Stjórn BSRB, samþykkti á fundi 28. apríl tillögu til stjórnarskrárnefndar þess efnis að aðgangur að drykkjarvatni teljist mannréttindi og að eignarhald á vatni skuli jafnan vera samfélagslegt og skuli það bundið í stjórnarskrá lýðveldisins. Stjórn BSRB hefur sent stjórnarskrárnefndinni tillögu að breytingu á stjórnarskrá Íslands þar sem kveðið er á um þetta. ;Vatn er takmörkuð náttúruleg auðlind og almannagæði sem er undirstaða lífs og heilbrigðis. Aðgangur að vatni telst til grundvallarmannréttinda samkvæmt samþykkt Sameinuðu þjóðanna og byggir tillaga BSRB á þeirri samþykkt. Sem og þeirri staðreynd að í síauknum mæli er litið á vatn sem hverja aðra verslunarvöru og að einkavæðing vatnsveitna hefur mjög færst í vöxt um allan heim. Afleiðingarnar hafa orðið til að auka þann vanda sem fyrir er. ;Í yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna segir m.a.: Eins og varðar önnur mannréttindi, þá hafa ríki skyldu til að virða, vernda og koma í framkvæmd þessum réttindum. ;Stjórn BSRB telur að það verði tryggilegast gert með því að færa nýtt ákvæði inn í stjórnarskrá Íslands þessa efnis. ;Erindi stjórnar BSRB til stjórnarskrárnefndar fylgir hér með. Til að fá frekari upplýsingar vinsamlega hafið samband við Ögmund Jónasson, formann BSRB, sími 894 6503.

Stjórn BSRB, samþykkti á fundi 28. apríl tillögu til stjórnarskrárnefndar þess efnis að aðgangur að drykkjarvatni teljist mannréttindi og að eignarhald á vatni skuli jafnan vera samfélagslegt og skuli það bundið í stjórnarskrá lýðveldisins. Stjórn BSRB hefur sent stjórnarskrárnefndinni tillögu að breytingu á stjórnarskrá Íslands þar sem kveðið er á um þetta.

BSRB leggur til að kveðið verði á um samfélagslegt eignarhald á vatni í stjórnarskrá Íslands
;

Vatn er takmörkuð náttúruleg auðlind og almannagæði sem er undirstaða lífs og heilbrigðis. Aðgangur að vatni telst til grundvallarmannréttinda samkvæmt samþykkt Sameinuðu þjóðanna og byggir tillaga BSRB á þeirri samþykkt. Sem og þeirri staðreynd að í síauknum mæli er litið á vatn sem hverja aðra verslunarvöru og að einkavæðing vatnsveitna hefur mjög færst í vöxt um allan heim. Afleiðingarnar hafa orðið til að auka þann vanda sem fyrir er.

Í yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna segir m.a.: Eins og varðar önnur mannréttindi, þá hafa ríki skyldu til að virða, vernda og koma í framkvæmd þessum réttindum.

Stjórn BSRB telur að það verði tryggilegast gert með því að færa nýtt ákvæði inn í stjórnarskrá Íslands þessa efnis.

Erindi stjórnar BSRB til stjórnarskrárnefndar fylgir hér með.

Til að fá frekari upplýsingar vinsamlega hafið samband við Ögmund Jónasson, formann BSRB, sími 894 6503.

 Sjúkraliðafélag Íslands mynnir á að félagið á í kjarabaráttu um þessar mundir því viljum við hvetja alla félagsmenn að taka þátt í göngum og fundum launamanna um allt land þann 1. maí nk..

 

Í Reykjavík verður safnast saman á Skólavörðuholti framan við Hallgrímskirkju kl. 13.00. Gangan leggur af stað kl. 13.30.  Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur fara fyrir göngunni. Gengið niður Njarðargötu, Sóleyjargötu, Fríkirkjuveg, vestur Vonarstræti, norður Suðurgötu og Aðalstræti inn á Ingólfstorg. Útifundur á Ingólfstorgi hefst kl. 14.10 og er Ögmundur Jónasson formaður BSRB meðal þeirra sem ávarpa fundinn. Fundartími áætlaður 45 mín. Að loknum útifundi býður BSRB félagsmönnum upp á kaffi á 4. hæð í Félagamiðstöðinni að Grettisgötu 89. Yfirskrift fundarins er Einn réttur - ekkert svindl.Sjá nánar

Ráðstefna í Stokkhólmi dagana 18-20 septembre 2005

 

 

Sjá dagskrá á ensku

 

Sjá dagskrá á sænsku

Nýtt blað, Sjúkraliðinn, er að koma út og þar verða upplýsingar um sumardvalarstaði félagsins.

 

 

Hér fyrir neðan til vinstri á síðunni er hægt að skoða blaðið og sumardvalarstaðina á bls. 29 - 37.  Einnig er hægt að skoða orlofsheimili og koma þá sömu upplýsingar fram og eru í blaðinu.

 

Undir orlofsmál er umsóknareyðublað sem hægt er að fylla út og senda beint á skrifstofuna.

 

Sérstök athygli er vakin á að umsóknarfrestur er til föstudagsins 6. maí og verður úthlutað eftir helgina þegar póstur hefur borist.

 

 

Sjá meira

Á vormánuðum verða haldin þrjú nuddnámskeið með svipuðu sniði og verið

                                  Svæðanudd
hefur síðustu tvo vetur. Þó hef ég ákveðið að hafa eitt helgarnámskeið í
 
vöðvanuddi þar sem töluvert hefur verið spurt um það. Námskeiðin sem um
 
ræðir eru:
Í svæðanuddi er farið inn á öll kerfi líkamans gegnum iljar, rist og ökkla.
 
Kennsla er 16 kennslustundir. Haldið verður eitt námskeið þar sem kynnt
verður hugmyndafræði og saga svæðanudds. Eftir námskeiðið á fólk að geta
nuddað heilnudd sjálfstætt.
Kennt verður á fjórum kvöldum frá kl. 17.30-20.30
 
 
                                         17. 18. og . 24. 25. maí.
 
   Verð 15.000.
 
                                     Vöðvanudd
 
      Í líkamsnuddi er kennt að nudda bak, háls og höfuð. Kennsla er 18
kennslustundir. Haldin verða tvö námskeið. Annað námskeiðið verður kennt á
fjórum kvöldum  frá kl. 17.30-20.30.  Eins verður um helgarnámskeið að ræða
þarsem margir hafa lýst áhuga því. Kvöldnámskeiðið verður haldið
 
                                                 3. -4. og10.- 11. maí
 
 
        Helgarnámskeiðið verður haldið helgina,
 
                                                  28. 29. maí.
 
                                       Verð 15.000.
 
 
      Hámarksfjöldi nemenda á hvert námskeið er takmarkaður við 8 manns til
að hægt sé að leiðbeina hverjum og einum sem best.
 
      Ath. Víða taka verkalýðsfélög þátt í kostnaði við námskeið.
Visa Euro . Hafið samband og fáið nánari upplýsingar í síma 8220727.
 
 
Gunnar L. Friðriksson
Nuddari F.Í.N.

 

 

Dagskrá námskeiðsins verður með svipuðu sniði og undanfarin ár. Þátttakendur á námskeiðinu mæta í Munaðarnesi á hádegi 19. april og fer rúta frá BSRB-húsinu, Grettisgötu 89 kl. 10.00. Námskeiðinu lýkur síðdegis 20. april. Rútan fer frá Munaðarnesi kl. 17.15.

Félagið mynnir á

 

Kostnaður er 7.000 kr. á mann, sem félögin greiða fyrir sína þátttakendur og hefur þátttökugjaldið verið óbreytt undanfarin ár. Inni­falið í verðinu var gisting, matur og kostnaður vegna námskeiðsins. Ferða­kostnaður er ekki innifalinn og er mikilvægt að þegar tilkynnt er um þátttöku komi fram hversu margir fara með rútu.

Fræðslunefnd BSRB hefur ákveðið að halda grunnnámskeið fyrir trúnað­armenn í Munaðarnesi dagana 19. og 20. apríl verði næg þátttaka.

 

 

Þeir sem hafa áhuga á þátttöku eru beðnir að hafa samband við skrifstofu BSRB, Grettisgötu 89, í síma 525 8300 fyrir 15. apríl. Nánari upplýsingar um dagskrá námskeiðsins fylgja með þessu bréfi.

 

F.h. fræðslunefndar BSRB

Sigurður Á. Friðþjófsson, upplýsinga- og fræðslufulltrúi BSRB

 

 

 Óska eftir sjúkraliða til þess að annast 55 ára konu sem þarfnast félagslegrar hjúkrunar.

 

Um er að ræða ca þrjá tíma á dag fimm daga vikunnar

Allar upplýsingar eru gefnar í síma 896 3366

 

Eineltissamtökin eru sjálfshjálparhópur sem starfar eftir 12 spora kerfi AA-samtakanna. Samtökin eru ætluð þeim sem hafa einhvern tímann upplifað einelti, hvort sem er í skóla eða á vinnustað og hvort sem eineltið stendur enn yfir eða ekki. Fundir eru haldnir vikulega þar sem þolendur eineltis eiga vísan stuðning þeirra sem hafa sömu reynslu.

Fundir eru á þriðjudagskvöldum kl. 20:00 í húsi Geðhjálpar á Túngötu 7 í Reykjavík. Þeir eru ætlaðir 18 ára og eldri, enda ber oft á góma erfið mál sem eiga ekki erindi til barna. Nafnleyndar er gætt, enda eru það sameiginlegir hagsmunir allra viðstaddra að geta tjáð sig hindrunarlaust.

 

 

Eineltissamtökin halda enga félagaskrá og samtökin eru fjárhagslega sjálfstæð. Kaffisjóður er fjármagnaður með samskotum á fundum.

 

 

rauður linkurfréttir