Framhaldsnám sjúkraliða á vorönn 2006 - 1. nóv. 2005

Framlenging á umsóknarfresti til 15. nóvember n.k.

Inntökuskilyrði

 

 

Fjölbrautaskólinn við Ármúla / Heilbrigðisskólinn auglýsir eftir umsóknum um framhaldsnám sjúkraliða í öldrunarhjúkrun á vormisseri 2006.  Námið er í samræmi við námskrá frá því í nóvember 2001.  Námið hentar sjúkraliðum sem hafa reynslu og áhuga á hjúkrun aldraðra. Námið skiptist í tveggja anna bóklegt nám og 8 vikna  vinnustaðanám á launum. Einungis verður boðið upp á staðbundið nám að þessu sinni.  Námið  kostar 100 þúsund  krónur, kostnaður skiptist á tvær annir,  50 þúsund krónur  hvor önn.

Umsækjendur þurfa að vera í starfi og hafa unnið að lágmarki fjögur ár sem sjúkraliðar. 

 

Umsækjendur  verða að búa yfir lágmarks tölvulæsi í ritvinnslu og  tölvupósti.

 

 

Við val umsækjenda verður höfð hliðsjón af  einkunnum á sjúkraliðaprófi  og endurmenntunarnámskeiðum,  starfsreynslu og meðmælum frá vinnuveitenda.

Þeir umsækjendur njóta forgangs, sem koma frá vinnustað, sem er tilbúinn til þess að taka sjúkraliða í launað verknám á komandi sumri, æskilegt er að viljayfirlýsing þar að lútandi fylgi umsókn.   

 

Umsóknarfrestur er til 31. október og skal skila umsókn á skrifstofu skólans og skulu fylgja henni eftirtalin gögn:

 

Afrit af prófskírteini vegna sjúkraliðanáms og annars náms/námsskeiða,  sem nýtast í náminu.

Starfsferilsskrá

Meðmæli frá vinnuveitenda

 

Allar nánari upplýsingar um námið er hægt að finna á heimasíðu Fjölbrautaskólans við Ármúla / Heilbrigðisskólans, sjúkraliðabraut, framhaldsnám sjúkraliða, www.fa.is og hjá kennslustjóra sjúkraliðabrautar, netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 5814022.