Laugardagur 26.5.

                            Dagskrá fyrir almenning kl. 11 17.30.

                Lúðrasveitin Svanur.

                Hugvekja: Séra Sigfinnur Þorleifsson.

                Reykjavíkurborg afhendir Kleppi listaverkið Piltur

                og stúlka eftir Ásmund Sveinsson.

                KK spilar og syngur.

                Útigrill.

                Opið hús á Kleppi, Laugarási 71,Hátúni 10A deild

                28 og unglingageðdeild BUGL.

                Kynningarbásar hagsmunasamtaka sem láta sig 

                málefni geðveikra varða.

                Handverkssýning.

                Tónlistar- og skemmtiatriði.

                Málþing um fordóma gagnvart geðsjúkdómum kl. 

               14 í samkomusalnum

                Á Kleppi. Erindi og umræður:

                                 Ingibjörg Ragnarsdóttir notandi.

                                 Gunnhildur Bragadóttir aðstandandi.

                                 Magnús Skúlason geðlæknir.

                                 Einar Már Guðmundsson rithöfundur.

               Sigmundur Ernir Rúnarsson fréttastjóri verður

               fundarstjóri.

               Hamrahlíðarkórinn syngur.

 

                                                    Sunnudagur 27.5.

                                          Dagskrá í Árbæjarsafni kl. 14.

                Jóhannes Bergsveinsson geðlæknir flytur erindi um

                Þórð Sveinsson fyrsta lækninn á Kleppi.

                Gunnar Kvaran leikur á cello á undan.

               

 

Þessa dagana fer fram kosning til formanns Sjúkraliðafélags Íslands.

 

 

Atkvæðaseðlar hafa verið sendir út til þeirra sem eru á kjörskrá.  Ef einhver telur sig eiga að fá atkvæðaseðil en ekki fengið getur viðkomandi snúið sér til eftirfarandi aðila.

 

Sjá hér 

Fyrsti fundur nefndar á vegum Landlæknis um mönnunarvanda hjúkrunarstétta var haldinn í dag. Á fundinn mættu fulltrúar landlæknisembættisins,
Anna Björg Aradóttir og Lára Scheving Thorsteinsson.
Fyrir Sjúkraliðafélag Íslands, Kristín Á. Guðmundsdóttir og fyrir Félag Íslenskra hjúkrunarfræðinga

 

Elsa B. Friðfinnsdóttir.
Þeir sem ekki náðu að mæta á fundinn í dag voru Birna Ólafsdóttir, SLFÍ , Anna Stefánsdóttir forstjóri LSH og Þórunn Ólafsdóttir forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.


Anna Björg Aradóttir fór yfir ástæðu þess að landlæknir skipaði nefndina, Ástæðuna sagði hún vera að formaður Sjúkraliðafélag Íslands hafi fengið fund með landlækni ásamt fulltrúum félagsins. Á fundinum hefði hún gagnrýnt störf embættisins vegna aðgerðaleysis á skortinum, sem verið hefur á sjúkraliðum til margra ára. Niðurstaða þess fundar hafi verið að skipa nefndina.

Í máli fulltrúa Sjúkraliðafélagsins Kristínar Á. Guðmundsdóttur, kom fram að margar samverkandi ástæður væru að hennar mati fyrir því að ungt fólk færi ekki í sjúkraliðanám, og einnig fyrir því að sjúkraliðar störfuðu ekki við fagið. Meðal annars mætti líta til þess að ekki hefðu orðið neinar breytingar á viðurkenndum störfum og starfsviði sjúkraliða frá því að sjúkraliðar útskrifuðust frá Sjúkraliðaskólanum. Hinsvegar hefðu störf breyst fram og til baka eftir því hver stjórnaði í það og það skiptið.
Síðan fór Kristín yfir það, hvernig störf sjúkraliða hefðu þróast í Danmörku. Breyta þyrfti starfsviði íslenskra sjúkraliða til samræmis við það sem þar er að gerast. ef ungu fólki ætti að þykja fýsilegt að fara í sjúkraliðanám hér á landi. Jafnframt lagði hún fram gögn sem sýndu fram á að nám sjúkraliða á Íslandi og í Danmörku væru talin sambærileg af danska menntamálaráðuneytinu. Á meðan að þriggja anna viðbótarnám á Íslandi næði ekki að viðurkennast til sambærilegs grunnstarfssviðs og í Danmörku, væru danskir sjúkraliðar að bæta við sig sex mánaða námi og væru að taka við umfangsmiklu starfssviði innan sjúkrahúsa.


Elsa B. Friðfinnsdóttir fór yfir þá umræðu sem á sér stað innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga,. Hún sagði að á nýafstöðnu fulltrúaþingi félagsins væri mjög jákvæð umræða um endurskoðun á störfum og starfssviði sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga. Jafnframt var rætt um þörfina á að endurskoða nám beggja stéttanna, með það í huga að nám sjúkraliða nýtist til eininga í hjúkrunarnámi í Háskóla Íslands. Hún sagði að mörg ný tækifæri væru að opnast fyrir hjúkrunarfræðinga í framtíðinni, sérstaklega með tilkomu nýrra laga um heilbrigðisþjónustu.
Allir sem sátu fundinn voru sammála því að allt of mikil stöðnun hefði verið í þessum málum í mörg ár og því væri brýnt að hefja þá vinnu sem þyrfti til þess að breyta þessu.

Næsti fundur verður boðaður sem fyrst með tölvupósti
 

Við settningu á Sjúkraliðanum sem verið er að senda út til félagsmanna, slæddist inn sú leiða prentvilla að Kristín Á. Guðmundsdórrir er sögð Kristín H. Guðmundsdóttir.

 

Þrátt fyrir þessa leiðu villu, þótti ekki ástæða að prenta blaðiða að nýju, eftir samþykki Kristín  að láta það fara út svona. 

 

Ritstjórn

Icelandic for foreigners

 

Íslenskukennsla Framvegis í samvinnu við Alþjóðahús

Kennsla í íslensku 1 fyrir byrjendur hefst mánudaginn 14. maí. Námskeiðin eru 30 kennslustundir. Kennt er á mánudögum og miðvikudögum klukkan 17- 19 og frá klukkan 19 - 21 eða á þriðjudögum og fimmtudögum frá klukkan 19 21. Íslenska 2 er einnig 30 kennslustundir og fer kennsla fram á þriðjudögum og fimmtudögum frá klukkan 17 19. Íslenska 3 verður auglýst sérstaklega.

Íslenska 1. Er ætluð byrjendum í málinu. Lögð er áhersla á hugtök og talmál. Íslenska 2 Er ætluð þeim sem eru lengra komnir. Íslenska 3. Er ætluð þeim sem hafa nokkur tök á málinu. Verð á námskeiðin er krónur 15.000 auk 2.000 króna vegna námsefnis.

Skráning er í rafpóst This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. Taka skal fram nafn, kennitölu, heimilisfang, síma og þjóðerni. Upplýsingar eru veittar í síma 581 49 14 milli klukkan 10 12 alla virka daga.

Kennarar eru Helga Guðrún Loftsdóttir, Jóna Dís Bragadóttir og Bergur Tómasson

 Upplýsingar um námskeiðin á ýmsum tungumálum verða fljótlega á heimasíðu Framvegis www.framvegis.is  

 

Kveðjur starfsfólk Framvegis

 

Búið er að gera leiðréttingu á stofnanasamningi við heilbrigðisstofnunina á Sauðarkróki. Samningurinn gildir frá 1. október 2006

 

Samningurinn er á sömu nótum og samningur sem gerður var við Heilbrigðisstofnunina á Blönduósi. Í dag fá sjúkraliðar persónulega hækkun út lóðréttan ás fyrir námskeið sem þeir hafa tekið.

 

Sjúkraliðar Sauðárkróki, til hamingju!

Að venju verður 1. maí kaffi í BSRB - húsinu eftir að baráttufundinum á Ingólfstorgi lýkur kl. 15.00. Allir velkomnir.Sjá nánar

 

Sjúkraliðar fjölmennum í kröfugöngur og á útifundi verkalýðshreyfingarinnar 1. maí.

 

 

Sjúkraliðar mætum öll í kröfugöngu verkalýðshreyfingarinnar 1. maí.  Ræðumaður BSRB á Ingólfstorgi er

Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður SLFÍ

 

Sjá nánar dagskrá  

 

http://bsrb.is/Default.asp?ID=0&type=one&news_id=1237&menuid=

Á ársfundi Landspítala háskólasjúkrahúss fimmtudaginn 26. apríl s.l. sem haldin var í Öskju  náttúrufræðideild HÍ, voru 10 starfsmenn sjúkrahússins heiðraðir fyrir farsæl störf í þágu þess, fyrir framúrskarandi hæfni, þjónustulund og frumkvæði í starfi.

 

Einn þessara starfsmanna er Kristjana Hreinsdóttir, sjúkraliða á lýtalækningadeild spítalans.

Á lýtalækningadeild hefur Kristjana unnið frábært starf við umönnun og hjúkrun sjúklinga sem orðið hafa fyrir alvarlegum bruna. Á deildinni hefur Kristjana verið í lykilhlutverki sem leiðbeinandi sjúkraliðanema. Sjúkraliðum og Sjúkraliðafélagi Íslands er mikill heiður og ánægja þegar félagar þess fá notið viðurkenningar fyrir störf sín.

Heiður þeirra er heiður stéttarinnar og henni til upphefðar.

Kristjana, bestu hamingjuóskir.

 

 

Framboðsfrestur til framboðs formanns Sjúkraliðafélags Íslands rann út í gær, fimmtudaginn  26. apríl.

 

 

Í ljós kom að tveir einstaklingar hafa gefið kost á sér.

 

Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands og

Helga Dögg Sverrisdóttir, formaður Norðurlandsdeildar eystri.

 

Uppstillinganefnd SLFÍ

Í vikunni var haldinn ársfundur norrænna verkalýðsfélaga (NOFS) sem aðild eiga að Evrópusamtökum launafólks innan almannaþjónustunnar (EPSU og EUREC). Á fundinum var fjallað almennt um starfsemi Evrópusamtakanna og þá sérstaklega aðkomu þeirra að þjónustutilskipun Evrópusambandsins. Mestur hluti fundarins fór í umræðu um vinnumarkaðsmál og viðbrögð ríkisstjórna á Norðurlöndum við þeim hluta tilskipunarinnar sem snýr að vinnumarkaði. 
Sjá nánar frétt á heimasíðu BSRB