Fyrsti Kjaramálafundur félagsins var haldinn í húsakynnum félagsins í dag. Farið var yfir það ástand sem skapast hefur í starfsumhverfi sjúkraliða.

Sjúkraliðar við Heilbrigðisstofnunina á Hvammstanga lýsa yfir eindregnum stuðningi við ályktun fundar sjúkraliða Reykjavíkurdeildarinnar þann 4. des sl.    

 

"Enda þótt manneklan í sjúkra- og aðhlynningarstörfum hafi í för með sér alvarlegustu afleiðingarnar og geti hreinlega leitt til neyðarástands fyrir skjólstæðinga velferðarþjónustunnar verður einnig að skoða af miklu raunsæi hvað gerist ef erfiðleikum er háð að manna almenn skrifstofustörf. Án skipulagningar starfseminnar, bókhalds og annars utanumhalds um rekstur skapast fljótlega ringulreið. Fjármálastofnanir sem á undanförnum árum hafa vaxið og dafnað sem aldrei fyrr soga nú til sín starfsfólk og oftast á mun betri launakjörum en ríki og sveitarfélög bjóða upp á. Ef launakjörin á þessum sviðum opinberrar stjórnsýslu verða ekki löguð í komandi kjarasamningum er ljóst að ríki og sveitarfélög geta ekki keppt við einkamarkaðinn," segir m.a. í grein eftir Garðar Hilmarsson formann Starfsmannafélags Reykjavíkur og Kristínu Á. Guðmundsdóttur formann Sjúkraliðafélags Íslands, sem birtist í Morgunblaðinu í dag.

Reglum um greiðslur Fjölskyldu- og styrktarsjóðs BHM, BSRB og KÍ (FOS) í fæðingarorlofi var breytt 1. júní sl. Þá var horfið frá tekjutengdum greiðslum til mæðra og þess í stað greiddir fæðingarstyrkir til foreldra. Styrkirnir eru jafnháir til karla og kvenna en hliðsjón höfð af starfshlutfalli.  Breytingin varðar foreldra barna sem fæðst hafa eftir 1. júní. Í dag er greiðsla miðað við 100% starf 170 þúsund krónur. Í gildi verður að vera ráðningarsamningur við upphaf fæðingarorlofs. Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð á heimasíðu sjóðsins http://www.fos.is/  

Þær breytingar verða á starfsmannamálum BSRB að Sandra Sv. Nielsen lætur af störfum hjá bandalaginu 31. janúar 2008 en síðasti starfsdagur hennar verður 28. desember. Sandra hefur starfað hjá bandalaginu síðan í ársbyrjun 2002.

"Í kjarasamningum sem gerðir verða á næstu mánuðum og misserum er nauðsynlegt að hafa í huga mikilvægi þess að draga stórlega úr kjaramisréttinu í samfélaginu. Misréttið verður að sjálfsögðu ekki upprætt í kjarasamningum einvörðungu. Í slíkum samningum er hins vegar hægt að leggja lóð sín á vogarskál aukins réttlætis á vinnumarkaði. Það má gera með því að bæta stórlega kjör láglauna- og millitekjuhópa," segir m.a. í grein eftir Þuríði Einarsdóttur formann Póstmannafélags Íslands og Ögmund Jónasson formann BSRB sem birtist í Morgunblaðinu í dag.

Sjá greinina í heild sinni hér á eftir:  

 

Lesa meira: Jólakveðja

 

 

Óskum sjúkraliðum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

 

Þökkum samstarf á árinu sem er að líða.

 

Starfsfólk Sjúkraliðafélags Íslands