Ögmundur Jónasson formaður NTR
Ögmundur Jónasson formaður BSRB var kjörinn formaður NTR, Nordisk Tjenstemandsråd, á fundi samtakanna í Reykjavík í gær. Aðild að NTR eiga 12 samtök launafólks í Noregi, Íslandi, Finnlandi, Danmörk og Færeyjum sem í eru 400 þúsund starfsmenn í almannaþjónustu, einkum hjá sveitarfélögum.Sjá nánar

 

Starfsmannamál og mannauðsstjórnun hjá Félagsmálaskólanum
Félagsmálaskóli alþýðu heldur námskeiðið Starfsmannamál og mannauðsstjórnun 26. apríl að Grensásvegi 16a, 108 Reykjavík. Námskeiðið stendur í einn dag frá kl. 9 til 16 og er Gylfi Dalmann Aðalsteinsson leiðbeinandi.Sjá nánar
 

 

Heilbrigðishópur Samfylkingarinnar heldur opinn fund með landlækni um öryggi í heilbrigðiskerfinu.

 

 

fimmtudaginn 30. mars kl. 17:30. í húsnæði Samfylkingarinnar að Hallveigarstíg 1, 2. hæð.

 

Allir velkomnir.

 

 

Til kvenna 
                                             

Boð á fyrirlestur og sýningu


Að varðveita eigin sögu og sögu fjölskyldu sinnar


Borgarskjalasafn Reykjavíkur vill bjóða konum á safnið miðvikudaginn 29. mars nk. kl. 19.30 að hlýða á fyrirlestur Guðfinnu Ragnarsdóttur um mikilvægi þess að varðveita eigin sögu og sögu fjölskyldu sinnar og um leiðir til þess. Að fyrirlestrinum loknum verða umræður, boðið upp á kaffiveitingar og að skoða sýningu tengda efninu.


Guðfinna Ragnarsdóttir er ritstjóri Fréttabréfs Ættfræðifélagsins og stórskemmtilegur fyrirlesari. Hún kallar fyrirlestur sinn Ættfræðinnar ýmsu hliðar en í honum fjallar hún um munnlega og skriflega geymd, sögur og sagnir, erfðir af ýmsu tagi, gáfur og gjörvileik, muni og myndir, en ekki síst um gildi ættfræðinnar og ættartengslanna og þá ábyrgð sem á öllum hvílir að varðveita og koma ættarfróðleiknum til skila til komandi kynslóða.

Erindinu fylgir stórfróðleg sýning Guðfinnu Ragnarsdóttur á ættargripum og ættarskjölum frá fjölskyldu hennar, ættrakningum af ýmsu tagi auk korta og mynda. Þar er að finna muni og myndir, sögur og sagnir, ljóð og lausavísur og ættrakningar á ótal vegu; eftir nöfnum og búsetu, í karllegg og kvenlegg, auk fjölbreyttra skjala og skráðra heimilda sem allt myndar okkar ættarsögu. Einnig er brugðið á leik með ættfræðina. Í erindi og á sýningu Guðfinnu má fá frábærar hugmyndir um hvernig megi glæða ættfræðina og ættarfróðleikinn lífi
gera hann spennandi og koma honum á framfæri við komandi kynslóðir.

Guðfinna hefur vakið athygli fyrir að vilja víkka ættfræðihugtakið út; að það sé meira en þurr ættrakning, heldur eiginlega um allt sem okkur viðkomi. Hún leggur áherslu á að rækta sína ætt og koma fróðleiknum áfram til ungu kynslóðarinnar. Maður eigi ekki að bíða með að spyrja, heldur fara strax af stað og
gera  ættarsöguna hluta af manns eigin sögu. Að þekkja eigin sögu geri fólk víðsýnna og þroski það.

Bæði fyrirlestur og sýning Guðfinnu er í Borgarskjalasafni Reykjavíkur, Tryggvagötu 15, 3. hæð. Sýningin er opin virka daga kl. 10 til 16 og er síðasti dagur hennar 31. mars nk. Fyrirlesturinn verður eins og áður sagði miðvikudag 29. mars kl. 19.30 og er ókeypis aðgangur og allir velkomnir.


Um leið má vekja athygli á því að Borgarskjalasafn Reykjavíkur tekur til varðveislu skjalasöfn einstaklinga og er möguleiki að koma með skjalasöfn til safnsins til skoðunar og mats eða óska eftir að fá starfsmann heim. Með skjalasöfnum einstaklinga er til dæmis átt við dagbækur, sendibréf, ljósmyndir, heimilisbókhald, póstkort og uppskriftir.


Vinsamlegast látið ofangreint bréf berast áfram til annarra kvenna. Bréf þetta er sent til kvenna þar sem könnun safnsins hefur sýnt að það eru fyrst og fremst konur sem halda utan um skjöl heimilanna.


Með fyrirfram þökk,Svanhildur Bogadóttir,

borgarskjalavörður

 

 

Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image 'images/Mynd_0152956.jpg'
There was a problem loading image 'images/Mynd_0152956.jpg'
There was a problem loading image 'images/Mynd_0152958.jpg'
There was a problem loading image 'images/Mynd_0152958.jpg'

Fjölmenni var á Góugleði Reykjavíkurdeildar sem haldin var í kvöld föstudagskvöld.

Fjölmargt var til skemmtunar svo sem glæsileg tískusýning. Sýnd voru tískudress frá versluninni Zik Zak, bæði hversdagsflíkur og glæsilegar kvöldflíkur. Happdrættisvinningar hafa aldrei verið fjölbreittari en í ár og fóru margir heim hlaðnir vinningum  eftir vel heppnað kvöld. 

Þórdísi Hannesdóttiur líst vel á það sem fram er borið
Lesa meira: Vel heppnuð Góugleði
Þórdísi Hannesdóttiur líst vel á það sem fram er borið

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sighvatur rafvirki spilaði dinner mússik meðan að borðaður var frábærlega framreiddur veislumatur frá Veisluþjónustunni. Síðan stjórnaði Sighvatur fjöldasöng og spilaði á undir á gítar og að lokum setti hann mikið stuð í mannskapinn þegar að hann fór á skemmtarann og spilaði fyrir dansi. Ekki lét hann þar við sitja heldur brá sér á gólfið með míkrafóninn og dansaði við stelpurnar af mikilli snilld. 

Lesa meira: Vel heppnuð Góugleði
Flottar sýningarstúlkur í tískufötum frá Zik-zak

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fleirri myndir eru í myndaalbúminu Veldu Góugleði 2006

Við viljum mynna á frétt sem sett var hér inn á heimasíðuna um ráðstefnu þar sem flalla á um stöðu þeirra sem vinna vaktavinnu. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Sögu (Súlnasal) frá kl 09-12 á morgun föstudag

 

Mjög mikilvægt er að sjúkraliðar fjölmenni á ráðstefnuna og kynni sér umræðuna

Námskeið í spænsku III hefst hjá Framvegis 4. apríl nk. ef næg þátttaka næst. Skráning fer fram á skrifstofu Framvegis, Síðumúla 6, eða í síma 581 4913.

 

Sjá nánar
 

 Nú er búið að gefa út kjarasamninga félagsins við Launanefnd sveitafélaga og Reykjavíkurborg fyrir árin 2005- 2008 heilstætt á heimasíðunni.

 

Hægt er að fara inn á Kjarasamningar >hér til vinstri á síðunni.  Þar undir er hægt að velja um hvaða kjarasamninga á að skoða.

Enn er verið að vinna að heildstæðri útgáfu kjarasamningsins við Fjármálaráðuneytið

er yfirskrift málþings sem BSRB, BHM, fjármálaráðuneytið, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga stendur fyrir um málefni vaktavinnustarfsmanna. Málþingið er í Súlnasal Hótel Sögu föstudaginn 17. mars kl. 9 - 12. Á málþinginu verða kynntar fyrstu niðurstöður rannsóknarverkefnis sem Rannsóknastofa í vinnuvernd hefur unnið að um kjör og aðstæður vaktavinnufólks.

 

Sjúkraliðafélagið hvetur sem flesta af sínum félagsmönnum til að mæta.

Málið varðar okkur mjög mikið

Sjá nánar
 

;

 

Dagana 13. 16. mars gefst kostur á að fá Trager tíma hjá Jessie J. Kuipers

Dagana 13. 16. mars gefst kostur á að fá Trager tíma hjá Jessie J. Kuipers

Trager þerapista frá Hollandi. Jessie hefur starfað sem Trager þerapisti

Trager þerapista frá Hollandi. Jessie hefur starfað sem Trager þerapisti

síðan 1995 og leiðir nú Trager Introductory Workshops í Hollandi auk þess

síðan 1995 og leiðir nú Trager Introductory Workshops í Hollandi auk þess

sem hún ferðast víða um heim til að kynna Trager. Jessie kennir einnig

sem hún ferðast víða um heim til að kynna Trager. Jessie kennir einnig

Mentastics í Academy for Massage and Movement in Amsterdam.

Mentastics í Academy for Massage and Movement in Amsterdam.

Þetta er einstakt tækifæri fyrir þá sem vilja upplifa sannarlega frábæra

Þetta er einstakt tækifæri fyrir þá sem vilja upplifa sannarlega frábæra

meðferð og einnig fyrir þá sem mögulega hefðu áhuga á að læra Trager þar sem

meðferð og einnig fyrir þá sem mögulega hefðu áhuga á að læra Trager þar sem

það er inngöngskilyrði í námið að hafa fengið Trager meðferð áður.

það er inngöngskilyrði í námið að hafa fengið Trager meðferð áður.

Nánari upplýsingar og bókanir hjá Hjördísi í síma 8993972 eftir klukkan 5

Nánari upplýsingar og bókanir hjá Hjördísi í síma 8993972 eftir klukkan 5

virka daga og nú um helgina og þá næstu.

virka daga og nú um helgina og þá næstu.

Ef þið vitið um einhvern sem hefði áhuga á að prófa Trager eða kynna sér það

Ef þið vitið um einhvern sem hefði áhuga á að prófa Trager eða kynna sér það

betur þá vinsamlega sendið þennan póst á viðkomandi.

betur þá vinsamlega sendið þennan póst á viðkomandi.

Bestu kveðjur,

Bestu kveðjur,

Hjördís Sjafnar Ingimundardóttir

Hjördís Sjafnar Ingimundardóttir

S: 8993972

S: 8993972

Sjá nánar um hvað Trager er   

Sjá nánar um hvað Trager er 

 

 

 

  Þróunaraðstoð í þágu hverra?

 

 

Fundarstjóri:   Guðlaug Þóra Marinósdóttir, SFR

 

Sigríður Víðis Jónsdóttir, blaðamaður