Kveðjur til baráttusveitar ljósmæðra 4. september 2008.

 

Sjúkraliðar hafa fylgst með baráttu ljósmæðra af aðdáun og virðingu og sendir þeim stuðnings og baráttukveðjur. Ljósmæður mega vita að sjúkraliðar og forysta þeirra stendur heilshugar að baki þeirra  sem sýna kjark, þor og vilja til að berjast fyrir bættri afkomu, betra og réttlátara samfélagi.

 

Ályktun Sjúkraliðafélags Íslands

Sjúkraliðafélag Íslands lýsir yfir fyllsta stuðningi við baráttu ljósmæðra fyrir bættum kjörum.

Félagið fordæmir ábyrgðar- og áhugaleysi stjórnvalda til að koma til móts við sanngjarnar kröfur ljósmæðra um að menntun þeirra, ábyrgð og sjálfstæði í starfi verði metið til launa. Sjúkraliðar krefjast þess að sami mælikvarði verði lagður til grundvallar við ákvörðun um laun ljósmæðra og sambærilegra karlastétta. Félagið skorar á ljósmæður að láta ekki deigan síga undan óbilgjörnum kröfum viðsemjanda sem einskis svífast í samningum við kvennastéttir til rýrðar á kjörum þeirra eins og nýlegt dæmi sannar. Skaði sem óumdeilanlega kemur niður á þeim sem á eftir koma.

Minnt er á staðfest fyrirheit í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um fyrirhugað átak hennar til að rétt hlut umönnunarstétta. Engin stétt meðal kvenna stendur nær því en ljósmæður að  eiga kröfu á leiðréttingu með vísan til fyrirheits ríkistjórnarinnar, er þá langt til jafnað.

 

 

Sent fjölmiðlum með ósk um birtingu.

 

 

Með kveðju

f.h. Sjúkraliðafélags Íslands

 

______________________________

Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður

 

Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image http://www.bsrb.is/files/1382254858hopurinn-1.gif
There was a problem loading image http://www.bsrb.is/files/1382254858hopurinn-1.gif

 

Frétt af heimasíðu BSRB Nú fer hver að verða síðastur til að skrá sig á fyrsta áfanga trúnaðarmannanámskeiðs BSRB og Félagsmálaskóla alþýðu. Fyrsti áfangi verður kenndur dagana 8. - 10. september. Annar áfangi verður síðan haldinn 15. - 17. september og 22. - 24. september. Námskeiðin eru í BSRB húsinu, Grettisgötu 89, og eru frá kl. 9 til 16 alla dagana. Trúnaðarmannafræðslan sem BSRB og Félagsmálaskóli alþýðu bjóða upp á er metin til 10 eininga á framhaldsskólastigi. Námskeiðið er í fimm  hlutum. Í fyrsta hlutanum er lögð höfuðáhersla á vinnumarkaðinn og verkalýðshreyfinguna, störf og stöðu trúnaðarmannsins. Einnig er fjallað um fjölmenningu á vinnustöðum og samskipti á vinnustað. Í öðrum áfanga er starfsemi stéttarfélaga tekin fyrir, launaútreikningar, fjölmenning á vinnustöðum og vinnuréttur. Námskeiðið fer fram í BSRB - húsinu Grettisgötu 89. Skráning fer fram á skrifstofu BSRB í síma 525 8300 eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Sjá dagskrá annars hluta dagana 15. - 17. september og 22. - 24. september  
Þátttakendur skrái sig í samráði við sitt aðildarfélag.

Trúnaðarmannanámskeiðið hefst í næstu viku

Sjá dagskrá fyrsta hluta dagana 8. - 10. september

Frétt af heimasíðu BSRB

Lesa meira: Hver að verða síðastur
Nú fer hver að verða síðastur til að skrá sig á fyrsta áfanga trúnaðarmannanámskeiðs BSRB og Félagsmálaskóla alþýðu. Fyrsti áfangi verður kenndur dagana 8. - 10. september. Annar áfangi verður síðan haldinn 15. - 17. september og 22. - 24. september. Námskeiðin eru í BSRB húsinu, Grettisgötu 89, og eru frá kl. 9 til 16 alla dagana. Trúnaðarmannafræðslan sem BSRB og Félagsmálaskóli alþýðu bjóða upp á er metin til 10 eininga á framhaldsskólastigi. Námskeiðið er í fimm  hlutum. Í fyrsta hlutanum er lögð höfuðáhersla á vinnumarkaðinn og verkalýðshreyfinguna, störf og stöðu trúnaðarmannsins. Einnig er fjallað um fjölmenningu á vinnustöðum og samskipti á vinnustað. Í öðrum áfanga er starfsemi stéttarfélaga tekin fyrir, launaútreikningar, fjölmenning á vinnustöðum og vinnuréttur. Námskeiðið fer fram í BSRB - húsinu Grettisgötu 89.

Skráning fer fram á skrifstofu BSRB í síma 525 8300 eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Þátttakendur skrái sig í samráði við sitt aðildarfélag.

Sjá dagskrá fyrsta hluta dagana 8. - 10. september

Sjá dagskrá annars hluta dagana 15. - 17. september og 22. - 24. september

 

 

Mánudaginn 11. ágúst kl. 8.00 var byrjað að taka við bókunum, í íbúðir og sumarbústaði félagsins fyrir haustið, athugið að bókað verður í íbúðina í Kaupmannahöfn fram á vorið 2009.

 

Nokkuð er enn laust sjá hér

 

sjá auglýsingu 

Samningur Sjúkraliðafélags Íslands við Samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu (SFH) sem lagður var fyrir í rafrænni atkvæðagreiðslu var samþykktur með meirihluta atkvæða.

 

Svarhlutfall var 37,97%.

Já svöruðu 97 eða 81%.

Nei sögðu 22 eða 18%.

Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image 'images/Mynd_0401018.jpg'
There was a problem loading image 'images/Mynd_0401018.jpg'
There was a problem loading image 'images/Mynd_0401019.jpg'
There was a problem loading image 'images/Mynd_0401019.jpg'

 

Nýráðinn framkvæmdastjóri félagsins, Gunnar Örn Gunnarsson kynnti samninginn Kynningarfundur var haldinn með sjúkraliðum sem starfa hjá Reykjavíkurborg um nýgerðann kjarasamning. Á fundinum var gengið til atkvæðagreiðslu um samninginn. Samningurinn var samþykktur.  
Lesa meira: Sjúkraliðar hjá Reykjavíkurborg samþykktu samninginn
Nýráðinn framkvæmdastjóri félagsins, Gunnar Örn Gunnarsson kynnti samninginn

 

Kynningarfundur var haldinn með sjúkraliðum sem starfa hjá Reykjavíkurborg um nýgerðann kjarasamning. Á fundinum var gengið til atkvæðagreiðslu um samninginn. 

Samningurinn var samþykktur.  

 

Lesa meira: Sjúkraliðar hjá Reykjavíkurborg samþykktu samninginn
Hluti fundarmanna á kynningarfundinum

 

 

 Kynning á nýgerðum kjarasamningi

Reykjavíkurborgar og SLFÍ

 

Fundur verður haldin í salarkynnum BSRB fimmtudaginn 3. júlí kl. 15.30.

Á fundinum verður samningurinn kynntur og að því loknu fer fram atkvæðagreiðsla um nýgerðan kjarasamning.

Mikilvægt að sem flestir mæti og taki þátt í atkvæðagreiðslunni.

 

Sjúkraliðafélag Íslands

 

Skrifað var undir samning við Reykjavíkurborg á áttundatímanum í kvöld, mánudaginn 30. júní. Samningurinn er hliðstæður þeim samningi sem gerður var við fjármálaráðuneytið.

 

 

sjá samning

 

sjá launatöflu


Í dag 23. júní er dagur opinberrar almannaþjónustu samkvæmt samþykkt Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna frá 2002. Í tilefni dagsins skora Alþjóðasamtök starfsmanna í almannaþjónustu, PSI, Alþjóðasamband kennara, EI og Oxfam International, sem eru alþjóðleg hjálparsamtök, á ríkisstjórnir heimsins að leggja fram stóraukna fjármuni til að tryggja menntun og þjálfun heilbrigðisstarfsfólks og kennara um heim allan. Markmiðið er að allir eigi aðgang að heilbrigðisþjónustu og menntun enda sé þar um grundvallarmannréttindi að ræða. Sjá nánar
 

 

Skrifað var undir samkomulag við Samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu (SFH) í dag, mánudaginn 23. júní.

 

Samkomulagið gengur út á sömu kjarabætur (afturvirkt frá 1. maí sl.) og samið var um við fjármálaráðuneytið og undirritað  þann 25. maí sl.  

Efnt verður til rafrænnar atkvæðagreiðslu um samkomulagið á heimasíðu félagsins.

Áður en sjúkraliðar greiða atkvæði fá þeir bréf með sérstöku lykilorði til að komast inn á atkvæðaseðilinn, með útskýringum um samkomulagið. Einnig munu þeir geta kynnt sér samkomulagið á sama stað á heimasíðunni.

Niðurstaða atkvæðagreiðslu um nýgerðan kjarasamning við ríkið:

 

·         Á kjörskrá voru      1250

·         Fjöldi svarenda         545    43,60%

·         Svöruðu ekki            705

·         JÁ sögðu                  458    84%

·         NEI sögðu                 76    14%

·         Skiluðu AUÐU           11      2%