BSRB leggur til að kveðið verði á um samfélagslegt eignarhald á vatni í stjórnarskrá Íslands - 2. maí 2005

Stjórn BSRB, samþykkti á fundi 28. apríl tillögu til stjórnarskrárnefndar þess efnis að aðgangur að drykkjarvatni teljist mannréttindi og að eignarhald á vatni skuli jafnan vera samfélagslegt og skuli það bundið í stjórnarskrá lýðveldisins. Stjórn BSRB hefur sent stjórnarskrárnefndinni tillögu að breytingu á stjórnarskrá Íslands þar sem kveðið er á um þetta. ;Vatn er takmörkuð náttúruleg auðlind og almannagæði sem er undirstaða lífs og heilbrigðis. Aðgangur að vatni telst til grundvallarmannréttinda samkvæmt samþykkt Sameinuðu þjóðanna og byggir tillaga BSRB á þeirri samþykkt. Sem og þeirri staðreynd að í síauknum mæli er litið á vatn sem hverja aðra verslunarvöru og að einkavæðing vatnsveitna hefur mjög færst í vöxt um allan heim. Afleiðingarnar hafa orðið til að auka þann vanda sem fyrir er. ;Í yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna segir m.a.: Eins og varðar önnur mannréttindi, þá hafa ríki skyldu til að virða, vernda og koma í framkvæmd þessum réttindum. ;Stjórn BSRB telur að það verði tryggilegast gert með því að færa nýtt ákvæði inn í stjórnarskrá Íslands þessa efnis. ;Erindi stjórnar BSRB til stjórnarskrárnefndar fylgir hér með. Til að fá frekari upplýsingar vinsamlega hafið samband við Ögmund Jónasson, formann BSRB, sími 894 6503.

Stjórn BSRB, samþykkti á fundi 28. apríl tillögu til stjórnarskrárnefndar þess efnis að aðgangur að drykkjarvatni teljist mannréttindi og að eignarhald á vatni skuli jafnan vera samfélagslegt og skuli það bundið í stjórnarskrá lýðveldisins. Stjórn BSRB hefur sent stjórnarskrárnefndinni tillögu að breytingu á stjórnarskrá Íslands þar sem kveðið er á um þetta.

BSRB leggur til að kveðið verði á um samfélagslegt eignarhald á vatni í stjórnarskrá Íslands
;

Vatn er takmörkuð náttúruleg auðlind og almannagæði sem er undirstaða lífs og heilbrigðis. Aðgangur að vatni telst til grundvallarmannréttinda samkvæmt samþykkt Sameinuðu þjóðanna og byggir tillaga BSRB á þeirri samþykkt. Sem og þeirri staðreynd að í síauknum mæli er litið á vatn sem hverja aðra verslunarvöru og að einkavæðing vatnsveitna hefur mjög færst í vöxt um allan heim. Afleiðingarnar hafa orðið til að auka þann vanda sem fyrir er.

Í yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna segir m.a.: Eins og varðar önnur mannréttindi, þá hafa ríki skyldu til að virða, vernda og koma í framkvæmd þessum réttindum.

Stjórn BSRB telur að það verði tryggilegast gert með því að færa nýtt ákvæði inn í stjórnarskrá Íslands þessa efnis.

Erindi stjórnar BSRB til stjórnarskrárnefndar fylgir hér með.

Til að fá frekari upplýsingar vinsamlega hafið samband við Ögmund Jónasson, formann BSRB, sími 894 6503.