Stjórn N-vesturlandsdeildar sendir öllum sjúkraliðum og fjölskyldum þeirra bestu jóla og nýárskveðjur.

 

Í tilefni af 40 ára afmæli Sjúkraliðafélags Íslands var ákveðið að veita Landspítala háskólasjúkrahúsi og starfsmönnum þess viðurkenningu félagsins 'fyrir frábær störf á erfiðum tímum sem tekið hefur á þolrif allra þeirra sem vinna við sjúkrahúsið'.

 

Sjá:

Sjúkraliðafélag Íslands gefur spítalanum listaverk   

Kominn er út bæklingur yfir þau námskeið sem verða í boði á vegum Félagsmálaskóla alþýðu á vorönn.

 

 

Bent er á að hér neðar á síðunni er kominn inn linkur á Félagsmálaskólann

 

Félagsmálaskólinn niðurgreiðir námskeiðið um 40%

 

Hádegisverður og kaffi er innifalið í námskeiðsgjaldi og gert er ráð fyrir að þátttakendur séu í hádegismat.

 

Ég vil vekja sérstaka athygli á breyttri tímasetningu námskeiða, en nú hefjast þau kl. 10:00 og þeim lýkur kl. 17:00

 

Þið eruð hvött til að kynna ykkur þau námskeið sem eru í boði og upplýsa aðra talsmenn sem gætu haft áhuga og þörf á að sækja þau. Nánari upplýsingar um námskeiðin er hægt að fá hjá Félagsmálaskóla alþýðu í síma 53 55 636 og á vefsíðu Félagsmálaskólans www.felagsmalaskoli.is.

 

Skráning fer fram hjá Mími símenntun í síma 580 1800 og í tölvupósti This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Einnig er hægt að skrá sig á vefsíðu skólans.  

Skráningu lýkur viku fyrir áætlaðan námskeiðsdag hvers námskeiðs.

Afl í þína þágu - Þekking í þágu launafólks

  
Afl í þína þágu - Þekking í þágu launafólks

 

Sjá bækling

Sjá bækling

 

Ályktun fundar félagsstjórnar Sjúkraliðafélags Íslands haldinn fimmtudaginn 16. nóvember 2006 að Grensásvegi 16, Reykjavík. Félagsstjórn SLFÍ er skipuð formönnum  níu félagsdeilda sjúkraliða sem eru starfandi ein í hverjum landshluta.

 

 

Skortur á hæfu starfsfólki til hjúkrunarstarfa hefur verið vaxandi vandamál heilbrigðisþjónustunnar um árabil, sem bregðast varð við með einhverjum hætti. Innflutningur á erlendu vinnuafli til að leysa þann vanda er skammgóður vermir og alls ekki ásættanleg lausn til frambúðar. Félagið hefur í fjöldamörg ár leitað leiða til að auka aðsókn ungs fólks að sjúkraliðanáminu með kynningu á starfinu og útgáfu kynningarbæklings o.fl..

Félagsstjórn Sjúkraliðafélags Íslands harmar þá óupplýstu umræðu og undirskriftir sem gengið hafa á vinnustöðum sjúkraliða síðustu vikur um nám á sjúkraliðabrú, sem hófst á haustönninni

 

 

Ein þeirra leiða sem þeim er málið varðar: menntamálaráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti og síðast en ekki síst fulltrúaþingi félagsins, fannst áhugaverð, var að gefa starfsmönnum sem um árabil hafa unnið við aðhlynningu og hjúkrun kost á að afla sér starfsréttinda með aukinni menntun. Menntun sem byggði á reynslu þeirra, þroska og fyrri störfum.

 

Námsskrá menntamálaráðuneytisins gerir ráð fyrir að í engu sé slakað á kröfum í faggreinum.

 

Félagsstjórn hvetur sjúkraliða til að skoða málið af  sannsýni og sanngirni og gera það sem í þeirra valdi stendur til að auðvelda þessum starfsfélögum okkar námið og verða ekki til að leggja stein í götu þeirra.

 

Það er sannfæring félagsstjórnar Sjúkraliðafélags Íslands að með þeim liðsauka sem liggur í brúarförunum eigi sjúkraliðastéttin eftir að eflast.

Sjúkraliðar verum minnugir þess að:

Samstaða er afl sem ekkert fær staðist.

 

Ályktunin var samþykkt einróma með öllum greiddum atkvæðum

 

Öldrunarþjónusta

 

 

  

                                              Reykjavík,  7. nóvember 2006

 

Ábending til trúnaðarmanna

Sjúkraliðafélags Íslands

 

Vegna ítrekaðra fyrirspurna til skrifstofu félagsins vill undirrituð formaður Kristín Á. Guðmundsdóttir, vekja athygli trúnaðarmanna á því, að undirskriftasöfnun vegna sjúkraliðabrúarinnar er ekki á vegum Sjúkraliðafélags Íslands. Rétt er að það komi fram að kvartað er undan því, að í einstaka tilvikum hafi trúnaðarmenn  þrýst á félagsmenn að undirrita undirskriftalistann.

 

Trúnaðarmenn ættu að gæta þess að standi þeir að söfnuninni gera þeir það sem einstaklingar og koma ekki fram sem trúnaðarmenn félagsins.

 

 

Með félagskveðju

 

Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður.

 

Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image 'images/Mynd_0207548.gif'
There was a problem loading image 'images/Mynd_0207548.gif'

Í tilefni af 40 ára afmæli Sjúkraliðafélags Íslands

Lesa meira: 40 ára afmæli                       SJÚKRALIÐAFÉLAG ÍSLANDS

mun félagið halda ráðstefnu með fjölda fyrirlesara

        40 ÁRA

um hlutverk og hlutskipti sjúkraliða.

 

 

Ráðstefnan verður haldinn föstudaginn 17. nóvember n.k. og hefst kl. 13:00 

á fyrstu hæð í BSRB húsinu Grettisgötu 89, Reykjavík.

 

Dagskrá.

12:30-13:00                   Tónlist á meðan gestir koma sér fyrir.

13:00-13:05                   Setning Edda S. Smáradóttir, 

                                    ráðstefnustjóri .

13:05-13:20                   Einsöngur Lóa Jónsdóttir, sjúkraliði.

13:20-13:30                   Ávarp heilbrigðisráðherra Siv Friðleifsdóttir.

13:30-13:45                   Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Framtíðarsýn.

13:45-14:15                   Pelle Nielsen, formaður sjúkraliða í Danmörku 

14:15-14:40                               Kaffihlé

14:40-15:40                   Ingibjörg Hjaltadóttir, sviðsstjóri öldrunar á LSH.

                                    Kynning á rannsóknarverkefni á öldrunarsvið)

15:40-15:45                   Léttar æfingar í sal.

15:40-15:55                   Björk  Erlendsdóttir, nýútskrifaður sjúkraliði.  Væntingar til starfsins.

15:55-16:10                   Sigurbirna Hafliðadóttir, sjúkraliði. Störfin fyrr á arum.

 

 

Ráðstefnan er opin öllum sjúkraliðum þeim að kostnaðarlausu.

Skráning fer fram á heimasíðu SLFÍ http://slfi.is

eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  og í síma 553-9494 fyrir 12. nóvember n.k.

 

 

Að lokinni ráðstefnu verður Sjúkraliðafélag Íslands með opið hús í nýju anddyri Laugardalshallarinnar milli kl. 17:00 og 19.00.

Veittar verða viðurkenningar o.fl.

Boðið verður upp á léttar veitingar við ljúfa tóna.

Sjúkraliðar hjartanlega velkomnir.

 

Listahorn.

Þennan sama dag kl. 11:00 verður opnað listahorn á fyrstu hæð í BSRB húsinu, þar sem sjúkraliðar sýna verk sín.

Sýningin stendur yfir til 24. nóvember.

 

Skráning fer fram undir álit.

 Ráðstefna á Grand Hótel 24. nóvember 2006

 

Sjá dagskrá

Þetta námskeið er um miðju lífsins. Það er vel þekkt í sálfræðinni að miðbik ævinnar er þroskaskeið þar sem folk er einna best reiðubúið til að öðlast dýpri innri þroska. Fram að miðjum aldri hafa flestir notað tímann til þess að læra á lífið, lífsreynslan hefur safnast saman, ásamt viðamikilli þekkingu. Vitsmunageta er í hámarki, ólíkt því sem margir halda, og félagsþroski sömuleiðis. Á miðjum aldri skapast gjarnan svigrúm til að nýta sér þessa reynslu og þekkingu og um leið þörf til að njóta lífsins. Þetta er líka það æviskeið þar sem umbrot eru oft talsverð í lífi folks, uppgjör og tímamót í einkalífi og starfi.

 Á námskeiðinu verður farið í leiðir til að skoða eigin lífsskeið, leggja mat á aðstæður í dag og hvernig megi nálgast framtíðina. Þátttakendur fara í gegnum persónulega sjálfsskoðun, hvað varðar félagslíf, atvinnulíf, menntun, ástir og fjölskyldulíf. Reynt verður að svara spurningunum 'Hverju hef ég áorkað?', 'Er ég sátt?', 'Hvert stefni ég?' og 'Hvað vil ÉG fá út út lífinu?'

Kennarar: Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal, sérfræðingar í klínískri sálfræði..
Tími: Þri. 21. nóv. - 5. des. kl: 19:30-22:30 (3x).-
Verð: 24.900.-

Nánari upplýsingar og skráning hér

 

Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image http://www.bsrb.is//files/{96c716d0-bf07-425b-bea1-c3f4883588d9}_erheimabest1.gif
There was a problem loading image http://www.bsrb.is//files/{96c716d0-bf07-425b-bea1-c3f4883588d9}_erheimabest1.gif


Lesa meira: Er heima best?
Samtök félagsmálastjóra á Íslandi halda málþing um félagslega heimaþjónustu fimmtudaginn 23. nóvember kl. 13 - 17 í Salnum í Kópavogi. Þingið er ætlað öllum sem láta sig félags- og heimaþjónustu varða, hvort sem þeir koma að málum sem fagfólk, stjórnendur, starfsmenn eða notendur. Fjallað verður um þau mál sem efst eru á baugi, stöðu og þróun, aukna áherslu á nærþjónustu, reynslu af tilraunaverkefnum, rannsóknir og sjónvarmið notenda.Sjá nánar

 

 

Sjúkraliðar á Suðurlandi skora á fjármálaráðherra

Í undirrituðum texta skora sjúkraliðar á fjármálaráðherra að hann hlutist til um að laun þeirra verði leiðrétt með tilliti til þeirra breytinga sem orðið hafa á launum umönnunarstétta í kjölfar kjarasamnings  Sjúkraliðafélagsins.

 

 

Síðastliðinn þriðjudag afhentu fulltrúar sjúkraliða á Suðurlandi: Vestmannaeyjum, Keflavík, Garði, Sandgerði, Grindavík, Hveragerði, Selfossi, Stokkseyri, Hellu, Hvolsvelli og víðar, undirskriftir liðlega 160 sjúkraliða, - af 180 sem eru starfandi í kjördæminu.

sjá myndir

 

 

 

sjá fleiri myndir í myndaalbúmi