Framtíðin - með eða án krónu - 3. des. 2008

 

 

Opinn fundur verður á vegum BSRB á morgun fimmtudag 4. desember kl. 16:00 17:30 í BSRB húsinu Grettisgötu 89. Yfirskrift fundarins er Framtíðin - með eða án krónu. Framsögu hafa Gylfi Zoëga prófessor við Háskóla Íslands og Jón Þór Sturluson aðstoðarmaður viðskiptaráðherra.

Á fundinum verður fjallað um framtíðarþróun efnahagsmála á Íslandi. Hvert stefnir og hversu löng verður kreppan?

Fundarstjóri verður Helga Jónsdóttir framkvæmdastjóri BSRB.

Að loknum framsöguerindum verður opnað fyrir fyrirspurnir úr sal.

(Athugið breyttan fundartíma kl. 16 í stað 16:30)