Ábending til trúnaðarmanna - 9. nóv. 2006

 

  

                                              Reykjavík,  7. nóvember 2006

 

Ábending til trúnaðarmanna

Sjúkraliðafélags Íslands

 

Vegna ítrekaðra fyrirspurna til skrifstofu félagsins vill undirrituð formaður Kristín Á. Guðmundsdóttir, vekja athygli trúnaðarmanna á því, að undirskriftasöfnun vegna sjúkraliðabrúarinnar er ekki á vegum Sjúkraliðafélags Íslands. Rétt er að það komi fram að kvartað er undan því, að í einstaka tilvikum hafi trúnaðarmenn  þrýst á félagsmenn að undirrita undirskriftalistann.

 

Trúnaðarmenn ættu að gæta þess að standi þeir að söfnuninni gera þeir það sem einstaklingar og koma ekki fram sem trúnaðarmenn félagsins.

 

 

Með félagskveðju

 

Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður.