Starfslokanámskeið á höfuðborgarsvæðinu - 21. nóv. 2005

Starfslokanámskeið verður haldið í BSRB húsinu dagana 5. 6. og 7. desember. Námskeiðið hefst kl. 16.30 þessa daga og lýkur kl. 19.00. Þátttöku þarf að tilkynna á skrifstofu BSRB í síma 525 8300 fyrir 2. desember. Námskeiðið er opið öllum félagsmönnum í BSRB sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu og mökum þeirra. Námskeiðið er einkum ætlað þeim sem eru að nálgast starfslok eða eru nýlega hættir störfum. Námskeiðið er frítt fyrir alla félaga í aðildarfélögum BSRB og maka þeirra.Sjá nánar