files/Svunta---Adalfundur-2009-1_780582604.gif
There was a problem loading image http://bsrb.is/files/Svunta---Adalfundur-2009-1_780582604.gif

 

Svunta---Adalfundur-2009-1_780582604.gifÁ aðalfundi BSRB í dag var samþykkt ályktun um mikilvægi almannaþjónustunnar og var fyrirhuguðum niðurskurði mótmælt harðlega. Í ályktuninni segir m.a.: Niðurskurður velferðarþjónustunnar er dýrkeyptur og bitnar ekki einungis á þeim sem eiga undir högg að sækja heldur samfélaginu öllu. Þá leiðir niðurskurður á almannaþjónustunni til aukins atvinnuleysis sem þjóð­­félagið sjálft þarf að fjármagna með atvinnuleysisbótum og félagslegum úrræðum. Auk þess bitnar hann ekki síst á konum sem búa nú þegar við óviðunandi launamun.'  Í ályktuninni er einnig fjallað um þrepaskipt skattkerfi og önnur tæki til tekjujöfnunar, auðlegðarskatt, óbeina skatta og fleira.