Einn réttur ekkert svindl - 2. maí 2005

 

 

1. maí ávarp fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík, BSRB, BHM, KÍ og INSÍ:
Stéttarfélög hafa sjaldan haft mikilvægara hlutverki að gegna en í dag né hafa verkefni þeirra verið umfangsmeiri. Ef litið er til þeirra þjóðfélagslegu breytinga sem átt hafa sér stað á síðustu árum, þá verður þetta vaxandi hlutverk stéttarfélaga ljóst: Alheimsvæðingin, aukin markaðsvæðing, samfara stórefldum styrk fjármagnseigenda þar sem valdið hleðst sífellt á færri hendur um leið og það teygir sig út fyrir mörk og íhlutunarrétt þjóðríkja. Ísland er hluti af  þessu alþjóðlega og samtvinnaða viðskiptaneti. Vaxandi áhrif auðhringa og stórfyrirtækja, sem styðjast við markaðssinnaða stjórnmálamenn sækja að réttindum og kjörum launafólks um allan heim. Landið okkar er hluti af smækkandi heimsmynd þar sem verkalýðshreyfingin þarf að verja af fullum þunga þau réttindi og kjör sem við höfum náð með baráttu á síðustu öld, segir í byrjun 1. maí ávarps fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík, BSRB, BHM, KÍ og INSÍ.

Sjá nánar