Ég hvet íslenska fjölmiðla til þess að beina sjónum að mannréttindamálum í ríkari mæli en þeir gera og þá einnig að stöðu verkalýðshreyfingarinnar ekki síst í þeim löndum þar sem íslenskt útrásarfólk' er á ferð. Það kann að vera góðra gjalda vert í einhverjum tilvikum að færa út kvíar á Balkanskaga og í Kína, svo dæmi séu tekin. En þá skyldu menn hafa í huga að hagnaður á kostnað mannréttinda er verri en enginn. Slíkur hagnaður á engan rétt á sér. Sú skylda hvílir á talsmönnum Íslands hvar sem þeir fara að halda fána mannréttinda hátt á loft,' segir Ögmundur Jónasson formaður BSRB í grein á heimasíðu sinni þar sem fjallað er um árlega skýrslu Alþjóðasambands verkalýðsfélaga (ITUC)  um mannréttindabrot og ofsóknir á hendur verkalýðshreyfingunni í heiminum.

 

Sjá nánar
 

Fjölbrautaskólinn við Ármúla / Heilbrigðisskólinn auglýsir eftir umsóknum um framhaldsnám sjúkraliða í öldrunarhjúkrun á vormisseri 2008. Námið er í samræmi við námskrá frá því í nóvember 2001 með síðari breytingum.  Námið hentar sjúkraliðum sem hafa reynslu og áhuga á hjúkrun aldraðra. Námið skiptist í tveggja anna bóklegt nám og 8 vikna launað  vinnustaðanám. Einungis verður boðið upp á staðbundið nám að þessu sinni. Námið  kostar 120 þúsund  krónur, kostnaður skiptist á tvær annir, 60 þúsund krónur  hvor önn.

 

Inntökuskilyrði

Umsækjendur þurfa að vera í starfi og hafa unnið að lágmarki tvö ár sem sjúkraliðar í samfelldu starfi.

Umsækjendur  verða að búa yfir lágmarks tölvulæsi í ritvinnslu og  tölvupósti.

Við val umsækjenda verður höfð hliðsjón af  einkunnum á sjúkraliðaprófi  og endurmenntunarnámskeiðum,  starfsreynslu og meðmælum frá vinnuveitenda.

Þeir umsækjendur njóta forgangs, sem koma frá vinnustað, sem er tilbúinn til þess að taka sjúkraliða í launað verknám á komandi sumri, æskilegt er að viljayfirlýsing þar að lútandi fylgi umsókn.  

Umsóknarfrestur er til 15. nóvember og skal skila umsókn á skrifstofu Fjölbrautaskólans við Ármúla  og skulu fylgja henni eftirtalin gögn:

1 Afrit af prófskírteini vegna sjúkraliðanáms og annars náms/námsskeiða,  sem nýtast í náminu

2 Starfsferilsskrá

3 Meðmæli frá vinnuveitenda

Allar nánari upplýsingar gefur kennslustjóri sjúkraliðabrautar,  netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 5814022. 

Skólameistari

 

Starfslokanámskeið verður haldið í BSRB húsinu 1. hæð Grettisgötu 89, í Reykjavík,

 

dagana 6., 7. og 12. nóvember 2007. Námskeiðið verður frá kl. 16.30 til kl. 19.00

hvert kvöld.

 

Námskeiðið er opið öllum félagsmönnum í BSRB sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu

og mökum þeirra. Námskeiðið er einkum ætlað þeim sem eru að nálgast starfslok eða

eru nýlega hættir störfum.

 

Þátttöku þarf að tilkynna fyrir 2. nóvember á skrifstofu BSRB, sími 5258300. Einnig er

hægt að skrá sig á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. . Námskeiðið er frítt fyrir alla félaga í

aðildarfélögum BSRB og maka þeirra. Sjá nánar

Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image 'images/Mynd_0309163.jpg'
There was a problem loading image 'images/Mynd_0309163.jpg'

 

 

Þeir sem sátu fundinn:

;

Anna Björg Aradóttir, sviðstjóri landlæknisembætti, Guðrún Hildur Ragnarsdóttir, kennslustjóri sjúkraliðabrautar Fjölbrautarskólanum við Ármúla, Helga Helgadóttir, kennslustjóri, Fjölbrautarskólanum Breiðholti,

Til fundarins var boðað til umræðu um menntun sjúkraliða og starfs- og ábyrgðarsvið þeirra.   ;

Lára Scheving Thorsteinsson, verkefnastjóri, landlæknisembættinu, Svava Þorkelsdóttir, deildarstjóri á skrifstofu starfsmannamála, LSH, Birna Ólafsdóttir, formaður fræðslunefndar SLFÍ og Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður SLFÍ

Þeir sem sátu fundinn: Anna Björg Aradóttir, sviðstjóri landlæknisembætti, Guðrún Hildur Ragnarsdóttir, kennslustjóri sjúkraliðabrautar Fjölbrautarskólanum við Ármúla, Helga Helgadóttir, kennslustjóri, Fjölbrautarskólanum Breiðholti, Lára Scheving Thorsteinsson, verkefnastjóri, landlæknisembættinu, Svava Þorkelsdóttir, deildarstjóri á skrifstofu starfsmannamála, LSH, Birna Ólafsdóttir, formaður fræðslunefndar SLFÍ og Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður SLFÍ

Fundur var haldinn í landlæknisembættinu í gær miðvikudaginn 17. október.

Til fundarins var boðað til umræðu um menntun sjúkraliða og starfs- og ábyrgðarsvið þeirra.

Lesa meira: Fundur með Landlæknisembættinu

 

Fyrsti hluti niðurstaðna könnunar meðal forstöðumanna ríkisstofnana- 2007 og mögulegt framhald í ljósi þeirra

Þann 24. október næstkomandi kemur út og verður kynntur fyrsti hluti skýrslu um niðurstöður könnunar meðal forstöðumanna ríkisins, sem fram fór vorið 2007. Kynntar verða niðurstöður varðandi  mat forstöðumanna á fyrirkomulagi launaákvarðana, stjórnunar og starfsmannamála hjá ríkinu og samskiptum stofnana við ráðuneyti. Ennfremur verður rætt hvaða ályktanir megi draga af niðurstöðunum fyrir komandi kjarasamninga, þróun og umbætur í íslenskri stjórnsýslu.

Morgunverðarfundur fjármálaráðuneytisins,Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála
og Félags forstöðumanna ríkisstofnana á Grand hótel
24. október 2007 kl. 8.00-10.00

Á fundinum fjallar stjórnandi rannsóknarinnar Ómar H. Kristmundsson, dósent við H.Í. um viðhorf forstöðumanna til fyrirkomulags launaákvarðana og svigrúmi þeirra til starfsmannastjórnunar. Einnig fjallar Ómar um mat forstöðumanna á samskiptum við ráðuneyti og svigrúm þeirra til stjórnunar faglegra verkefna stofnana og fjárveitingar til þeirra. Hann mun að lokum ræða hugsanlgar aðgerðir af hálfu ríkisins í kjölfar þessara niðurstaðna.
Í vetur fara fram kjaraviðræður við stéttarfélög opinberra starfsmanna og því mikilvægt að horfa til viðhorfa og áherslna helstu stjórnenda ríkisins gagnvart málaflokkinum. Gunnar Björnsson, skrifstofustjóri starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytisins, mun því fjalla um hvernig niðurstöður könnunarinnar koma heim og saman við áform starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytisins í komandi kjarasamningum og almennt varðandi umhverfi stjórnenda ríkisstofnana.
Að loknum þeirra fyrirlestrum gefst tími til fyrirspurna og umræðna.
Fundarstjóri verður Margrét S. Björnsdóttir forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða.

Skráning: http://www.stjornsyslustofnun.hi.is/page/starfsumhverfi
Þátttökugjald er kr. 1.500.- staðgreitt og er morgunverður innifalinn.

Skýrslan sem kemur út þann 24. októbernæstkomandi er hluti af könnun á starfsumhverfi ríkisstarfsmanna, en fyrstu niðurstöður viðhorfskönnunar meðal 16 þúsund ríkisstarfsmanna voru birtar í apríl síðastliðnum. Með könnunni í heild og úrvinnslu hennar gefst einstakt tækifæri til leggja grunn að frekari þróun og umbótum í íslenskri stjórnsýslu.
Könnunin er samstarfsverkefni fjármálaráðuneytisins, Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands og ParX viðskiptaráðgjafar IBM, en Félag forstöðumanna ríkisstofnana hefur veitt mikla aðstoð við undirbúning og framkvæmd hennar.
Nánari upplýsingar um könnunina og einstaka hluta hennar er að finna á slóðinni http://www.fjarmalaraduneyti.

Óskað er eftir tilnefningum til starfsmenntaverðlauna 2007

 

Sjá auglýsingu

SVEIGJANLEG STARFSLOK ÁVINNINGUR ALLRA

 

Hver er ávinningur þjóðfélagsins af atvinnuþátttöku eldra fólks?
Hvað kostar það samfélagið að fólk fer fyrr af vinnumarkaði s.s. vegna örorku eða atvinnuleysis?

Hver verður mannfjöldaþróunin á Íslandi á næstu áratugum og hvaða áhrif hefur það á vinnumarkaðinn?


Stjórnmálamenn, atvinnurekendur, stjórnendur, rannsakendur og áhugafólk um íslenskan vinnumarkað athugið!

Verkefnisstjórn 50 + efnir til fundaraðar um málefni miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði.  

Fyrsti fundur af þremur verður á Grand hótel, Háteigi (salur á 4. hæð) þann 19. október n.k. kl. 8:30-10:00


Dagskrá:

Ávarp Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra.

Sigurður Jóhannesson hagfræðingur á Hagfræðistofnun Háskóla Íslands fjallar um samverkan launa- og lífeyristekna.

Sigríður Lillý Baldursdóttir framkvæmdastjóri þróunarsviðs Tryggingastofnunar ríksins fjallar um kostnað samfélagsins af því að missa fólk fyrr af

vinnumarkaði út frá heilsufarslegum og félagslegum forsendum.

Hannes G. Sigurðsson aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins fjallar um breytingar í mannfjöldaþróun næstu áratuga og áhrif breytinganna á

íslenskan vinnumarkað.


Fundarstjóri:  Gunnar Kristjánsson formaður Verkefnisstjórnar 50+


Nánari upplýsingar um starf verkefnisstjórnarinnar og fundaröðina er að finna á heimasíðu Vinnumálastofnunar
www.vinnumalastofnun.is
Morgunverður verður framreiddur frá kl. 08:00, verð kr. 1.400.-
Æskilegt er að þátttakendur skrái sig á netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Boðað er til almenns félagsfundar með sjúkraliðum sem starfa hjá Samtökum fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu

 

miðvikudaginn 24. október nk. Fundurinn er haldinn að Grettisgötu 89.(BSRB húsinu) kl. 15:00 síðdegis. 

Fundarefnið er endurskoðun á stofnanasamningi félagsins við samtökin. 

NÝTT!!!

 

Hin árlega ráðstefna OA samtakanna á Íslandi (Overeaters Anonymous) verður haldin í safnaðarheimili Seljakirkju, Hagaseli 40, 109 Reykjavík.

Dagskrá ráðstefnunnar er kl. 20:30 22:00 föstudagskvöldið 12. október og kl. 10:00 15:00 laugardaginn 13. október 2007.

Til okkar kemur OA félagi frá Baltimore í Bandaríkjunum með margra ára reynslu af OA leiðinni til að deila með okkur reynslu sinni, styrk og vonum.

Ráðstefnan er opin öllum matarfíklum, jafnt virkum OA félögum sem nýliðum, en fundurinn á föstudagskvöldinu er einnig opinn fyrir aðstandendur og aðra sem hafa áhuga á að kynna sér starf OA samtakanna.

Þátttökugjald er 2.000 kr. á laugardeginum til að standa undir kostnaði við ráðstefnuna, en ef þú átt ekki pening, komdu samt. Á föstudagskvöldinu er ekkert þátttökugjald en potturinn verður látinn ganga.

Þetta er kjörið tækifæri fyrir nýliða til að kynnast OA leiðinni og fyrir lengra komna að styrkja bata sinn.

 

Ágætu trúnaðarmenn!

 

Nú eru síðustu forvöð að skrá sig á trúnaðarmannanámskeiðið sem hefst í Munaðarnesi miðvikudaginn 10. október.

 

 

 

 

Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra við málverk af föður sínum, Sigurði Ingimundarsyni, fyrrverandi formanni BSRB.