Efni: Heimild LN til launaflokkshækkunar hjá sjúkraliðum 1 og 2 þ. 1. jan. 2008 - 4. des. 2007

 

 

 

Á fundi samstarfsnefndar LN og Sjúkraliðafélags Íslands þ. 2. nóv. 2007 var eftirfarandi bókað:

 

Erindi frá SLFÍ vegna viðbótarfjármuna frá fjármálaráðuneytinu

SLFÍ lögðu fram upplýsingar um það frá fjármálaráðuneytinu að í fjárheimildum ársins 2006 og framvegis hafi verið gert ráð fyrir sömu viðbótarlaunahækkunum vegna stofnanasamninga sjúkraliða hjá öllum heilbrigðis- og hjúkrunarstofnunum sem ríkissjóður veitir framlög til, þ.m.t. vegna sjálfseignastofnana og sveitarfélaga. Þær nemi 2,8% og tóku gildi 1. október 2006. LN hefur kynnt sér málið og ekki fengið staðfesta þessa hækkun. Í raun eru stofnanir á vegum sveitafélaga í mörgum tilfellum reknar með tapi þar sem daggjöld frá ríkinu duga ekki fyrir rekstrinum.

 

Á fundinum var m.a. rætt um heimildir LN til sveitafélaga til yfirborgana í janúar 2006. Í framhaldi af umræðum var ákveðið að fulltrúar LN muni kynna LN ofangreint erindi á næsta fundi hennar.

 

Þær upplýsingar frá fjármálaráðuneytinu sem vísað er til eru frá Nökkva Bragasyni, á fjáralagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins.

 

Það er ljóst að erfitt er fyrir sveitarfélög og stofnanir að  skilgreina í smáatriðum á hverju fjárveitingar ríkis til öldrunarstofnana eru byggðar. Þess vegna hef ég ekki fengið nákvæma staðfestingu á að þær stofnanir sem nota kjarasamning LN og Sjúkraliðafélags Íslands hafi í raun fengið þessa hækkun frá ríkinu. 

 

Málið var því næst tekið fyrir á fundi Launanefndar sveitarfélaga þ. 13. nóv. 2007 og samþykkt að heimila eins flokks launahækkun til sjúkraliða 1 og 2 frá 1. janúar 2008.

 

Á fundi samstarfsnefndar LN og Sjúkraliðafélags Íslands þ. 19. nóvember 2007 var eftirfarandi fært til bókar:

 

Samþykkt launanefndar um heimild til launahækkunar til sjúkraliða

Á síðasta fundi launanefndar 13. nóvember sl. var samþykkt að heimila eins flokks launahækkun til sjúkraliða 1 og sjúkraliða 2 frá og með 1. janúar 2008.

 

Sjúkraliðafélag Íslands sættir sig ekki við þessa tillögu LN og telur hana algjörlega ófullnægjandi.

 

Framangreindum upplýsingum er hér með komið á framfæri við þær stofnanir og sveitarfélög sem veitt hafa LN umboð til samningsgerðar við Sjúkraliðafélag Íslands. Það er í valdi hverrar stofnunar hvort heimild LN til þessarar hækkunar verði nýtt eða ekki. Þrátt fyrir neikvæð viðbrögð félagsins við þessari heimild tel ég engu að síður æskilegt að viðkomandi launagreiðendur nýti sér hana.

 

Með bestu kveðju,

Karl Bj.