STYRKTARSJÓÐUR BSRB - 12. nóv. 2003

Styrktarsjóður BSRB hefur gert samning við Krabbameinsfélag Íslands og Hjartavernd um beinar greiðslur fyrir skoðanir.

Krabbameinsfélag Íslands

 

 

Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð og úthlutunarreglur á heimasíðu BSRB  www.bsrb.is

Sjóðfélagi, sem verið hefur félagsmaður í 6 mánuði, getur sótt um styrk allt að 2.500 kr. fyrir skoðun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins eða kvensjúkdómalækni einu sinni á ári. Með umsókn skal fylgja frumrit reiknings.

 

 

Ef haft er samband við Styrktarsjóðinn, sími 525 8380, fax 525 8389, netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. , þegar búið er að panta tíma er ekki þörf á að fylla út umsókn og greiðir þá sjóðurinn beint til Krabbameinsfélagsins.

 

Sama gildir úti á landi á heilsugæslustöðvum, en þar eru þó einhverjir byrjunarörðugleikar. 

Hafið endilega samband við Styrktarsjóðinn þegar þið hafið pantað tíma til að kanna hvort þetta fyrirkomulag gangi ekki eftir.

 

 

Hjartavernd

Sjóðfélagi, sem verið hefur félagsmaður í 6 mánuði, getur sótt um styrk að upphæð 5.900 kr. fyrir skoðun hjá Hjartavernd einu sinni á ári. Með umsókn skal fylgja frumrit reiknings.

 

Ef haft er samband við Styrktarsjóðinn, sími 525 8380, fax 525 8389, netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. , þegar búið er að panta tíma er ekki þörf á að fylla út umsókn og greiðir þá sjóðurinn beint til Hjartaverndar.