Lokun öldrunardeildarinnar Sels á FSA mótmælt - 25. nóv. 2008

 

Starfsmenn Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar mótmæla harðlega lokun öldrunardeildarinnar Sels á sjúkrahúsinu. Starfsmenn deildarinnar héldu fund í gær, 24. nóvember, og samþykkti fundurinn ályktun þar sem skorað er á stjórnendur FSA að draga ákvörðunina til baka.

'Starfsmenn FSA á Seli mótmæla harðlega ákvörðun stjórnenda FSA sem er þar að lútandi að hætta starfssemi í Seli með svo skömmum fyrirvara. Þetta hefði í för með sér fjöldauppsagnir og verulega skerðingu á þjónustu og gengur þvert á það sem nú er brýnast að gera, stórefla velferðarþjónustuna og styrkja öryggisnet fjölskyldnanna.

BSRB hefur á undanförnum misserum margoft bent á hve þröngur stakkur mörgum samfélagsstofnunum er sniðinn og að það hamli því að þær geti sinnt þjónustuhlutverki sínu. Niðurskurður á framlögum til þessara stofnana nú er glapræði og hefur BSRB hvatt alla landsmenn til að mótmæla þessum einhliða ráðstöfunum.

Starfsmenn í Seli skora á stjórnendur FSA eindregið til að drag ákvörðun sína til baka um að loka Seli og flytja starfssemi þess í Kristnes og leita annarra leiða til hagræðingar í samstarfi og samráði við starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar, samtök launþega, fjöldahreyfingar sjúklinga, öryrkja, eldri borgara og annarra aðila sem hagsmuna hafa að gæta varðandi gæði og skilvirkni heilbrigðiskerfisins.'