Tungumálanámskeið BSRB að hefjast - 5. sept. 2005

Tungumálanámskeið BSRB hefjast aftur upp úr miðjum september. Námskeiðin á höfuðborgarsvæðinu eru eins og fyrr á vegum Framvegis, miðstö0ðvar um símenntun. Í haust verður kennd danska, enska, spænska, þýska og íslensk ritun. Fyrstu námskeiðin hefjast 19. september.

 

Símenntunarmiðstöðvar á landsbyggðinni eru að skipuleggja námskeið á sínum vegum og verður vakin athygli á þeim á vef BSRB um leið og námsskráin er tilbúin.

Öll námskeiðin hjá Framvegis eru 30 stundir. Óski þátttakendur eftir verða námskeiðn metin til eininga á framhaldsskólastigi hafi þeir staðið námsmat, en þó ekki fyrr en þrjú námskeið hafa verið tekin í sömu grein og þá fást 3 einingar fyrir.

Verð fyrir 30 stunda námskeið er 18.000 kr.

Námskeiðin eru styrkt af starfsmenntunarsjóðum félaganna samkvæmt úthlutunarreglum þeirra.

Sjá nánar á www.framvegis.is

Sjá nánar á www.framvegis.is

Sjá nánar um skipulag námskeiðanna á höfuðborgarsvæðinu hér.

Sjá nánar um skipulag námskeiðanna á höfuðborgarsvæðinu hér.