Fundur með varaformanni og framkvæmdastjóra EPSU Evrópusambands starfsfólks í almannaþjónustu - 20. okt. 2004

Ágæti viðtakandi

Föstudaginn 29. október kl. 9.15 mun BSRB efna til fundar með framkvæmdastjóra og varaformanni EPSU, Evrópusambands starfsfólks í almannaþjónustu, þeim Carola Fischbach-Pyttel og Anne-Marie Perret. EPSU, Evrópusamband starfsfólks í almannaþjónustu, er málsvari 193 stéttarfélaga og sambanda í 33 löndum Evrópusambandsins og  Evrópska efnahagssvæðisins. EPSU kemur fram fyrir hönd starfsfólks í almannaþjónustu gagnvart valdastofnunum ESB.

 

 

 

Meginefni fundarins er hin nýja umdeilda tillaga að tilskipun Evrópusambandsins um Innri markað á sviði þjónustu.  Í þeirri tilskipun má m.a. finna svokallaða upprunalandsreglu eða Country of origin principle. Reglan kveður á um að fyrirtæki sem hyggst starfa í öðrum löndum innan ESB, skuli einungis fylgja þeim lögum og reglum, sem það land sem fyrirtækið á höfuðstöðvar í hefur sett. Því blasir við að fyrirtæki geta flutt höfuðstöðvar sínar til þeirra landa þar sem eftirlit er ekki mikið, þar sem kjarasamningar eru óviðunandi eða ekki til o.s.frv. Tilskipunin er enn ekki fullmótuð og er enn tekist á um að hvaða marki velferðarþjónusta skuli færð á markaðstorg.
EPSU hefur beitt sér í þessari umræðu og almennt um framtíð Evrópusambandsins og hafa þessir forsvarsmenn EPSU komið þar mjög við sögu og ætti að vera fróðlegt fyrir þá sem áhuga hafa á málefninu að heyra sjónarmið þeirra.

Reykjavík, 20. október 2004

 

 

Til fundarins er boðið fulltrúum stjórnmálaflokka, stjórnvalda, verkalýðshreyfingar, hagsmunasamtaka og fræðimönnum en hann er opinn öllum þeim sem áhuga hafa á þessu málefni. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum BSRB að Grettisgötu 89 4. hæð, Reykjavík og er gert ráð fyrir að hann standi í um það bil tvær klukkustundir. Fyrirkomulagið verður með þeim hætti að eftir framsögur gefst færi á fyrirspurnum og umræðum. Fundurinn fer fram á ensku.

 

 

 

Nánari upplýsingar veita 

Boðið til fundar um framtíð velferðarþjónustu og réttindi launafólks í Evrópusambandinu

Páll H. Hannesson This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. s. 525 8316 og

 

Sigurður Á. Friðjónsson This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. s : 525 8304