Þriðja skeiðið 45+ - 6. nóv. 2006

Þetta námskeið er um miðju lífsins. Það er vel þekkt í sálfræðinni að miðbik ævinnar er þroskaskeið þar sem folk er einna best reiðubúið til að öðlast dýpri innri þroska. Fram að miðjum aldri hafa flestir notað tímann til þess að læra á lífið, lífsreynslan hefur safnast saman, ásamt viðamikilli þekkingu. Vitsmunageta er í hámarki, ólíkt því sem margir halda, og félagsþroski sömuleiðis. Á miðjum aldri skapast gjarnan svigrúm til að nýta sér þessa reynslu og þekkingu og um leið þörf til að njóta lífsins. Þetta er líka það æviskeið þar sem umbrot eru oft talsverð í lífi folks, uppgjör og tímamót í einkalífi og starfi.

 Á námskeiðinu verður farið í leiðir til að skoða eigin lífsskeið, leggja mat á aðstæður í dag og hvernig megi nálgast framtíðina. Þátttakendur fara í gegnum persónulega sjálfsskoðun, hvað varðar félagslíf, atvinnulíf, menntun, ástir og fjölskyldulíf. Reynt verður að svara spurningunum 'Hverju hef ég áorkað?', 'Er ég sátt?', 'Hvert stefni ég?' og 'Hvað vil ÉG fá út út lífinu?'

Kennarar: Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal, sérfræðingar í klínískri sálfræði..
Tími: Þri. 21. nóv. - 5. des. kl: 19:30-22:30 (3x).-
Verð: 24.900.-

Nánari upplýsingar og skráning hér