Endurskoðun á stofnanasamningum - 16. nóv. 2005

Undirbúningur vegna endurskoðunar stofnanasamninga er í fullum gangi. Búið er að skipa í samstarfsnefndir hjá ríkinu. Stofnanir eru að boða nefndirnar á námskeið um endurskoðunina og verða þau haldin á mismunandi tímum út um allt land. Verkefni samstarfsnefnda er m.a. að endurskoða stofnanasamninginn á sinni stofnun og má því segja að um nokkurs konar samninganefnd sé að ræða. Fyrir liggur að tekin verður upp ný launatafla frá og með 1. maí 2006 og þarf endurskoðun að vera lokið fyrir þann tíma.