Alvarlegur skortur á starfandi sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum er yfirvofandi á næstu árum verði ekki gripið til nauðsynlegra ráðstafana. Þetta kom fram í máli heilbrigðisráðherra, Sifjar Friðleifsdóttur, sem kynnti í dag á blaðamannafundi skýrslu Hagfræðistofnunar, Spá um þörf fyrr vinnuafl í heilbrigðiskerfinu. Rúm tvö ár eru liðin frá því samið var um gerð skýrslunnar, en meðal helstu niðurstaðna eru að nýliðun í röðun sjúkraliða er alltof hæg og sama gildi um hjúkrunarfræðinga. Þó hafi þegar verið gripið til þeirra ráðstafana, er varðar hjúkrunarfræðinga, að rýmka numerus clausus í háskólum, þannig að eftir ein fjögur til fimm ár megi búast við að nýliðun haldist nokkuð í hendur við nýliðunarþörf. Fram að þeim tíma megi sjúkrastofnanir hins vegar búa við skort á hjúkrunarfræðingum. Sjá fréttasíðu BSRBHlustið á viðtal við Kristínu Á. Guðmundsdóttur, formann félagsins í morgunútvarpi Sögu í morgun.  

Eins og flestum er kunnugt, eiga heilbrigðisstofnanir í verulegum erfiðleikum með að manna hjúkrunarvaktir sjúkrahúsa og hjúkrunarheimila, eins og reglur gera ráð fyrir. Undirmönnun á þessum vettvang um lengri tíma veldur óhjákvæmilega miklu álagi andlegu sem líkamlegu, afleiðingar þess eru  þreyta, veikindi og uppgjöf eins og segir áskorun sjúkraliða um úrbætur til stjórnenda Hrafnistu.

Í nýjum stofnanasamningi við Landspitala háskólasjúkrahús var lögð aukin áhersla á að sjúkraliðar fengju launahækkun fyrir námskeið sem þeir hafa tekið.

BSRB stendur fyrir Starfslokanámskeiði að Grettisgötu 89 í upphafi næsta árs. Undanfarna vetur hefur bandalagið staðið fyrir starfslokanámskeiðum á höfuðborgarsvæðinu og reynst mikill áhugi fyrir þessum námskeiðum. Fjöldi fólks hefur sótt námskeiðin og er látið mjög vel af þeim. Námskeiðið er frítt fyrir alla félaga í aðildarfélögum BSRB og maka þeirra. Námskeiðið verður haldið dagana 8. 10. og 11. janúar 2007. Námskeiðið hefst kl. 16.30 þessa daga og lýkur kl. 19.00. Þátttöku þarf að tilkynna á skrifstofu BSRB í síma 525 8300 fyrir 4. janúar 2007. Einnig er hægt að tilkynna þátttöku í netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. Sjá nánar