Málþing: - 23. nóv. 2009

 

 

Morgunverðarmálþing haldið í samvinnu Bandalags háskólamanna og Stofnunar stjórnsýslufræða HÍ

Málþinginu er ætlað að vekja athygli á skyldum sérhæfðra fagstétta gagnvart skjólstæðingum, samfélagi og sjálfum sér og mikilvægi þess að þeim sé gert kleift að rækja þessar skyldur á niðurskurðartímum. Aðhald í rekstri hins opinbera má ekki verða til þess að draga úr gæðum sérhæfðrar þjónustu. Hætta á slíku skapast ef þrengt verður að sí- og endurmenntun og mannekla verður þess valdandi að fagfólki verður gert ókleift að veita sérhæfða þjónustu í samræmi við nýjustu og bestu þekkingu. Er ráðamönnum stætt á því að boða annars vegar umtalsverðan niðurskurð og hins vegar að þjónusta muni haldast óskert?

8.00 Skráning og morgunverður
8.30 Inngangur Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM
8.40 Skyldur fagmanna og ábyrgð samfélags - Salvör Nordal, Siðfræðistofnun HÍ
8.55 Stjórnsýsla og stjórnun á niðurskurðartímum - Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri
9.10 Reynslubankinn:
Erum við með munnkörfu? Vilborg Oddsdóttir, Félagsráðgjafafélagi Íslands
Fagmennska forgangsröðun Guðfinna Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Sálfræðingafélags Íslands
9.30 Samantekt og pallborðsumræður Guðlaug Kristjánsdóttir