Orlofs og desemberuppbót - 24. nóv. 2005

Starfsmannaskrifstofa Akureyrarbæjar hefur í samráði við  skrifstofu Sjúkraliðafélags Íslands ákveðið að bærin muni greiða út bæði orlofsuppbót og desemberuppbót um næstu mánaðarmót fyrir árið 2005, hvort sem kjarasamningur liggi fyrir eða ekki. Í máli Höllu Margrétar Tryggvadóttur, starfsmannastjóra kom fram að aldrei hafi staðið annað til en að greiða desemberuppbótina og hefur vinna við útreikninga verið í gangi um tíma. Upphæðir bæði desemberuppbótar og orlofsuppbótar verða síðan leiðréttar þegar nýr samningur liggur fyrir
Álit fréttar:
gott að heyra - 24.11.2005 15:04:45
Það er aldeilis jákvætt að sjá að einhver viðbrögð eru við óánægju okkar. Vonandi heldur þetta svona áfram.
Birna
Hvað er að frétta af gangi mála.
Komið þið öll blessuð og sæl. Mig langaði bara að frétta af gangi mála. Eru kjaraviðræður í gangi núna? Kveðja frá Akureyri.
Þorgerður Þorgils.