Nú hefur verið útbúin ný heimasíða Félagsmálaskóla alþýðu.  www.felagsmalaskoli.is 

 

Þar koma fram helstu atriði sem í boði eru hjá skólanum.  Auk þess er þar að finna efni um einelti og einnig vefnám trúnaðarmannsins.

 

Þið eruð hvött til að skoða heimasíðuna  

 

Afl í þína þágu - Þekking í þágu launafólks  


Afl í þína þágu - Þekking í þágu launafólks


 

 

 

Ögmundur Jónasson formaður BSRB sagði á aðalfundi bandalagsins á föstudag þegar hann mælti fyrir ályktun fundarins að menn yrðu að opna augu fyrir þeim alvarlega vanda sem blasti við innan almannaþjónustunnar. Víða væri orðið erfitt að manna störf og færi ástandið hríðversnandi. Ef ekkert verður að gert blasir við neyðarástand. Það er á ábyrgð viðsemjenda okkar að semja um stórbætt kjör í komandi kjarasamningum enda sýna kannanir að starfsmenn innan almannaþjónustunnar eru að dragast  verulega aftur úr í launum. Ef starfsfólki innan almannaþjónustunnar verður ekki greitt kaup og búið að því eins og best gerist á launamarkaði horfir þar hreinlega til landauðnar á mikilvægu sviðum velferðarþjónustunnar.' Í ályktun BSRB er sett fram krafa um verulegar kjarabætur  auk þess sem lögð er áhersla á að taka verði mið af þörfum fjölskyldunnar þegar samið er um kaup, vinnutíma og önnur kjör.

Sjá nánar
 

Áður auglýstur fundur sem vera átti  27. nóv Frestast til 4. des sjá fréttir á deildarsíðu 

 

Ákveðið hefur verið að fresta áður auglýstum fundi í Vestfjarðardeild, sem halda átti  26. nóv nk fram í janúar á næsta ári.  

 

Landlæknisembættið hefur verið að vinna að leiðum til að vinna bug á manneklu meðal hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða.

 

 
Skortur á sjúkraliðum í nútíð og framtíð er mikið áhyggjuefni. Landlæknisembættið telur mjög brýnt að leita allra leiða til að efla sjúkraliða og styrkja sem eina af lykilstéttum innan heilbrigðisþjónustunnar. Auk þess hefur embættið áhuga á að ná til þeirra sem lokið hafa sjúkraliðanám en sinna öðrum störfum í samfélaginu.
 
Af því tilefni hyggst embættið setja á laggirnar vinnuhóp sem skoði með hvaða hætti sjúkraliðar eru nýttir innan heilbrigðisþjónustunnar í dag með sérstakri áherslu á öldrunarhjúkrun, geðhjúkrun, heimahjúkrun, og endurhæfingarhjúkrun. Jafnframt mun vinnuhópurinn setja fram tillögur um hvort og þá með hvaða hætti megi breyta áherslum í starfi sjúkraliða og starfslýsingum svo starfskraftar þeirra og menntun nýtist sem best og möguleika til stafrsþróunar verði tryggðir til framtíðar.
 
Vinnuhópurinn er skipaður fulltrúum Landlæknisembættisins, Sjúkraliðafélags Íslands, Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Landspítala- háskólasjúkrahúss, hjúkrunarheimila og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Skal vinnuhópurinn taka mið af skýrslum og nefndarálitum sem til eru um þetta efni auk þess að líta til þróunar í þeim löndum sem lengst eru komnar í þessum efnum. Æskilegt er að leitað verði álits hlutaðeigandi sérfræðinga og stjórnenda.
 
Tímamörk: Vinnu hópsins verði lokið fyrir 1. febrúar 2008
 
Tillögur að meðlimum:
Guðmunda Steingrímsdóttir, sjúkraliði, Sóltúni
Ingibjörg Hjaltadóttir, hjúkrunarfræðingur öldrunarsvið LSH
Lilja Stefánsdóttir, hjúkrunarfræðingur, skurðlækningasvið LSH
Ragna Ágústsdóttir, sjúkraliði LSH
Bára Emilsdóttir, sjúkraliði, Heilsugæslustöðin, Mjódd
Þórdís Magnúsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Miðstöð heimahjúkrunar
Kristín Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélagsins
 
Tengiliðir við Landlæknisembættið:
Anna Björg Aradóttir/Laura Sch. Thorsteinsson

 

Stjórn félagsins hefur ákveðið fundasyrpu í félaginu. Farið verður í allar deildir félagsins, þar sem dagskráin verður um

 

    Kjarasamningana framundan
  • Kjarasamningana framundanMenntamál
  • MenntamálStaða félagssjóða
  • Staða félagssjóðaHversvegna við erum í stéttafélagi
  • Hversvegna við erum í stéttafélagi

 

Þegar hafa verið ákveðnir fundir með sjúkraliðum á eftirfarandi stöðum

 Stjórn SLFÍ samþykkti á fundi sýnum sem haldinn var á Egilsstöðum þan 26. okt sl. að fara af stað með fundasyrpu meðal sjúkraliða.

 

Formaður, gjaldkeri, framkvæmdastjóri og formaður fræðslunefndar munu fara á fundi í öllum félagsdeildum á landinu. Farið verður yfir stöðuna varðandi komandi kjarasamninga, menntamál, stöðu félagssjóða SLFÍ og spurninguna hvers vegna erum við í stéttarfélagi. Þegar er búið að boða  til fundar í Suðurlandsdeild þann 14. nóv nk. Hugmyndin er að fundur verði síðan í Vesturlandsdeild þann 15. nóvember.

Stjórn Starfsþróunarsjóðs SLFÍ hefur samþykkt að auka framlög til styrkja vegna námskeiða um 40.000,- kr. yfir tveggja ára tímabil.

 

 

Þessi breyting tók gildi nú frá 1. nóvember og er eingöngu vegna námskeiða í nóvember og til frambúðar. 

 

Nánari reglur verða settar.

 

 

Mánudaginn 29. október s.l opnaði Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, nýjan fræðsluvef Landssamtaka lífeyrissjóða um lífeyrismál. Vefslóðin er www.gottadvita.is Á heimasíðum flestra lífeyrissjóða er hnappur sem hægt er að smella á til að færast á fræðsluvefinn.

Sjá nánar