Elín Jónasdóttir sálfræðingur Rauða krossins mun halda fyrirlestur á vegum BSRB og Félagsmálaskóla alþýðu í fundarsölunum á jarðhæð BSRB - hússins þriðjudaginn 11. nóvember kl. 9:00 - 10:30.

 

 
Fyrirlesturinn fjallar um gildi sálræns stuðnings í aðstæðum sem geta valdið áföllum og er hugsaður fyrir trúnaðarmenn aðildarfélaga BSRB.

 

Móttökustaðir fjarfundanna eru:
Ísafjörður, fundarsalur Heilbrigðisstofnunarinnar.
Sauðárkrókur, Sjúkrahúsið á Sauðárkróki.
Akureyri, Símey, Þórsstíg 4.
Egilsstaðir, Þekkingarnet Austurlands, Tjarnarbraut 39e.
Vestmannaeyjar, Viska, Strandvegi 50.
Selfoss, Fræðslunet Suðurlands, Tryggvagötu 25.

 

BSRB býður upp á kaffi og meðlæti á fundunum.

Fyrirlesturinn verður tekinn upp og honum síðan streymt á heimasíðu BSRB.

 

Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image http://www.bsrb.is/files/skuldvefur_1523342525.gif
There was a problem loading image http://www.bsrb.is/files/skuldvefur_1523342525.gif

 

skuldvefur

Opinn fundur var haldinn á vegum BSRB í dag miðvikudaginn 5. nóvember í BSRB - húsinu Grettisgötu 89. Á fundinum var fjallað um skuldastöðu heimilanna og úrræði sem ákveðið hefur verið að grípa til vegna hækkandi lána.
Framsögu héldu: Ragnhildur Arnljótsdóttir ráðuneytisstjóri félags- og tryggingamálaráðuneytisins, Svanhildur Guðmundsdóttir sviðsstjóri þjónustusviðs Íbúðalánasjóðs, Haukur Hafsteinsson framkvæmdastjóri LSR og Ásta S. Helgadóttir forstöðumaður Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna.

Opinn fundur var haldinn á vegum BSRB í dag miðvikudaginn 5. nóvember í BSRB - húsinu Grettisgötu 89. Á fundinum var fjallað um skuldastöðu heimilanna og úrræði sem ákveðið hefur verið að grípa til vegna hækkandi lána.

Fundarstjóri var Helga Jónsdóttir framkvæmdastjóri BSRB. Að loknum stuttum framsögum var opnað fyrir spurningar úr sal.

 

Hér fyrir neðan er linkur inn á glærur frá fyrirlesurunum

 

Sjá nánar
 

 

 

Ákveðið hefur verið að halda opinn fund á vegum BSRB miðvikudaginn 5. nóvember kl. 16:30 -18:00 um stöðu skuldara og úrræði sem ákveðið hefur verið að grípa til vegna stöðugt hækkandi lána vegna efnahagskreppunnar. Fulltrúar stofnana sem mæta eru frá félagsmálaráðuneytinu, LSR, Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna og Íbúðalánasjóði.

 

Fundurinn er öllum opinn og verður auglýstur á morgun þriðjudag. Vinsamlegast takið takið þennan tíma frá og bendið öðrum á fundinn sem gætu haft áhuga.

 

Sjá auglýsingu   http://www.bsrb.is/um-bsrb/frettir/nr/1407/ 

 

 

Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image 'images/Mynd_0432920.jpg'
There was a problem loading image 'images/Mynd_0432920.jpg'
There was a problem loading image 'images/Mynd_0069754.gif'
There was a problem loading image 'images/Mynd_0069754.gif'

 

 

 

 

Lesa meira: Nýtt greiðslufyrirkomulag hjá Framvegis 

 

 

 

 

Ágæti viðtakandi

 

Sjúkraliðafélagið og  Framvegis  taka upp nýtt greiðslufyrirkomulag á námskeiðum hjá Framvegis ætluðum sjúkraliðum.

Með þessu fyrirkomulagi munu sjúkraliðar ekki þurfa að leggja út fyrir námskeiðsgjöldum svo fremi að viðkomandi eigi rétt á úthlutun í Starfsmenntasjóð SLFÍ. 

Af þessu tilefni hefur verið útbúið eyðublað þar sem  Framvegis vottar að viðkomandi hafi sótt um tiltekið námskeið , SLFI vottar að viðkomandi sjúkraliði eigi rétt á úthlutun. Sjúkraliðinn samþykkir síðan að fela Framvegis fyrir sína hönd að innheimta  gjaldið fyrir námskeiðið.

 

Með þessu vonumst við til þess að sjúkraliðar láti ekki efnahagsástandið í landinu stöðva sig í að sækja sér nauðsynlega endurmenntun.  Nánari upplýsingar og eyðublöð má fá á skrifstofu SLFÍ og Framvegis þar sem jafnframt eru veittar nánari upplýsingar um þetta fyrirkomulag.

 

Sjá yfirlit yfir námskeið á vegum Framvegis www.framvegis.is

 

Sjúkraliðafélag Íslands og Framvegis miðstöð um símenntun

  

Lesa meira: Nýtt greiðslufyrirkomulag hjá Framvegis
 

Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image 'images/Mynd_0473840.jpg'
There was a problem loading image 'images/Mynd_0473840.jpg'

Starfsþróun sjúkraliða- könnun á verkefnum sjúkraliða á barnasviði/endurhæfingarsviði LSH.

 

Könnun á verkefnum sjúkraliða á LSH var framkvæmd á barna- og endurhæfingarsviði 30. apríl - 9. júní 2008.

Niðurstöður hafa verið kynntar og fór sérstök kynning fyrir sjúkraliða á barnasviði fram í dag.

 

 

Lesa meira: Starfsþróun sjúkraliða 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sviðstjóri á barnasviði Landspítala háskólasjúkrahúsi ákvað að skipa sérstakan starfshóp til þess að fylgja verkefninu eftir.  Hópnum er ætlað að setja fram starfsþróunaráætlun sjúkraliða á barnasviði LSH. Hópurinn tók til starfa í byrjun október sl. og mun hann skila niðurstöðum til sviðstjóra fyrir 1. desember nk.

Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image 'images/Mynd_0355117.jpg'
There was a problem loading image 'images/Mynd_0355117.jpg'

 

Bendum á neðangreint námskeið sem hentar vel þeim

sem vinna með fólk á öllum aldri  s.s. starfsmenn félagsmiðstöðva, starfsmenn í heimaþjónustu,

starfsfólki skóla, sem og starfsfólki í umönnun og heilbrigðisgeiranum. Námskeið þetta er ekkert

sérstaklega ætlað heilbrigðisstarfsmönnum.

 

Fíkniefni og hjúkrun vímuefnaneytenda

20 kennslustundir

Fjallað er um flokkun ávana- og fíkniefna, verkun þeirra, misnotkun

og fráhvarfseinkenni, svo eitthvað sé nefnt. Fjallað er um efni í

einstökum flokkum, s.s. morfín, díazepam, amfetamín, kókaín,

E-pilluna, LSD, lífræn leysiefni, vínanda (etanól) og tóbak. Einnig

er fjallað um meðferð fíkniefnaneytenda og alkóhólista og meðvirkni,

þ.e. áhrifin sem neyslan hefur á fjölskyldu fíkniefnaneytandans (alkóhólistans).

 

Leiðbeinendur: Bryndís Þóra Þórsdóttir lyfjafræðingur og Salbjörg Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur.

 

Tími:

5. nóvember kl. 17:00-20:50

6. nóvember kl. 17:00-20:50

10. nóvember kl. 17:00-20:50

11. nóvember kl. 17:00-20:50

 

 Verð: 35.000 kr. 

 

Lesa meira: Framvegis

 

 

 

 

Skráning www.framvegis.is

 

;

Þar mun Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild HÍ fjalla um uppsagnir út frá sjónarmiðum mannauðsstjórnunar.

Vegna þess ástands sem nú ríkir á vinnumarkaðnum býður Rannóknastofa í vinnuvernd upp á aukahádegisfyrirlestur MIÐVIKUDAGINN 29. OKTÓBER nk........ Þar mun Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild HÍ fjalla um uppsagnir út frá sjónarmiðum mannauðsstjórnunar.

Vegna þess ástands sem nú ríkir á vinnumarkaðnum býður Rannóknastofa í vinnuvernd upp á aukahádegisfyrirlestur MIÐVIKUDAGINN 29. OKTÓBER nk........

Uppsagnir er eitt af því erfiðasta sem starfsmenn upplifa. Uppsagnir eru líka erfiðar fyrir stjórnendur sem þurfa að standa frammi fyrir slíkum ákvörðunum. Starfsmenn sem eftir sitja og sleppa við uppsögnum upplifa einnig erfiða tíma. Uppsagnaferlið er flókið og vandmeðfarið. Í þessum hádegisfyrirlestri verður fjallað um uppsagnir út frá sjónarhorni mannauðsstjórnunar,rætt verður um aðferðir, undirbúning og eftirfylgni.

Fyrirlesturinn verður haldinn í Háskóla Íslands, ÖSKJU, STOFU N132 KL.

12.30 - 13.15. Allir velkomnir

Með kveðju,

Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir

forstöðumaður/director

Rannsóknastofa í vinnuvernd

Research Centre for Occupational Health and Working Life Gimli, Háskóli Íslands, 101 Reykjavík, Iceland

> phone: + 354 525 4176

> fax: + 354 525 4179

> mobile: + 354 8978846

> http://www.riv.hi.is

 

 

 

Skrifað hefur verið undir viðræðuáætlun við Launanefnd sveitarfélaga. Sjá viðræðuáætlun Fulltrúar félagsins bentu fulltrúa Launanefndar á að mikils ósamræmis gætti í launasetningu félagsins og þeirra félaga sem samið hafa fyrir félagsliða. Það mál þyrfti að skoða sérstaklega í  ljósi þess að Launanefndin hafi ekki spilað út 2,8% sem félagið hafi fengið fjárveitingu fyrir til sveitarfélaganna. Sú fjárveiting hafi verið ætluð til að lagfæra þann mismun sem orðið hafi í kjörum sjúkraliða annars vegar og félagsliða og ófaglærðra hins vegar. Tekið var undir að þetta þyrfti að skoða. Því var komið á framfæri að félagið væri í málaferlum við sveitarfélögin vegna sömu 2,8 prósentanna .  
  

 

Skrifað hefur verið undir viðræðuáætlun við Launanefnd sveitarfélaga.

 

Sjá viðræðuáætlun

 

Fulltrúar félagsins bentu fulltrúa Launanefndar á að mikils ósamræmis gætti í launasetningu félagsins og þeirra félaga sem samið hafa fyrir félagsliða. Það mál þyrfti að skoða sérstaklega í  ljósi þess að Launanefndin hafi ekki spilað út 2,8% sem félagið hafi fengið fjárveitingu fyrir til sveitarfélaganna. Sú fjárveiting hafi verið ætluð til að lagfæra þann mismun sem orðið hafi í kjörum sjúkraliða annars vegar og félagsliða og ófaglærðra hins vegar. Tekið var undir að þetta þyrfti að skoða. Því var komið á framfæri að félagið væri í málaferlum við sveitarfélögin vegna sömu 2,8 prósentanna .