Norræn ráðstefna um ALS/MND

 

Á Hótel Selfossi

26. og 27. september 2006

Ráðstefna fyrir alla sem vilja kynna sér nýjar leiðir í umönnun langveikra. Fyrir alla sem vilja hlæja með okkur, þó efnið sé grafalvarlegt.

Hvað kostar? Ekki krónu á fyrirlestrana, aðeins að skrá sig. Innifalið er kaffi og hádegisverður báða dagana.

Við bjóðum eftirtalda sérstaklega velkomna: Alþingismenn, ráðamenn sveitastjórna, starfsmenn heimaþjónustu sveitarfélaga, heilbrigðisstarfsmenn, nema í heilbrigðis og félagsgeiranum en ekki síst alla sem áhuga hafa á bættum aðbúnaði langveikra á Íslandi.

Allir fyrirlestrar eru á ensku en verða þýddir jafnóðum á skjá á íslensku.

Sjá dagskrá: 

Ekki ráðum við veðurguðunum. Það sannaðist í gær. Svo mikla þoku gerði þá á Genfarflugvelli að flugumferð þar tafðist með þeim afleiðingum að þeir Alan Leather og Jürgen Buxbaum, sem auglýstir höfðu verið á opnum umræðufundi klukkan 10, í dag, fimmtudag, urðu veðurtepptir. Fyrirlestur þeirra frestast því í sólarhring. Eins og gefur að skilja er ekki við þetta ráðið en við hvetjum alla sem ætluðu að koma á fyrirlesturinn að sækja hann í BSRB húsinu, Grettisgötu 89, klukkan 10 á morgun, föstudag.

 

Sjá nánar
 

Hér fyrir neðan eru slóðir á greinar er birtst hafa í Læknablaðinu á undanförnum árum og eru áhugaverðar m.t.t. beinverndar.
D-vítamín í fæði ungra íslenskra barna
 
Höfundar: Inga Þórsdóttir og Ingibjörg Gunnarsdóttir
 

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin 1996-2001

Höfundar: Brynja Ármannsdóttir, Laufey Tryggvadóttir, Jón Gunnlaugur Jónasson, Elínborg J Ólafsdóttir og Jens A Guðmundsson
 
D-vítamínbúskapur fullorðinna Íslendinga
Höfundar: Örvar Gunnarsson, Ólafur Skúli Indriðason, Leifur Franzson, Edda Halldórsdóttir og Gunnar Sigurðsson
 
Beinþéttni og líkamsþjálfun 70 ára reykvískra kvenna
Höfundar: Sigríður Lára Guðmundsdóttir, Díana Óskarsdóttir og Gunnar Sigurðsson
 
Með kærri kveðju,
Halldóra Björnsdóttir

 

 

BSRB boðar til umræðufundar með tveimur reyndum forystumönnum Alþjóðasamtaka starfsmanna í almannaþjónustu, PSI (Public Services International), fimmtudaginn 6. júlí kl. 10 í húsi BSRB að Grettisgötu 89, 1. hæð.

 

Sjá fréttatilkynningu

 

Í dag 30. júní gaf Íslandspóstur hf. út þá yfirlýsingu að laun allra starfsmanna sem taka laun samkvæmt launatöxtum í kjarasamningi Póstmannafélagsins og Íslandspósts muni hækka um fimmtán þúsund frá og með 1. ágúst 2006. Sjá nánar
 

 

Nú eru laus orlofshús í orlofsbyggðum BSRB. Vikuna 30. júní til 7. júlí eru eitt stórt hús og eitt lítið hús laus í Munaðarnesi og eitt stórt hús í Stóru Skógum. Heitir pottar eru við öll húsin og hægt er að horfa á beina útsendingu frá heimsmeistarkeppninni í knattspyrnu í þjónustumiðstöðinni. Þá er eitt stórt hús laust á Eiðum vikuna 7. - 14. júlí. Ef hús losna vegna sér skrifstofa BSRB um að leigja út þau. Sjá nánar
 

 

'Í dag var haldinn fundur með samninganefnd fjármálaráðuneytisins og forsvarsmönnum BSRB, BHM og KÍ. Þar kom fram að ráðuneytið túlkar endurskoðunarákvæðin mjög þröngt en fulltrúar samtaka launafólks hins vegar vítt enda lítum við svo á að undir sé kjaramálapakkinn allur, heill og óskiptur.' Þetta kemur fram í grein sem Ögmundur Jónasson formaður BSRB ritar á heimasíðu BSRB.Sjá nánar
 

 

 Golfvöllurinn Glanni verður vígður laugardaginn 1. júlí nk. en BSRB á aðild að rekstrarfélagi klúbbsins. Völlurinn er í næsta nágrenni orlofsbyggða BSRB í Munaðarnesi og Stóru Skógum og fá félagsmenn í BSRB helmings afslátt á völlinn. Almennt verð á völlinn er 1800 kr. en félagar í BSRB borga 900 kr. Þetta er níu holu völlur í mjög fögru umhverfi.Sjá nánar

 

Í dag 26. júní féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Haflínu I. Hafliðadóttur, sjúkraliða, gegn Reykhólahreppi.

 

Stefnandi Haflína I. Hafliðadóttir krafðist þess að stefnandi Reykhólahreppur yrði dæmdur til  greiðslu bóta, þar sem framhjá henni hafði verið gengið þegar ráðið var í auglýsta stöðu sjúkraliða á hjúkrunarheimilinu Barmahlíð. Haflína var eini sjúkraliðinn sem sótti um stöðuna. Í stað þess að ráða sjúkraliða til heimilisins voru ráðnir tveir ófaglærðir starfsmenn til starfa. Dómurinn er birtur í heild sinni hér á síðunni og eru sjúkraliðar og aðrir hvattir til þess að lesa hann.

Dómurinn staðfestir það sem Sjúkraliðafélagið hefur haldið fram að ekki sé leyfilegt að ráða aðra en sjúkraliða til sérhæfðra ummönnunar /hjúkrunarstarfa nema að undangengin auglýsing hafi hafi borið árangur.

Sjá dóminn

 

Nefndin hefur lokið störfum og skilað af sér til heilbrigðis og tryggingamálaráðaherra.

Með bréfi dagsettu 28. apríl 2005 skipaði  heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra nefnd sem skyldi ganga frá og skila niðurstöðu í samræmi við efni bókunar með kjarasamningi Sjúkraliðafélags Íslands og Fjármálaráðuneytisins árið 2001, um framtíðarstöðu  sjúkraliðastarfsins.  Formaður nefndarinnar var Ragnheiður Haraldsdóttir, skrifstofustjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti. Aðrir nefndarmenn voru Sólveig Guðmunds­dóttir, yfirlögfræðingur í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti, Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands, Sveinn H. Skúlason, forstjóri Hrafnistu í Reykjavík og Hafnarfirði og Lilja Stefánsdóttir, hjúkrunarfræðingur, sviðsstjóri á skurðlækningasviði Landspítala - háskólasjúkrahúsi.

Sjúkraliðafélagið væntir þess að sú vinna sem lögð hefur verið í þetta málefni, eigi eftir að hafa breytingar í för með sér sem geri það að verkum að heilbrigðisyfirvöld muni leggja meiri mettnað í starfssvið og menntun sjúkraliða í framtíðinni. Það er ljóst að allt of lengi hefur þessi málaflokkur verið lagður á ís. Nú er mál að bretta upp ermar og vinna að fjölgun sjúkraliða og efla starfssvið þeirra, með þeim tillögum sem fram koma í skýslunni.

Starfsmaður nefndarinnar var Guðrún Sigurjónsdóttir, verkefnisstjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti.

Skýrslan


 

 

Framtíð sjúkraliða í hjúkrun innan heilbrigðis og félags greina.

 

Sjá mynd