Stjórn og kjaramálanefnd Sjúkraliðafélags Íslands ákvað í dag að farið yrði í atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls meðal sjúkraliða sem starfa hjá sveitafélögum. Viðræður eru í gangi milli aðila og er næsti fundur ákveðinn á morgun fimmtudag kl 14:30

Starfsmannaskrifstofa Akureyrarbæjar hefur í samráði við  skrifstofu Sjúkraliðafélags Íslands ákveðið að bærin muni greiða út bæði orlofsuppbót og desemberuppbót um næstu mánaðarmót fyrir árið 2005, hvort sem kjarasamningur liggi fyrir eða ekki. Í máli Höllu Margrétar Tryggvadóttur, starfsmannastjóra kom fram að aldrei hafi staðið annað til en að greiða desemberuppbótina og hefur vinna við útreikninga verið í gangi um tíma. Upphæðir bæði desemberuppbótar og orlofsuppbótar verða síðan leiðréttar þegar nýr samningur liggur fyrir
Álit fréttar:
gott að heyra - 24.11.2005 15:04:45
Það er aldeilis jákvætt að sjá að einhver viðbrögð eru við óánægju okkar. Vonandi heldur þetta svona áfram.
Birna
Hvað er að frétta af gangi mála.
Komið þið öll blessuð og sæl. Mig langaði bara að frétta af gangi mála. Eru kjaraviðræður í gangi núna? Kveðja frá Akureyri.
Þorgerður Þorgils.
Sjúkraliðafélag Íslands og Hjúkrunarheimilin Eir og Skjól undirrituðu nú á fjórtanda tímanum í dag kjarasamning  millum aðila. Samningurinn er í samræmi við kjarasamning sem gerður var við sjálfseignastofnanir innan SFH 

Í dag var skrifað undir samkomulag við fjármálaráðuneytið um að félagsmenn í BSRB sem starfa fyrir ríkið fái 26 þúsund króna eingreiðslu í desember sambærilega og á almenna vinnumarkaðinum. Einnig felst í samkomulaginu að áfangahækkun kjarasamninga 1. janúar 2007 verði 2,90% í stað 2,25%.Sjá nánar

 

 

Kjarasamningur sem undirritaður var 24. október við Hjúkrunarheimilin Eir og Skjól var samþykktur með meirihluta greiddra atkvæða. 

Kjarasamningur við Reykjavíkurborg var undirritaður á tíunda tímanum í kvöld, í húsakynnum ríkissáttasemjara. Samningurinn er á líkum nótum og samið var um við ríkið.

 

 

 

Kjarasamningur við Samtök fyrirtæja í heilbrigðisþjónustu hefur verið samþykktur með með miklum meirihluta greiddra. Þáttaka var yfir 50%.

 

Nýji kjarasamningurinn er kominn á heimasíðuna undir hnappinum KJARASAMNINGAR   

Starfslokanámskeið verður haldið í BSRB húsinu dagana 5. 6. og 7. desember. Námskeiðið hefst kl. 16.30 þessa daga og lýkur kl. 19.00. Þátttöku þarf að tilkynna á skrifstofu BSRB í síma 525 8300 fyrir 2. desember. Námskeiðið er opið öllum félagsmönnum í BSRB sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu og mökum þeirra. Námskeiðið er einkum ætlað þeim sem eru að nálgast starfslok eða eru nýlega hættir störfum. Námskeiðið er frítt fyrir alla félaga í aðildarfélögum BSRB og maka þeirra.Sjá nánar
 

 

;

Enska II 30 stundir Egilsstöðum

 

\

Enska II 30 stundir Höfn

Fræðslunet Austurlands mun bjóða uppá eftirfarandi tungumálanámskeið á vorönn:

\

Spænska I 30 stundir Egilsstöðum

  Enska II 30 stundir Egilsstöðum

Fræðslunet Austurlands mun bjóða uppá eftirfarandi tungumálanámskeið á vorönn:

\

Íslenska ritun 20 stundir (möguleiki á að bæta við 10st) Egs.,Seyðisfjörðru og Stöðvarfjörður

Enska II 30 stundir Höfn

  

 

Íslenska fyrir útlendinga

I. Stig

Eskifjörður

Reyðarfj.

 

II.Stig

Egilsstaðir        

Reyðarfj.         

Seyðisfjörður   

Fáskrúðsfj.      

Hornafjörður   

Neskaupst.      

 

III. Stig

Egilsstaðir        

Eskifjörður

 

Kv.

Íris lind

Fræðsluneti Austurlands

471-2838

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

 

 

Reykjavík, 15. nóvember 2005

Fyrirlesturinn verður  kl. 09:00 til 10:30 að Hótel Loftleiðum föstudaginn 18. nóvember nk.

David Hall, prófessor við háskólann í Greenwich í Englandi, heldur erindi um rannsóknir á afleiðingum einkavæðingar á vatnsveitum.

David Hall er forstöðumaður deildar við háskólann í Greenwich sem hefur sérhæft sig í rannsóknum á mismunandi rekstrarformum innan almannaþjónustunnar.

 

Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Erindið verður túlkað.

 

SKRIFSTOFA  BSRB

 
Kærar kveðjur
Sigurður Á. Friðþjófsson
Upplýsinga- og fræðslufulltrúi BSRB
Sími:525 8300, 525 8304
Gsm: 862 2551

 

 

Undirbúningur vegna endurskoðunar stofnanasamninga er í fullum gangi. Búið er að skipa í samstarfsnefndir hjá ríkinu. Stofnanir eru að boða nefndirnar á námskeið um endurskoðunina og verða þau haldin á mismunandi tímum út um allt land. Verkefni samstarfsnefnda er m.a. að endurskoða stofnanasamninginn á sinni stofnun og má því segja að um nokkurs konar samninganefnd sé að ræða. Fyrir liggur að tekin verður upp ný launatafla frá og með 1. maí 2006 og þarf endurskoðun að vera lokið fyrir þann tíma.