Námsframboð hjá Félagsmálaskóla Alþýðu á vorönn - 20. nóv. 2006

Kominn er út bæklingur yfir þau námskeið sem verða í boði á vegum Félagsmálaskóla alþýðu á vorönn.

 

 

Bent er á að hér neðar á síðunni er kominn inn linkur á Félagsmálaskólann

 

Félagsmálaskólinn niðurgreiðir námskeiðið um 40%

 

Hádegisverður og kaffi er innifalið í námskeiðsgjaldi og gert er ráð fyrir að þátttakendur séu í hádegismat.

 

Ég vil vekja sérstaka athygli á breyttri tímasetningu námskeiða, en nú hefjast þau kl. 10:00 og þeim lýkur kl. 17:00

 

Þið eruð hvött til að kynna ykkur þau námskeið sem eru í boði og upplýsa aðra talsmenn sem gætu haft áhuga og þörf á að sækja þau. Nánari upplýsingar um námskeiðin er hægt að fá hjá Félagsmálaskóla alþýðu í síma 53 55 636 og á vefsíðu Félagsmálaskólans www.felagsmalaskoli.is.

 

Skráning fer fram hjá Mími símenntun í síma 580 1800 og í tölvupósti This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Einnig er hægt að skrá sig á vefsíðu skólans.  

Skráningu lýkur viku fyrir áætlaðan námskeiðsdag hvers námskeiðs.

Afl í þína þágu - Þekking í þágu launafólks

  
Afl í þína þágu - Þekking í þágu launafólks

 

Sjá bækling

Sjá bækling