Kaffihúsið Paradís opnar í þjónustumiðstöðinni í Munaðarnesi föstudaginn 9. júní og verður opið í allt sumar fram til 20. ágúst. Þar verður m.a. á boðstólum nýbakað brauð mánudaga, miðvikudaga og laugardagsmorgna. Einnig verður starfrækt lítil verslun eins og undanfarin sumur. Þá verða ýmsar uppákomur í sumar í tengslum við Þjónustumiðastöðina, t.d. verður hægt að horfa á beinar útsendingar frá HM á meðan á heimsmeistaramótinu stendur. Sunnudaginn 10. júní verður menningarhátíð BSRB í Munaðarnesi eins og áður hefur verið greint frá.Sjá nánar
 

 

Gefin hefur verið út mynd á DVD um heilabilun: HUGARHVARF - lífið heldur áfram með heilabilun.
Tilgangur með gerð myndarinnar er að fræða ættingja og umönnunaraðila um mikilvægi þess að viðhalda lífsgæðum þeirra sem greinast með heilabilun. Mynd er því ætluð leikum og lærðum.

Höfundar handritsins eru Þórunn Bára Björnsdóttir, sjúkraþjálfar á öldrunarsviði LSH, Guðrún Hildur Ragnarsdóttir, kennslustjóri sjúkraliðabrautar heilbrigðisskóla FÁ og Berglind Magnúsdóttir, sálfræðingur á öldrunarsviði LSH. Rannsóknastofa HÍ og LSH í öldrunarfræðum RHLÖ mun sjá um dreifingu og sölu á myndinni og hægt að panta hana á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Sjá nánar auglýsinguna
 

 

 

 

Auglýsing um nám á sjúkraliðabraut fyrir umönnunarstéttir (sjúkraliðabrú)

 

Inntökuskilyrði eru að einstaklingarnir séu orðnir 23 ára, hafi að lágmarki 5 ára starfsreynslu við umönnun aldraðra, sjúkra eða fatlaðra, séu starfandi við slíka umönnun og hafi meðmæli frá sínum vinnuveitenda. Auk þess þurfa umsækjendur að hafa lokið starfstengdum námskeiðum á vegum stéttarfélaga, sveitarfélaga og/eða annarra aðila að lágmarki 230 stundir.

Þeir sem uppfylla ofantalin skilyrði skulu að lágmarki ljúka 60 eininga sérgreinanámi sjúkraliðabrautar.

 

Kennslan verður skipulögð sem tveggja ára nám sem hefjist á haustönn 2006 og ljúki á vorönn 2008:

 

Haustönn 2006:HBF103 - HJÚ103 - HJV103 - SKY101 - UTN103 VINXX2 (15 einingar)

Vorönn 2007:    HJÚ203 - LOL103 NÆR103 - SJÚ103   VINXX2  (14 einingar)

Haustönn 2007:HJÚ303 HJÚ403 LÍB101 - LOL203 SJÚ203 - VINXX2 (15 einingar)

Vorönn 2008:  HJÚ503 - LYF103 SÁL103 - SIÐ102- SÝK103 VINXX2 (16 einingar)

 

Skipulag kennslu á haustönn 2006 (15 einingar):

Kennslan fer fram í Fjölbrautaskóla Suðurlands mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga  kl. 16:00 18:05. Kennsla í skyndihjálp (SKY 101) fer fram á helgarnámskeiði og að hluta til kennsla í verklegri hjúkrun (HJV103). Á síðari hluta annarinnar verður auk þess tveggja vikna vinnustaðanám (VINXX2).

 

Umsóknarfrestur er til 12. júní. Umsóknareyðublöð eru á heimasíðu skólans www.fsu.is

og á skrifstofu FSu, Tryggvagötu 25.

 

Skólameistari

 Ágæti viðtakandi.
Með þessu bréfi vil ég vekja athygli þína á því, að þann 6. júní n.k. rennur út frestur til að sækja um diplóma nám í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Ítarlegan kynningarbækling og nánari upplýsingar finnur þú á vefslóðinni: http://www.mpa.hi.is

starfsreynslu. Námskeið diplómanámsins eru öll metin inní MPA-námið kjósi fólk að skipta yfir. Margs konar sérhæfing er möguleg eins og sjá má ef kynningarbæklingur er skoðaður.
Um tvö hundruð manns stunda nú námið, margir  í hlutanámi samhliða starfi og er kennslan skipulögð með hliðsjón af því að auðvelda fólki slíkt. Einnig eru rúmlega tuttugu nemendur víðsvegar af landinu í fjarnámi.  Almenn ánægja er með námið, nemendur margir með mikla starfsreynslu, sem setur svip á kennslutímana. Árlega er farið yfir allt námsframboð, bætt við námskeiðum og endurnýjað eftir því sem tilefni eru til. Í tengslum við námið gefst nemendum tækifæri til að sækja fjölda opinna fyrirlestra og málþinga þar sem fjallað er um mikilvæg álitaefni úr stjórnmálum og stjórnsýslu samtímans.
Einnig er hægt að hefja námið um áramót. Umsóknareyðublöð fást á vefslóðinni: http://www.felags.hi.is/
Nefni að lokum nýtt meistaranám í alþjóðasamskiptum þér til fróðleiks: http://www.felags.hi.is/page/althjodasamskstjr

Boðið er uppá tvær mislangar leiðir til námsloka; Diplóma-nám 15 einingar og MPA-nám (Master in Public Administration) 60 einingar, með starfsþjálfun fyrir þá sem ekki hafa umtalsverða 
 

 
Og ef þú hefur frekari spurningar er þér velkomið að hafa samband við mig.

Með bestu kveðjum,
f.h. aðstandenda námsins,
Margrét S. Björnsdóttir

 

Fjölbrautaskólann Ármúla auglýsir nýja námsleið fyrir fólk í umönnunarstörfum, sem uppfyllir ákveðin skilyrði.

 

Tekið er við umsóknum í Fjölbrautaskólanum Ármúla alla virka daga frá kl 8-15.

 

Á heimasíðu FÁ www.fa.is eða  slóðinni hér að neðan má lesa um þessa nýju námsleið.

 

http://www.fa.is/heilbrigdisskolinn/sjukralidabraut/bru/

 

 

 

 

 

Til að vinna gegn skorti á sérmenntuðum starfsmönnum á sjúkrastofnunum landsins hefur menntamálaráðuneytið samþykkt námskrá fyrir sjúkraliðabrúna, sem er útfærsla af sjúkraliðabraut framhaldsskólanna. Á sjúkraliðabrúnni ljúka nemendur 60 einingum í sérhæfðum áföngum sjúkraliðabrautarinnar auk 8 eininga starfsþjálfunar á sérhæfðum deildum sjúkrastofnana. Inngönguskilyrði eru eftirfarandi: Umsækjandi skal vera a.m.k. 23 ára að aldri, hafa unnið í a.m.k. 5 ár við umönnunarstörf, hafa meðmæli vinnuveitanda síns og hafa lokið 230 stunda námskeiðum á vegum stéttarfélaga eða stofnana í efni tengdu umönnun. Kennt verður bæði í dagskóla og kvöldskóla og er miðað við að nemendur ljúki 15 einingum á önn þannig að námið taki fjórar annir eða tvö ár. Innritun í kvöldskólann hefst 1. júlí á netinu en í ágúst verður innritun á staðnum og verður fyrirkomulagið auglýst nánar síðar. Umsóknir um dagskólanám þurfa að hafa borist eigi síðar en 12. júní nk. og er hægt að innrita sig á www.menntagatt.is.   
Ný braut - sjúkraliðabrúin

Til að vinna gegn skorti á sérmenntuðum starfsmönnum á sjúkrastofnunum landsins hefur menntamálaráðuneytið samþykkt námskrá fyrir sjúkraliðabrúna, sem er útfærsla af sjúkraliðabraut framhaldsskólanna. Á sjúkraliðabrúnni ljúka nemendur 60 einingum í sérhæfðum áföngum sjúkraliðabrautarinnar auk 8 eininga starfsþjálfunar á sérhæfðum deildum sjúkrastofnana.

Inngönguskilyrði eru eftirfarandi: Umsækjandi skal vera a.m.k. 23 ára að aldri, hafa unnið í a.m.k. 5 ár við umönnunarstörf, hafa meðmæli vinnuveitanda síns og hafa lokið 230 stunda námskeiðum á vegum stéttarfélaga eða stofnana í efni tengdu umönnun.

Kennt verður bæði í dagskóla og kvöldskóla og er miðað við að nemendur ljúki 15 einingum á önn þannig að námið taki fjórar annir eða tvö ár.

Innritun í kvöldskólann hefst 1. júlí á netinu en í ágúst verður innritun á staðnum og verður fyrirkomulagið auglýst nánar síðar.

Umsóknir um dagskólanám þurfa að hafa borist eigi síðar en 12. júní nk. og er hægt að innrita sig á www.menntagatt.is.

Á vaktinni með sveigjanlegum stöðugleika er heiti á skýrslu sem Rannsóknastofa í vinnuvernd hefur unnið fyrir starfshóp um málefni vaktavinnustarfsmanna. Í tegslum við kjarasamninga BSRB og BHM veturinn 2004 2005 var gefin út yfirlýsing um að fram færi gagnger endurskoðun á málefnum vaktavinnustarfsmanna með það að markmikði að bæta vinnufyrirkomulag þeirra og gera vaktavinnuna eftiróknarverðari. Skýrslan sem nú kemur út er liður í þeirri vinnu en í mars sl. var haldið málþing um starfsumhverfi vaktavinnufólks. Þeir aðílar sem standa að þessari vinnu eru auk BSRB og BHM, fjármálaráðuneytið, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga.Sjá nánar

 

 

 15. fulltrúaþing Sjúkraliðafélags Íslands fór fram fimtudaginn 18. maí sl. Góð mæting var á þinginu og unnið í fjórum deildum að stefnumálum félagsins. Ályktað var um kjaramál, menntamál og heilbrigðismál.

25 talsmenn stéttarfélaga sem lagt hafa stund á sérskipulagt fjögurra missera rekstrar- og stjórnunarnám brautskráðust frá Símenntun Háskólans á Akureyri sl. föstudag. Námið sem var í samstarfi við viðskiptadeild háskólans og Félagsmálaskóla alþýðu hófst haustið 2004. Í upphafi hvers misseris komu nemendur í háskólann en fyrirlestrar fóru síðan fram í Símenntunarmiðstöðvum á 10 stöðum á landinu. Á myndinni má sjá þrjá talsmenn BSRB sem brautskráðust en það eru Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður SLFÍ, Birna Ólafsdóttir SLFÍ og Arna Jakobína Björnsdóttir Kili.

 

Sjá mynd með því að smella á linkinn hér að neðan

http://www.bsrb.is/news.asp?id=382&news_id=1091&type=one

 

Við brautskráninguna fluttu ávörp: Þorsteinn Gunnarsson háskólarektor, Ingibjörg R Guðmundsdóttir varaforseti Alþýðusambandsins, Ögmundur Jónasson formaður BSRB og Guðmundur Gunnarson formaður Rafiðnaðarsambandsins.

 

Mynnt er á að 15. fulltrúaþing Sjúkraliðafélags Íslands hefst á morgun 18. maí að Grettisgötu 89 (BSRB húsið) kl 13:00

 

Félagar eru hvattir til þess að mæta 

Sjúkraliðabrúin tilbúin

 

Menntamálaráðuneytið hefur ákveðið að bjóða upp á nýja leið til sjúkraliðamenntunnar með svokallaðri brú.  Boðið verður upp á 60 eininga nám með vinnu fyrir ófaglærða starfsmenn á heilbrigðisstofnunum.

Sjá auglýsingu frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla