Sjúkraliðafélag Íslands styður kennara - 15. okt. 2004

 

Sjúkraliðar hafa fylgst með baráttu grunnskólakennara af aðdáun og virðingu og sendir ykkur stuðnings og  baráttukveðjur. Kennarar mega vita, að sjúkraliðar og forysta þeirra stendur heilshugar að baki þeim sem sýnt hafa kjark, þor og vilja  til að berjast fyrir bættri afkomu, betra og réttlátara samfélagi.

Reykjavík 11. október 2004.

 

Kennarasamband Íslands

Sjúkraliðar leggja áherslu á mikilvægi starfs grunnskólakennara fyrir samfélagið, en haldi sem horfir er hætt við að kennarar hverfi til annarra og arðbærari starfa, finni  stjórnvöld  ekki leið til að verða við kröfum stéttarinnar um réttmætar kjarabætur.

Laufásvegi 81,

 

101 Reykjavík.

Stjórn Vinnudeilusjóðs Sjúkraliðafélags Íslands gerir sér fulla grein fyrir því, hve mikilvæg hlý orð og stuðningur samherja og einstaklinga er  þeim sem eiga í höggi við óbilgjarna og hægfara viðsemjendur. Sjúkraliðar þekkja það af eigin reynslu að stuðningur við málstaðinn er mikilsvirði  - orð ylja en fé framfærir -

 

 

Kveðjur til

Stjórn Vinnudeilusjóð sjúkraliða hefur því ákveðið að styðja baráttu grunnskólakennara og leggja til eina miljón króna í verkfallsjóð KÍ til stuðnings baráttu ykkar við óbilgjarna og ráðalausa viðsemjendur.

fundarmanna á baráttufundi KÍ í Háskólabíói mánudaginn 11. október

 

 

Með baráttukveðjum

Sjúkraliðafélag Ísland lýsir fyllsta stuðningi við baráttu grunnskólakennara fyrir bættum kjörum. Félagið telur það grundvallarforsendu fyrir betri menntun, bættu skólastarfi og upplýstu samfélagi að sátt ríki um starfsemi skólanna.

f.h. Sjúkraliðafélags Íslands

 

 

_______________________________

Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður.