Fjölmenni á velheppnuðum útifundi á Ingólfstorgi - 25. nóv. 2008


Fjölmenni sótti útifund BSRB, Félags eldri borgara í Reykjavík, Landssamtakanna Þroskahjálpar og Öryrkjabandalags Íslands, á Ingólfstorgi síðdegis í dag. Á fundinum var samþykkt ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld að beita öllum tiltækum ráðum til að verja velferðarkerfið sem byggt hefur verið upp af almenningi á undanförnum áratugum. Þegar kreppi að í samfélaginu sé mikilvægt að beita velferðarkerfinu til jöfnunar. Áralangri baráttu fyrir réttlátu þjóðfélagi megi ekki kasta á glæ. Sjá nánar