Forystufræðsla BSRB - 13. júní 2003

Borist hefur bréf frá BSRB um auka námskeið í haust. 

Kæru félagar!

 

 

 

Þrátt fyrir góða þátttöku á forystunámskeið BSRB sl. vor er ljóst að mörg félög sendu ekki þátttakendur á námskeiðið. Þátttakendur komu frá 19 félögum en 13 félög sendu ekki þátttakendur.  Ríflega 80 manns sóttu forystunámskeið BSRB sl. vor og munu halda áfram í lotu tvö núna í haust.

 

Nú hefur verið ákveðið að vera með eitt aukanámskeið næsta haust, dagana 1. 3. september ef næg þátttaka fæst, í þeirri von að þeir sem ekki sáu sér fært sækja námskeiðið sl. vor mæti í haust. Farið verður upp í Munaðarnes með rútu frá BSRB húsinu kl. 18.00 mánudaginn 1. september. Stoppað er í Hyrnunni svo þátttakendur geti nærst og höndlað en ekki eru boðið upp á mat þetta kvöld.

 

Námskeiðið hefst síðan að morgni 2. september og þann dag og næsta er matur í Munaðarnesi. Sama stundaskrá er og var sl. vor. Námskeiðið hefst á því að forysta BSRB kynnir bandalagið. Síðan Árni Guðmundsson vera með kennslu í samningatækni, Daginn eftir verður fjarnámsumhverfið kynnt af Garðari Gíslasyni og eftir hádegi verður Kristín Á. Ólafsdóttir með sjálfseflingu, tjáningu, framkomu og ræðumennsku.

 

Haldið verður til Reykjavíkur kl. 17.00.  BSRB greiðir ferðakostnað þeirra sem koma utan af landi en samráð um það þarf að hafa við Guðbjörgu Jónsdóttur fjármálastjóra BSRB.

Þátttöku þarf að tilkynna í síðasta lagi mánudaginn 18. ágúst. Námskeiðið verður ekki haldið ef þátttakendur verða færri en 15. Hámarksfjöldi er 30 manns.

 

Þátttakendur á þessu námskeiði munu svo deilast niður á hópana sem fyrir eru en framhaldsnámskeiðin eru í september og október, nánar tiltekið hópur 1. dagana 15. 17. september og hópar tvö þrjú og fjögur næstu þrjár vikur á eftir, alltaf mánudaga til miðvikudaga. Námskeiðinu mun svo ljúka vorið 2004 eins og áætlað var.

 

Skráning á skrifstofu BSRB í síma 525 8300 eða netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.