Samtök vegna eineltis - 11. apríl 2005

Eineltissamtökin eru sjálfshjálparhópur sem starfar eftir 12 spora kerfi AA-samtakanna. Samtökin eru ætluð þeim sem hafa einhvern tímann upplifað einelti, hvort sem er í skóla eða á vinnustað og hvort sem eineltið stendur enn yfir eða ekki. Fundir eru haldnir vikulega þar sem þolendur eineltis eiga vísan stuðning þeirra sem hafa sömu reynslu.

Fundir eru á þriðjudagskvöldum kl. 20:00 í húsi Geðhjálpar á Túngötu 7 í Reykjavík. Þeir eru ætlaðir 18 ára og eldri, enda ber oft á góma erfið mál sem eiga ekki erindi til barna. Nafnleyndar er gætt, enda eru það sameiginlegir hagsmunir allra viðstaddra að geta tjáð sig hindrunarlaust.

 

 

Eineltissamtökin halda enga félagaskrá og samtökin eru fjárhagslega sjálfstæð. Kaffisjóður er fjármagnaður með samskotum á fundum.